Réttur


Réttur - 01.01.1985, Side 52

Réttur - 01.01.1985, Side 52
og af svæðinu í kring um Beirút. Frá stríðsbyrjun og fram á þennan dag hefur ísrael beðið mikið afhroð. Opinberar tölur um fjölda fallinna og særðra eru fjarri sanni. Bandarísku og frönsku „friðarsveitirnar“ sem áttu að halda and- stöðubaráttunni í skefjum, neyddust til að hverfa úr landi eftir verulega ósigra. 17. maí-sáttmálanum svokallaða milli’ Líbanon, ísrael og Bandaríkjanna hefur þegar verið sagt upp. Fasísku hægrisveit- irnar, sem njóta beins stuðnings frá ísrael og Bandaríkjunum, og líbanski herinn, sem var reistur við fyrir tugi milljóna doll- ara beint frá Bandaríkjunum, hafa beðið mikið afliroð. Nýlega hafa tilraunir Sýrlendinga til að binda enda á innanlandsátökin í Líbanon borið árangur og stríðsaðilar hafa komið sér saman um friðarskilmála. Ástæðan fyrir því, að hægriöflin hafa gengið að þessum skilmálum, er sú, að þau hafa í seinni tíð beðið stöðugt fleiri ósigra og mætt sívaxandi andstöðu. En hagsmuna Bandaríkjanna og ísraels hefur ekki verið gætt. Samkomulagið mun þvi sennilega ekki leiða til varanlegs friðar í landinu. Fasista- sveitirnar hafa fengið tíma til að safna kröftum, Bandaríkin og ísrael halda áfram að leggja á ráðin, og það er ekki þeim í hag að hin þjóðlegu, framsæknu öfl í Líb- anon fái með aðstoð Sýrlendinga hlut- deild í stjórn landsins. Sá friður, sem Bandaríkin og ísrael eru að reyna að koma á í Líbanon, felst í því, að fasist- arnir brjóti á bak aftur alla andstöðu og semji við ísrael. Óttast má nýjar árásir. Bakvið Hitler stóð þýska einokunarauðvaldið, — bakvið ísrael stendur bandaríska heinis- valdastefnan, — hvort uin sig svartasta aftur- hald síns tíma. 53

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.