Réttur


Réttur - 01.01.1985, Síða 19

Réttur - 01.01.1985, Síða 19
Friedmans um óbeina hagstjórn með pen- ingamálaaðgerðum eða með tilbrigðum Keynes um beinar fjármálaaðgerðir hins opinbera á frjálsa markaðnum. Hvert sem litið er í hinum kapítalíska heimi blasa við þær staðreyndir, að þessi kenning er mjög erfið í framkvæmd, og þar sem verið er að reyna að framkvæma hana með pólitískri hörku, verður fyrir rnanni atvinnuleysi og mikið misvægi í tekjum og eignum. Eitt besta minnismerki og tákn fyrir Þessa kenningu hangir uppi í salarkynn- um Sambands íslenskra tryggingarfélaga. Það er að vísu 200 ára gamalt og frú Ellen Sighvatsson gaf Sambandinu þennan kjörgrip. Petta er veggskjöldur, og á hann er letrað stórum stöfum „Fire Mark Sun Insurance Company" og ártalið. Á þessum tíma, eins og enn er í Bret- landi, var mönnum frjálst, hvort þeir tryggðu húseignir sínar gegn bruna eða ekki, og þá hjá hvaða vátryggingarfélagi. Samkeppnin var ofsaleg og einn liður hennar var að koma upp og reka eigið slökkvilið eða semja við slökkvilið sem verktaka. Hins vegar stóðu hús þétt og voru stundum byggð í röð og því kom upp ruglingur í slökkvistörfum, sem olli lang- vinnum deilum. Gripu þá vátryggingar- félögin til þess ráðs að gera þessa vegg- skildi til að hengja upp á „sín“ hús til að- greiningar, og gat þá slökkviliðsstjórinn hjá Sun Insurance Co. keyrt framhjá með góðri arðsemissamvisku, þegar hann hafði sannfært sig um, að hús annars vá- tryggingarfélags var að brenna. Síðan hafa þeir í London náð svo langt t samneyslunni að borgin hefur komið sér UPP slökkviliði. Það er engin furða, þótt næturvarðar- kenningin sé erfið í framkvæmd, því að hún reiknar ekki með framþróun. Við tækniframfarir og aukinn hagvöxt eykst velmegun að öðru jöfnu. En með batn- andi þarfafullnægju verða til nýjar þarfir. Og þá sýnir reynslan, að þeim þörfum er ekki hægt — með árangri — að beina til samkeppnisaðilanna á frjálsa markaðn- um, sem hefur leitt til þess að kröfurnar beinast að hinu opinbera. Einkum er þetta ljóst á sviði fátækra- framfærslu, uppfræðslu og heilbrigðis- mála. Ein höfuðorsök þess, að umsvif hins opinbera hafa aukist svo mjög á undan- förnum áratugum liggur í því, að samfara aukinni þekkingu, tækniframförum og hagvexti hefur alihenn velmegun aukist. Pað fylgir svo aukinni velmegun, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, að gerðar eru auknar kröfur til þjónustu af hálfu hins opinbera. Það er alger sam- fylgni milli opinberra umsvifa og velferð- ar fólksins í öllum þjóðlöndum heims. Sú aðferð, sem mest er notuð til að gefa vísbendingu um efnahagslega vel- megun þjóða er að deila höfðatölunni upp í heildarþjóðartekjurnar. Ég játa, að þessi mælikvarði er ekki einhlítur, sér- staklega er varðar jöfnuð í lífskjörum, en annan betri hafa menn ekki fundið, eink- um sem samanburðargrundvöll. Samanburður milli kapítalískra ríkja í heiminum í dag sýnir, svo að ekki verður um villst, að því hærri sem þjóðartekjurn- ar eru á mann, þeim mun meiri er hlut- deild hins opinbera í þjóðarbúskapnum. Af hverju eru menn að fela fyrir sér þessar staðreyndir í þjóðmálaumræðunni í dag hér á íslandi? III. Hér tala menn um það sem lausnarorð í íslenskum þjóðarbúskap að skera niður 19

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.