Réttur


Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 27

Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 27
lilutaráðningarinnar með því að skírskota ,til Sovét- ríkjanna. Hann þykist ekki sjá muninn á því hvort ákvæðisvinna er notuð í auðvaldsríkjunum til að lækka kaup verkalýðsinis, pína hann til meiri vinnu- hraða og tengja hluta hans auðmannastéttinni á hnignunartímum auðvaldsins, —eða hvort henni er beitt í Sovétríkjunum til að Ihækka kaup verkalýðsins, flýta fyrir uppbyggingu sósíalismans, sem verkalýð- urinn einn nýtur góðs af, og frelsa hann gersamlega frá eymd og áþján auðvaldsskipula'gsinis með sköpun velmegunar á grundvelli fullkomins sósíalistisks iðn- aðar og landbúnaðar. Þannig rrtá rekja afstöðu J. J. ,og kratanna í öllum dægurmálum verkalýðsins, í atvinnuleysisbaráttunni, ríkislögreglumálinu o. fl. Allstaðar berjast þeir fyrir leið auðvaldsips út úr kreppunni, — fasismanum, — aukinni áþján í hvívetna — og afleiðingin þar af er auðvitað hin hatramasta barátta þeirra gegn byltingu verkalýðsins, sem þeir hata eins og pestina. Og þess vegna er líka eitt,síðasta orð J. J. í bæklingi sínum, — og þrautalendingin í framkvæmdinni á póli- tík hans — hótunin um hervæðingu burgeisastéttar- innar, þar sem ríkislögregla sé aðeins „fyrsta sponð í rétta átt“! — Og þetta „síðasta orð“ J. ,J. er líka um leið táknið fyrir starf og stefnu ,,lýðræðisflokkanna“. Það er yfir- lýsing þeirra um vilja þeirra til að flýta fyrir því að gera ríkisvaldið fasistiskt, til að þróa í skauti lýðræð- isins faisismann eins og gerðir þeirra sanna. Það er þjónustuvottorð þeirra til auðmannastéttarinnar um að þeir vilji,,halda í skefjumóeirðarflokkumþeim,sem stefna að upplausn þjóðfél.“ (bls. 52). Allur bækling- ur J. J. er eins og öll verk hansogsósíalfasistanna vott- urinn um löngun þeirra til að viðlhalda dauðadæmdu skipulagi auðvaldsins og uppræta kommúniismann. — Hér sem annars staðar gerast þeir brautryðjendur fas- ismans og verndarar auðvaldsskipulagsins — reiðu- 219

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.