Réttur


Réttur - 01.04.1969, Side 33

Réttur - 01.04.1969, Side 33
að þeir myndu lækka kaupið frá og með 1. marz, skerða kaupmátt þess enn meira en þeim hafði þegar tekizt með marzsamkomulaginu. Þegar svo var komið lilaut verkalýðsforustan — nauðug viljug — að svara í sömu mynt með aðgerðum. Efnt var til formannafundar helztu verkalýðsfélaganna og 16-mannanefndin sett á laggirnar til viðræðna við atvinnurekendur og hefst nú langdregið samningaþóf hátt á þriðja mánuð. DEILAN SJÁLF Það var ríkisstjórnin og atvinnurekendur, sem settu fram kröfuna í þessari kjaradeilu og þar með hafði hún allt annan svip en allar kjaradeilur fram til þessa. Þeir, sem fylgdust með verkalýðsmálum gerðu sér ekki miklar vonir um niðurstöðu þeirra kjarasamninga, sem nú voru að hefjast. „Þetta endar í því að þeir setja efri mörkin á 12.000 krónur", sagði einn þeirra manna við mig, sem fylgdist vel með verklýðsmálum. „Þeir deila í eymdina frá í fyrra með tveimur", sagði annar. Þegar svo var komið að ríkisstjórnin og atvinnurekendur mörkuðu deilunni farveg var því tæpast við miklu að búast — ef einnig er tekið tillit til annarra aðstæðna í þjóðlífinu. Það er þó vafalaust, að það hefði verið skyn- samlegra fyrir verkalýðshreyfinguna að fara inn i deiluna með aðrar kröfur en vísitöluna eina — a. m. k. í ljósi þess sem síðar gerðist. Hins vegar er það skiljanlegt, að ýmsum forustu- mönnum launþegasamtakanna litist ekki á það að brjóta upp vísitölukröfuna áður en farið var mn í samninga. Hvaða afleiðingar hefði slíkt haft í för með sér? Nú hófst nýr þáttur í þessum málum, sem eru átökin innan 16-mannanefndarinnar. Vegna þess að hinn nýi meirihluti í stjórn ASÍ var ekki 1 raun fulltrúi fyrir öflugustu verkalýðsfélögin fékkst ekki í upphafi neinn raunhæfur meiri- hluti innan 16-mannanefndarinnar fyrir einu eða öðru. Það tók þau verkalýðsfélög sem sósí- alistar stjórna 5—6 vikur að sýna meirihlutan- um í 16-mannanefndinni fram á afl þessara fé- laga. Áttu sósíalistar í 16-mannanefndinni að velja þessa leið? Af hverju fóru þessi stóru verkalýðsfélög ekki ein í slaginn án tillits til þeirra verkalýðsfélaga, sem stjórnarliðar stýrðu, án tillits til Björns og Hannibals? Verkalýðshreyfingin setti sem fyrr segir fram þá kröfu eina að marzsamkomulagið fengi að lialda gildi sínu áfram. Þessi krafa hlaut að eiga liljómgrunn með allri þjóðinni og því meiri hljómgrunn sem einingin um hana var meiri innan verkalýðssamtakanna, þvert á öll flokkaskil. Af þessari ástæðu var það mikilvægt og að mínu mati rétt að leggja áherzlu á ein- ingu innan þessarar nefndar alþýðusamtakanna enda þótt hún væri furðulega samansett. Ríkisstjórninni hafði tekizt að ná árangri í kjaraskerðingaráróðri sínum, sjómannadeilan hafði dregið þrótt úr launafólki verstöðvanna og atvinnuleysið hafði markað sín spor í þjóð- lífið — einnig af þessum ástæðum hlaut verka- lýðshreyfingin að leita eftir einingu um meg- inkröfu sína í kjaradeilunni. En það tók sex vikur að ná samstöðu innan 16-mannanefndarinnar um baráttuaðferðir, keðjuverkföll — allsherjarverkfall. í rauninni var síðari möguleikinn aldrei fyrir hendi. Það voru aldrei möguleikar á því að efna til alls- herjarverkfalls í vetur vegna ríkjandi aðstæðna. Hannibal Valdimarsson reyndi að vísu að dreifa út þeim áróðri að það yrði að efna til slíkra átaka, en hann er ekki í tengslum við neitt verkalýðsfélag lengur. Staða hans í verkalýðs- samtökunum er aðeins náðarmoli af valdaborð- um Bjarna Benediktssonar. í samræmi við það var einnig afstaða hans. Því enda þótt það kunni að hafa hljómað róttækt í vetiur að hrópa á alls- herjarverkfall var það engu að síður svo að ein- mitt þá leið vildi ríkisstjórnin helzt að verka- 81

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.