Réttur


Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 3

Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 3
GERÐUR G. ÓSKARSDÓTTIR: Staða kvenna við lok kvennaáratugar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að helga áratuginn 1975-85 baráttu fyrir bættum hag kvenna. Þegar litið er yfír stöðu kvenna í heiminum við lok þessa tímabils verður vart séð að frelsi kvenna eða jafnrétti þeirra á við karla hafí aukist svo nokkru nemi. Þegar við aftur á móti lítum okkur nær má sjá nokkrar breytingar, sem orðið hafa til þess að konur hafa öðlast eilítið meira jafnrétti á við karla, þótt draga megi í efa að kvenfrelsið hafí aukist að sama skapi. Með jafnrétti er hér átt við möguleika kvenna til þess að nýta sér þann rétt sem karlar hafa og ganga inn í það kerfi eða lífsmunstur sem þeir hafa skapað. Með kvenfrelsi er aftur á móti átt við það að konur séu frjálsar af því að lifa eins og þeim er eðlilegt, skapa sér umhverfi og aðstæður við sitt hæfi og hafa um leið áhrif á framvindu og þróun á forsendum kvenna. Aðstæður kvenna í okkar heimi benda ekki til þess að mannkynið búi í raun á frjósamri og gjöfulli jörðu, ráði yfir hug- vitsamlegri tækni eða hafi skapað ótrúleg- an auð. A.m.k. virðast konur eiga litla hlutdeild í þessum verðmætum. Konur eru helmingur mannkyns, en samkvæmt upplýsingum frá S.þ. frá 1980 eiga konur minna en 1% af allri einkaeign á jörðinni, þær framkvæma um það bil 2A hluta af allri vinnu sem unnin er í veröld- inni, en í laun fá þær aðeins 10% af þeim launum sem greidd eru. Nú eru % af ólæsu fólki í heiminum konur og hlutfall þeirra fer hækkandi. Af flóttafólki eru samkv. yfirliti S.þ. um 90% konur og börn. Konur í iðnríkjum fá aðeins Vi til % af launum karla í hlið- stæðum störfum. Þær hafa minnst atvinnu- öryggi og er fyrst sagt upp vinnu. Gerður G. Óskarsdóttir 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.