Réttur


Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 24

Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 24
leggja allsherjarverkfallið, neita honum um vopn og peninga, þar sem hún þorði, hindra það að uppreisn- in yrði gerð að sókn gegn stjórnai’isetrunum og koma þannig alveg í veg fyrir að uppreisnin yrði að sovét- byltingu í Austurríki. Og nú verður austurríska verkalýðnum að blæða fyrir þessi svik, en hann hefir þegar lært af þeim, þó dýrkeypt sé, — svo næsta uppreisn í Austurríki verð- ur áreiðanlega undir forystu kommúnistaflokksins og — sigursæl. J. J. er fljótur til að trúa á eilíft veldi fasismans. Hann segir um kommúnista í Þýzkalandi, að E. O. sjái þar „hinn geypile'gasta ósigur isinna samherja og al- gert vonleysi þeirra að rísa á legg aftur“. Hið borgaralega lýðræði í Þýzkalandi er dautt. Það hafði fullkomnað hlutverk sitt, alið af sér fasismann. Því var fleygt í ruslaskrínuna eins og gatslitinni, blóði drifnri flík, sem burgeisastéttin gat ekki lengur notað til að dylja alræði sitt o'g kaus heldur að sýna það í allri nekt Hitlersfasismans. Forvígismenn þess krjúpa nú flestir að fótum Hitlers, eða leigja sig — eins og lögreglustjóri ,,lýðræðisins“ í Berlín, Greszinski til sinna sérstöku dáða sem fagmenn, — Greszinski og Seckt til verklýðsmorða í Kína. Það er því ekki nema von að kögursveinar lýðræðisins í öðrum löndum ótt- ist og flýti sér að keppa við fasistana — um að upp- ræta kommúnismann — eins og t. d. J. J. En byltingarhreyfing verkalýðsins er hvorki sigruð né kæfð. Meðan lyddur ,,lýðræðisins“ flýja og iskríða í felur,talarfullhugibyltingarinnar, Dimitroff, hetjumáli sínu og snýr réttarofsókn fasismans upp í sókn gegn honum. Sú stefna, sem skapar slíka menn og þúsundir sem sýna álíka hetjuskap,verður aldreisigruðogaldrei kæfð, með hvaða ráðum, sem allir fulltrúar borgara- stéttarinnar frá H. V. til Hitlers reyna. — í Þýzka- landi vex byltin'garhreyfingin hröðum skrefum og blöð hing bannaða þýzka bolsévikkaflokks koma nú út 216

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.