Réttur


Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 25

Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 25
i kapphlaupinu, — herða „faglegu" baráttuna. Hún verður að birtast í því að fá verkalýðinn til að ráða hraða hringpallsins: verða valdið í stjórnmál- unum, — og geta þannig þarizt með þáðum vopn- unum: faglegu og pólitísku. ÞAÐ ÞARF MEIRA Á það skal minnt sem oft hefur áður verið gert hér í „Rétti", að vissulega er það margt fleira sem verkalýðurinn og bandamenn hans verða að gera en að stöðva óðaverðbólguna. Það er ekki hægt að stjórna Islandi þannig að full atvinna verði fyrir alla þá, sem hér vilja búa, öðruvísi en með því að koma á áætlunarþúskap, þróa samkvæmt stórhuga áætlun atvinnuvegi vora, — koma á yfir- stjórn ríkisins á utanríkisverzluninni i þeim tilgangi m.a. að fullnýta alla markaðsmöguleika og beita til þess einnig þjóðarkaupmætti vorum með jafnvirð- issamningum, — gerþreyta húsnæðislánunum þann- ig að hægt sé að fá 60—80 ára lán með 2—3% vöxtum fyrir 75—80% byggingarkostnaðar, svo verkamönnum sé kleift að komast yfir íbúðir án óðaverðbólgu og vinnuþrælkunar. Islenzkur þjóðarbúskapur krefst fullkominnar skipulagningar — i þjóðar þágu, — á þessum tím- um skipulagsbáknanna miklu og þaulhugsaðrar tækni og stórreksturs, — en ekki úrelts stjórnleys- is, þótt falið sé undir fögru orðagjálfri um „frjálsa samkeppni" o. s. frv. Og vissulega þarf sjálfur opinberi búskapurinn, þ. e. rekstur hinna ýmsu rikis- og bæjar-fyrirtækja, mikillar umskipulagningar við. Burgeisastéttin hef- ur lítinn áhuga fyrir skynsamlegum rekstri hans, en þvi meiri fyrir hagnýtingu hans i pólitísku valda- skyni og til efnahagslegs sérgróða stéttarinnar sem og til að auðvelda skattsvik. Þarf verklýðs- stéttin þar vissulega að taka til höndum. ÁBYRGÐ OG ÁTÖK Atvinnurekendastéttin sem heild ber ábyrgð á þeirri pólitík verðbólgu annarsvegar og hrunstefnu stjórnleysis og skipulagsleysis hins vegar, sem tekin hefur verið. En öll sú stefna er nú komin I örþrot. Eftir tvöföldun dollarsins 1967—'68 kom í Ijós að áhrif hrunstefnunnar tóku að eyðileggja hina væntanlegu „árangra" verðbólgunnar: hús og fasteignir hækkuðu ekki í verði, rekstursfjárskortur leiddi til stöðvana, sérréttindi útlendinga um verk og innflutning vara tóku að bitna á íslenzkum at- vinnurekendum, gjaldþrot fóru í vöxt o. s. frv. — Það varð eingöngu útlenda auðvaldið, sem hafði ótvíræðan gróða af síðustu gengislækkunum. Þarmeð er einnig komið að reikningsskilum innan atvinnurekendastéttarinnar sjálfrar. Það kemur upp aðgreiningin á milli eftirfarandi aðila: Annars vegar verður hinn harði kjarni hrunstefn- unnar, erindrekar hins erlenda auðvalds, sem vi’.ja láta lögmál stórkapítalismans fá að njóta sín til fulls á Islandi: hina smáu atvinnurekendur — og það eru flestir íslenzkir í þeirri tölu, — hrynja sam- kvæmt lögmálum „frjálsrar samkeppni", en útlenda auðhringi hirða það, sem þeim finnst nýtilegt. Út frá þessum lögmálum hugsa og sérfræðingar þeir og aðrir, sem framfylgja pólitík Alþjóðabankans, binda Island á skuldaklafa hans og vilja láta kné fylgja kviði í viðureign við verkamenn, beygja þá undir það ok fátæktar, er þeir forðum báru. Eftirfarandi staðreyndir eru talandi tákn um hve mjög þessu harðstjórnarliði erlends auðvalds hefur orðið ágengt í að koma Islendingum undir erlent skuldaok með ,,frelsis“-pólitik sinni: Erlendar skuldir eru nú 12.372 miljónir króna. (62 þús. kr. á hvert mannsbarn). Afborganir og vextir á ári eru 2260 miljónir króna. Það samsvarar launum 18000 islenzkra verkamanna með 125.000 kr. meðallaun fyrir 8 tíma dagvinnu, — eða þvl að helmingur alls íslenzks verkalýðs geri ekki annað með dagvinnu sinni en borga vexti og afborganir af skuldum, sem engar hefðu þurft að vera, ef vit- urleg stjórn hefði verið á þjóðarbúskapnum. Hins vegar er sá þjóðlegi kjarni atvinnurekenda- stéttarinnar, sem litið hefur farið fyrir undanfarin ár, látið dragast blekktur með í sjálfsmorðsstefnu, en er nú að byrja að rísa upp þegar kemur að kvik- unni og Ijóst er að skapa skal útlendum sérrétt- indi til að drepa íslenzka í samkeppni, sbr. orð eins stærsta atvinnurekanda i járniðnaði um að verið sé að gera íslendinga „undirlægjur ríkra er- lendra þjóða". Átta þessir atvinnurekendur sig nú I tíma, hver voði þeim og þjóðlegum atvinnuvegum er búinn af helstefnu erlends auðvalds, — og taka höndum saman við alþýðu manna I tíma um að nýskapa og 73

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.