Réttur - 01.01.1985, Page 50
herjarráð Sameinuðu þjóðanna hefur
samþykkt ályktun þar sem slegið er föstu
að síonisminn sé kynþáttastefna.
Síonisminn talar um Stór-ísrael, sem
nær frá Níl í Egyptalandi til Eufrat í írak.
Þetta er ekki draumur í bók frá lokum
síðustu aldar (hér á Samir við “Gyðinga-
ríkið“ eftir Theodor Herzl, sem talinn er
upphafsmaður síonismans). — Eetta er
blákaldur raunveruleikinn. Síonistarnir í
ísrael eru stöðugt að gera nýjar áætlanir
um að færa landamærin út. Sameinuðu
þjóðirnar samþykktu 1947 ákveðna skipt-
ingu Palestínu. Ári seinna höfðu síonist-
arnir hernumið miklu stærra svæði. Árið
1967 réðst ísrael á arabísku nágrannarík-
in og hernam það sem eftir var af Palest-
ínu, þ.e.a.s. Gaza og Vesturbakkann
ásamt Sínaí í Egyptalandi og Golan-hæð-
unum. Árið 1982 réðst ísrael, með há-
þróuðustu stríðstækjum og með stuðningi
Bandaríkjanna, á líbönsku þjóðina og
palestínsku flóttamennina í Líbanon. Til-
gangur þess stríðs var í upphafi sagður
verða að „hreinsa til“ og það átti ekki að
standa lengi. En enn þann dag í dag eru
ísraelsmenn í Líbanon og treysta stöðugt
stöðu sína.
Auk þessara árása í formi opins stríðs,
hefur ísrael alla tíð beitt arabísku ná-
grannalöndin yfirgangi. Árið 1969 réðst
ísraelsk hersveit á Beirútflugvöllinn og
eyðilagði 13 farþegaflugvélar — þ.e.a.s.
svo til allan farþegaflugflota Líbanon, —
og drap fjölda fólks á flugvellinum.
Ástæðan, sem gefin var fyrir þessu, var
sú að Palsetínumaður sem flogið hafði
frá Beirútflugvelli, greip til vopna í ísra-
el. í febrúar árið 1973 var farþegaflugvél
frá Líbíu með 108 manns um borð skotin
niður á alþjóðlegu flugsvæði — eftir að
flugmaðurinn hafði neitað að lenda á
ísraelskum flugvelli. ísraelsmenn sögðust
vilja athuga suma farþegana nánar. Fyrir
nokkrum árum réðst ísraelski flugherinn
á kjarnorkuver í írak. Peirri ógn, sem ís-
rael stafaði af því, að arabar höfðu þessa
tækni á valdi sínu, var svarað með því að
sprengja verið í loft upp. Og fyrir nokkr-
um vikum var líbanskt farþegaskip, sem
var innan landhelgi Líbanon (8 km frá
Beirút), þvingað til ísraelskrar hafnar.
Farþegarnir voru rannsakaðir nákvæm-
lega og nokkrir óbreyttir borgarar eru
enn í haldi. Til að gæta hagsmuna sinna
beitir ísrael þaulhugsuðum árásaraðgerð-
um — algjörlega að eigin geðþótta.
Ísraelsríki var stofnað, fest í sessi og
eflt með villimannlegustu ógnaraðferð-
um. Þeir gyðingar, sem komu til Palest-
ínu fyrir 1948, stofnuðu hryðjuverka-
sveitir sem gerðu árásir til að hræða Pal-
estínumenn úr landi. Þessar sveitir voru
vel skipulagðar, þegar Ísraelsríki var
stofnað. Eitt af mörgum dæmum eru fjölda-
morðin í bænum Deir Yassin, þar sem
254 íbúar voru myrtir 1948. Forystumað-
ur þeirrar hryðjuverkasveitar, sem
ábyrgð bar á ódæðinu, Menahem Begin,
sagði nokkrum árum síðar: „Án sigurs-
ins í Deir Yassin væri Israelsríki ekki til.“
Núverandi forsætisráðherra, Yaitzhak
Shamir, var foringi Stern-hópsins, sem
meðal annars myrti Folke Bernadotte,
þegar hann var í Palestínu sem sáttasemj-
ari Sameinuðu þjóðanna. Hryðjuverk
með sama markmiði: að hræða burt Pal-
estínumenn, eru unnin daglega á Vestur-
bakkanum og Gaza. Daglega eru hús
sprengd í loft upp til að hegna fjöl-
skyldum manna, sem hafa tekið þátt í
baráttunni gegn síonistum. Heilum bæj-
um er refsað með einangrun: vatn,
rafmagn, flutningar — fyrir allt ér lokað.
Hóphegning —- fasísk aðferð. í stríðinu
1982 var íbúum Vestur-Beirút haldið í
50