Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 3
GERÐUR G. ÓSKARSDÓTTIR:
Staða kvenna
við lok kvennaáratugar
Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að helga áratuginn 1975-85 baráttu fyrir bættum
hag kvenna. Þegar litið er yfír stöðu kvenna í heiminum við lok þessa tímabils
verður vart séð að frelsi kvenna eða jafnrétti þeirra á við karla hafí aukist svo
nokkru nemi. Þegar við aftur á móti lítum okkur nær má sjá nokkrar breytingar,
sem orðið hafa til þess að konur hafa öðlast eilítið meira jafnrétti á við karla,
þótt draga megi í efa að kvenfrelsið hafí aukist að sama skapi.
Með jafnrétti er hér átt við möguleika
kvenna til þess að nýta sér þann rétt sem
karlar hafa og ganga inn í það kerfi eða
lífsmunstur sem þeir hafa skapað. Með
kvenfrelsi er aftur á móti átt við það að
konur séu frjálsar af því að lifa eins og
þeim er eðlilegt, skapa sér umhverfi og
aðstæður við sitt hæfi og hafa um leið áhrif
á framvindu og þróun á forsendum
kvenna.
Aðstæður kvenna í okkar heimi benda
ekki til þess að mannkynið búi í raun á
frjósamri og gjöfulli jörðu, ráði yfir hug-
vitsamlegri tækni eða hafi skapað ótrúleg-
an auð. A.m.k. virðast konur eiga litla
hlutdeild í þessum verðmætum.
Konur eru helmingur mannkyns, en
samkvæmt upplýsingum frá S.þ. frá 1980
eiga konur minna en 1% af allri einkaeign
á jörðinni, þær framkvæma um það bil 2A
hluta af allri vinnu sem unnin er í veröld-
inni, en í laun fá þær aðeins 10% af þeim
launum sem greidd eru.
Nú eru % af ólæsu fólki í heiminum
konur og hlutfall þeirra fer hækkandi. Af
flóttafólki eru samkv. yfirliti S.þ. um
90% konur og börn. Konur í iðnríkjum
fá aðeins Vi til % af launum karla í hlið-
stæðum störfum. Þær hafa minnst atvinnu-
öryggi og er fyrst sagt upp vinnu.
Gerður G. Óskarsdóttir
3