Réttur - 01.04.1969, Side 15
„Ekki alltaf. Þú heyrðir það ekki til mín síð-
astliðið ár". Hann hellti lögg af víni í pelamálið
sitt. „Jafnvel þetta bragðast mér ekki lengur
eins vel og áður fyrr ..."
„Þess vegna er ég einmitt að segja, að þú
ættir að koma með mér. Ég fæ góða lækna til
að líta á þig. Ég er bara skurðlæknir, eins og
þú veizt. En ég mundi fara með þig til sérfræð-
ings í innvortis sjúkdómum, sem er frægur
prófessor".
„Ædarðu að segja mér, að þú sért ekki með
á nótunum?" Gamli maÖurinn kipraði augun.
„Víst ertu það".
„Nei, sár eru mitt svið. Ég sker, lima í sund-
ur og set saman brotin bein".
„Jæja, þú ert þá ekki slakur læknir, verð ég
að segja. Rétt eins og ég færi á markað að
kaupa hest, og vissi það eitt, hvernig ætti að
lesa aldur folans af tönnunum. Ætti ég svo að
fá einhvern annan til að skoða á honum fæt-
urna? Og kannski ljósmóður til að líta á kvið-
inn á honum?"
„Ekki bókstaflega. En það er mikið til í þessu.
Maðurinn er margbrotið starfskerfi".
„Já, starfskerfi er hann, gott og vel. En hann
veit, að á meðan hann lifir þarf hann að sá,
því að hann er meira en starfskerfi. Hver svo
sem uppsker eftir hann ... Ég drekk ekki, en
þú rennir úr krúsinni, sonur".
„Það má ég ekki heldur. Ég þarf að aka ..."
„Þú ætlar þó ekki til baka í dag?"
„Ef ég vissi, að þú ætlaðir að koma með mér,
pabbi, þá dveldist mér auðvitað. Ég biði á
meðan þú værir að kveðja og taka til farangur-
inn þinn og því um líkt ... Hugsaðu svolítið
betur þinn gang. Það er nær að afstýra hætt-
unni, áður en allt er um seinan".
„Ég skil þig. En það er engin hætta á ferð-
um. Ég er enn fær um að sá, eins og þú sérð".
„Já, meira að segja hampi," sagði sonur hans
og reyndi að breyta umræðuefninu.
„Já, ef það er ómaksins vert. Nú, kaðal þurf-
um við. En ekki handa mér," og hann hló lágt
og augun leiftruðu glettnislega. „Því að ég lifi
ekki eftir málshættinum: Hræðistu ellina,
hengdu þig þá! Ég hef lifað fram í elli, og allt
er eins og það á að vera." Hann benti á sonar-
börn sín. „Og hjá þér ... nokkuð komið á leið-
ina?"
„Ef til vill að ári liðnu. Við erum farin að
hafa efni á því, ég vinn mér nóg inn. Ég legg
ekki of hart að mér til að efnast, en við kom-
umst vel af. Okkar „fjölskylduáætlun", eins og
nú er sagt, tekur mið af næsta ári".
„Ah, næsta ári. Áætlun, segirðu — já, áætlun
verðið þið að gera. Ég geri líka mína áædun ...
En það er verst, að það skuli vera þessi asi á
þér. Hann rignir í kvöld og vegurinn verður
sleipur".
Þegar þeir kvöddust, rétti öldungurinn fram
hönd sína. Ambrus Járom laut yfir hönd föð-
ur síns og kyssti hana.
„Hvers konar tízka er nú þetta hjá fullorðn-
um manni?" sagði gamli maðurinn gremjulega.
„Heldurðu ..." en hann hálsaði fyrir og strauk
stríða burstina á kolli yngsta sonar síns.
Hann skipti í þriðja gang. Þegar hann kom
að espigöngunum, hafði þyngt í lofti og var
tekið að rigna. Hlý vorskúrin buldi á framrúð-
unni og þungir dropar runnu niðnr rúðuna eins
og tár.
Litla skjáþurrkan tifaði reglulega og strauk
regndropana í lidum hringboga af efri rúðunni.
Aspirnar og þjóðvegurinn skinu í jarðnesku
Ijósi.
Ambrus Járom minntist annars ljóss, sem
konan hans, listneminn, hafði lesið um fyrir
hann, þegar þau voru í tilhugalífinu. Þau orð
höfðu staðið í gamalli bók — ekki þeirri, sem
honum kom í hug á leiðinni nórtina áður.
Ef þú blindast af að stara í sólina,
er augum þínum um að kenna, en
ekki birtu hennar.
63