Réttur


Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 13

Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 13
.sem landsmenn þurfa árlega! Aðeins renturnar af ríkisskuldunum eru (4 hluti af ríkisgjöldunum. Okur- tollar eru lagðir á nauðsynjavöru almennings til að standa í skilum við brezka bankavaldið. Og ofan á þetta bætist svo að brezka bankavaldið fyrirskipar beinlínis íslenzku ríkisstjórninni samþykkt brezku .samninganna, sem eingöngu byggjast á ofurvaldi brezka bankavaldsins, því verzlunarlega séð stendur ísland vel að vígi gagnvart Bretlandi. Meðan nú allir borgaraflokkar íslands, að flokki J. J. og Alþýðuflokknum meðtöldum, framfylgja mögl- unarlaust boðum erlenda bankavaldsins um afborg- anir, rentugreiðslur, tollívilnanir, sérréttindi brezka auðvaldsins o. s. frv., þá er auðvitað engin ástæða fyrir bankaauðvaldið í Bretlandi að gera áhrif sín hér opinskárri, en þau eru. En ef verkalýðurinn rís upp gegn þessu oki og tekur upp virkilega sjálfstæð- isbaráttu gegn okurvaldi brezka auðsins, þá veit mað- ur svo sem hvaðan mótspyrnan gegn þeirri frelsisbar- áttu m. a. myndi koma. Forystan í frelsisbai’áttunni yrði auðvitað Kommúnistaflokkurinn og það veit J. J., því hann segir greinilega að frá okkur kommúnistum stafi „eina hættan, sem sjálfstæði landsins kunni að stafa frá fjármálasamböndum við aðrar þjóðir“. (bls. 27) (!!) Og hann er heldur ekki í vandræðum með að vita undir hvaða fögrum vígorðum brezkt bankavald muni senda her gegn verklýðs- og bændastjórn á ís- landi, ef verkalýðnum tækist að sigra: „Viljann myndi varla vanta hjá lýðræðisþjóðunum, að þurka út of- beldisskipulag á íslandi“ (bls. 33). „Þurka út“! Eru það þá kúlurnar frá „Rodney“, sem eiga að flytja lýðræðisboðskapinn til frjálsra verkamanna og bænda íslands? Það er hastarlegt að sjá þennan mann, sem er að telja sig postula alþýðufrelsis, hóta því að breska hervaldið, sem heldur 300 miljónum indverskra bænda í svívirðilegasta ofbeldisskipulagi, sem til er á jörð- inni, að þetta brezka hervald atað storknuðu blóði 205

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.