Réttur


Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 6

Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 6
Þegar konur eiga í hlut bætist kúgun vegna kynferðis við þá kúgun sem meiri- hluti kvenna og karla mega þola af hendi þeirra sem fara með vald auðmagnsins og stýra þeirri mismunun sem mahnkynið býr við. Pað er ekki óeðlilegt að fólk í hinum ýmsu minnihlutahópum taki sig saman um að berjast fyrir bættum aðstæðum og geri það óháð öðrum og annarri baráttu. Enginn berst fyrir okkur nema við sjálf. En slíkir minnihluthópar verða einnig og jafnframt að horfa víðar og tengjast öðrum sem berjast í reynd gegn sömu öflum. Að öðrum kosti tel ég ekki að meiri háttar árangurs sé að vænta. Þetta á við, að mínu mati, um baráttu kvenna fyrir auknum réttindum og auknu frelsi til þess að lifa samkvæmt sínum vilja og eðli. Því er eðlilegt að konur taki sig saman og berjist fyrir sínum málum einar sér, en þær þurfa jafnframt að taka þátt í þeirri heildarbaráttu sem hefur jöfnuð á öllum sviðum fyrir alla menn að markmiði. Þótt við sjáum okkur tilneyddar til þess að starfa að hluta einar náum við ekki árangri í algjörri einangrun. En því er ekki að neita að þannig verður baráttan að sjálf- sögðu miklu flóknari og erfiðari, því í raun eigum við harða andstæðinga í sam- herjahópnum eða verðum að vinna með fjölda mörgum sem sýna okkar málum lítinn skilning. II. Staða kvenna á íslandi árið 1985 Hver er þá staða kvenna á íslandi í dag við lok kvennaáratugarins? Ýmsar breytingar hafa orðið á stöðu kvenna á síðustu árum. Þessar breytingar hafa bæði verið jákvæðar og neikvæðar. Miklu fleiri en áður bæði konur og karlar viðurkenna nú að misrétti sé á milli kynja, þótt enn sé stór hópur manna sem ekki vill líta svo á. Mikilvægast er að kon- urnar sjálfar átti sig sem best á hlut sínum og finni hjá sér hvöt til þess að rétta hann. 1976 voru samþykkt lög um jafnrétti kvenna og karla með ákvæðum um jöfn laun og Jafnréttisráð var stofnað. Frum- kvæðið að þessum lögum átti Svava Jakobs- dóttir alþingismaður, en upphafleg tillaga hennar hafði breyst talsvert í meðförum. Árið áður eða 1975 voru fyrstu jafnrétt- isnefndirnar stofnaðar í sveitarfélögum og var sú fyrsta sett á fót í Kópavogi að frumkvæði Helgu Sigurjónsdóttur bæjar- fulltrúa Alþýðubandalagsins. 1981 skipaði þáverandi félagsmálaráð- herra Svavar Gestsson nefnd til að gera breytingar á jafnréttislögunum. Vilborg Harðardóttir veitti nefndinni forystu. Nefndin skilaði tillögum sínum í apríl 1983. Mörg nýmæli eru í því frumvarpi, t.d. að nú skuli koma á jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla í stað „stuðla að“ áður og að sérstaklega skuli bæta stöðu kvenna til að ná því markmiði. Ýtarleg ákvæði eru um jöfn laun og þá ekki aðeins grunnlaun, heldur allar launagreiðslur. Fjallað er um rétt til starfa, og skyldur þeirra sem ráða fólk í stöður til að gera grein fyrir vali sínu til Jafnréttisráðs sé þess óskað. Ákvæði eru um jöfnun til menntunar, þar er einnig talað um sér- staka fræðslu um jafnréttismál í skólum og að náms- og starfsfræðsla skuli leitast við að breyta venjubundnu náms- og starfsvali kvenna. Einnig er athyglisverð grein um sem jafnasta tölu kynja í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka og að í tilnefningum skuli alltaf nefna konu og karl. Árið 1981 voru konur 6,8% þeirra sem sátu í stjórnum, 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.