Réttur


Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 13

Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 13
vinna líknarstörf meðal særðra. f*ær finna ekki upp stríðstæki né stjórna framleiðslu þeirra, hvað þá þær græði fé á slíkri fram- leiðslu. Ég held að konur sem varðveita með sér kveneðlið (ég er ekki að tala um konur sem ganga inn í karlasamfélagið og taka upp atferli þess) gætu varla tekið þátt í þeirri vitfirringu sem hermennska er. Kannski má segja hið sama um eyð- ingu landsins gæða. Vegna uppeldis og félagsmótunar virðast konur hafa meiri skilning á lífinu og þörfum þess. Pær hafa heldur ekki fengið vald í hendur. Því held ég því fram að aukin þátttaka kvenna í stjórnun, og þar með nokkur áhrif þeirra á hugi þeirra herskáu karla sem þar ráða, sé mikilvæg í baráttunni fyrir friði milli manna á jörðunni, friði við okkur sjálf og friði við jöröina. Það kæmi körlum til góða ekki síður en konum. Konur sem mótandi afl Konur verða að ætla sér hlut við mótun nýs gildismats og nýs samskiptaforms þar sem ekki er byggt á gróða og valdi eins yfir öðrum eða sífellt auknum hagvexti og arðráni á auði jarðar heldur stefnt að rétt- látri skiptingu jarðar gæða og mannúð- legum samskiptum heima og heiman. Ég trúi ekki að margar konur sjái hag sinn bættan eða frelsi sitt aukið með ótak- mörkuðum séreignarétti, svonefndu at- vinnufrelsi og frelsi fjármagns frjálshyggju- mannanna. Óheft auðhyggjan mun aðeins arðræna konur og lítillækka enn hatramm- legar en nokkru sinni fyrr með lægstu launum og svonefndu kostnaðarverði á heilsupæslu, menntun og félagslegri þjón- ustu. I „frelsinu“ blómstrar líka klámiðn- aðurinn. Þessum öflum er það fyrst og fremst í hag að vinstri menn, bæði konur og karlar, standi sundraðir. Daglegt líf kvenna í 3. heiminum snýst um fæðu öflun og matseld. Ég sé því þá einu leið fyrir konur í frelsisbaráttu - auk þess sem þær bindast samtökum sín í milli sér sjálfum til stuðn- ings - að taka höndum saman við þau stjórnmálaöfl sem vilja og geta barist gegn gróðahyggjunni, hernaði og arðráni á fólki og auðlindum jarðar. Jafnframt þurfa þessi stjórnmálaöfl að leggja miklu meiri áherslu, en hingað til hefur verið gert, á baráttuna fyrir jöfnuði á milli karla og kvenna. Reykjavík, 28. jan. 1985 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.