Réttur


Réttur - 01.04.1969, Qupperneq 32

Réttur - 01.04.1969, Qupperneq 32
INNLEND SlpBí 1 VÍÐSJÁ ■|h í grein minni í Réttarhefti fyrir nokkru var fjallað nokkuð um Alþýðusambandsþingið síð- asta og því spáð að þeir atburðir sem þar áttu sér stað ættu efdr að verða launafólki dýrir í þeim kjaraátökum, sem þá voru framundan. Þetta hefur nú komið á daginn, og verður hér í þessum þætti Innlendrar víðsjár rætt um kjara- deiluna, aðdraganda hennar, og niðurstöður. AÐDRAGANDINN Eins og margoft hefur verið bent á var það ríkisstjórnin sjálf sem hóf stríðið við launafóík í vetur með efnahagsaðgerðunum í nóvember síðastliðnum, þ. e. gengisfellingu og um leið þeirri ákvörðun að kaup skyldi lækka til þess að gengisfellingin bæri „árangur". Þetta kom strax í ljós gagnvart sjómönnum, en hiutur þeirra var mjög freklega skertur af stjórninni eins og bent var á með dæmum í síðasta hefti Réttar í Innlendri víðsjá. En það er fleira en efnahagsaðgerðir stjórn- arinnar sem marka upphaf nýafstaðinnar kjara- deilu. Alþýðusambandsþingið, flokkadrættir þess og ný forusta þess, var allt á þá lund að ríkisstjórnin gat gert sér nokkrar vonir um að miðstjórn ASÍ, þ.e. sá meirihluti hennar, sem stjórnarliðið og Framsókn studdu til valda á þinginu yrði leiðitamur. Það var augljóst í byrj- un janúar — að þessi nýji stjórnarmeirihluti í ASÍ hugðist ganga braut þá sem ríkisstjórnin hafði markað í átt til stórfelldrar kjaraskerðing- ar. Það samkomulag sem gert var um atvinnu- mál og 300 miljón króna framlag til atvinnu- aukningar, bar þess merki að hinn nýi meiri- hluti „sveigjanlegrar" (cit. Mbl.) ASÍ forustu vildi ekki „spilla árangri'' (cit. Hannibal) geng- isfellingarinnar, enda lýsti Hannibal því yfir að kauphækkanir leystu engan vanda snemma á þinginu í vetur. Þing ASÍ hafði þó gert mjög eindregnar sam- hljóða samþykktir í kjaramálum verkafólks og það var býsna erfitt fyrir verkalýðsforustuna áð skjóta sér undan þeim samþykktum, ekki sízt þar sem hún var brýnd á þeim dag eftir dag í Þjóðviljanum allan febrúarmánuð og fram í marz. En verkalýðshreyfingin virtist ekki tilbúin til neinna aðgerða eftir áramótin enda þótt mörg félög hefðu sagt upp samningum fyrir áramót. Og til hvers segja verkalýðsfélög upp samningum? Það er ekki minnsti vafi á því að höfuðástæðurnar til þeirrar deyfðar sem forusta stærstu verkalýð&félaganna fyrir deiluna voru þessar: 1. Ný og flóknari valdahlutföll innan for- ustuliðs verkalýðssamtakanna. 2. Atvinnuleysið — sjötti til sjöundi hver félagsmaður alþýðu- samtakanna var atvinnulaus um tíma. 3. Sjó- mannadeilan, sem ríkisstjórnin dró á langinn í sex vikur, en hún var aðili að deilunni frá upp- hafi m.a. með því að gera fiskverðið að verzl- unaratriði í samningunum, eða öllu heldur gerði hún atkvæði formanns verðlagsráðs sjávarút- vegsins að verzlunarvöru. Með stefnu ríkisstjórnarinnar að meginvopni lögðu svo atvinnurekendur og SÍS til atlögu gegn launafólki. Atvinnurekendur lýstu því yfir 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.