Fréttablaðið - 17.03.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.03.2009, Blaðsíða 8
 17. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR DÓMSMÁL Karl Georg Sigurbjörns- son lögmaður, sem ákærður var fyrir fjársvik í tengslum við sölu á tíu stofnfjárbréfum í Spari- sjóði Hafnarfjarðar fyrir nokkr- um árum, var sýknaður í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, telur líklegt að dómnum verði áfrýjað til Hæsta- réttar. Karli Georg er létt enda kveðst hann hafður fyrir rangri sök. Hann telur að „ákæruvaldið hafi farið af stað með þetta mál í besta falli af vankunnáttu en í versta falli af illfýsni. Það er mín til- finning,“ segir hann og bendir á að hann hafi sem lögmaður unnið „fullt af málum sem snúa að emb- ætti ríkislögreglustjóra“. Þegar farið hafi verið fram gegn sér af offorsi hafi hann farið að „hugsa sinn gang, hvort einhverjir embættismenn fari í illsakir við mig af því að ég vinn mitt starf sem lögmaður. Ég hef ákveðna skoðun á því. Ég tel að ákveðnir menn innan embættis- ins hafi farið gegn mér af offorsi,“ segir hann og telur einn fremstan í flokki. Það er „Jón H. B. Snorra- son en ég get ekki fullyrt hvort hann standi á bak við þetta eða ekki. Það er bara mín skoðun.“ Karl Georg segir að ákæran hafi mikil áhrif á sig, bæði sem persónu og lögmann. „Staða sak- bornings er mjög vont mál, hvað þá að vera ákærður, þannig að þetta skaðar mig. Mitt starf geng- ur út á trúverðugleika. Þegar ég sem hæstaréttarlögmaður er ákærður fyrir fjársvik hefur það slæm áhrif,“ segir hann. Helgi Magnús telur „sorglegt ef vesalings maðurinn“ heldur að ákæruvaldið hafi farið fram af ill- fýsni, svo fráleitt sé það. Ákæru- valdið elti ekki ólar við slíkt. „Ég veit ekki hvað ætti að kalla fram þau viðbrögð. Það er algjörlega fráleitt. Sá sem hér situr og gaf út ákæru hefur sennilega aldrei átt nein samskipti við Karl Georg fyrr en í þessu máli,“ segir hann. Helgi Magnús bendir á að Jón H. B. Snorrason hafi ekki gefið út ákæruna. „Ég veit ekki til þess að hann beri kala til manna. Ég tók þá ákvörðun að gefa út ákæru,“ segir Helgi Magnús og telur leitt ef Karl Georg heldur sig „ofsótt- an.“ Jón H. B. Snorrason, aðstoðar- lögreglustjóri höfuðborgarlög- reglu og saksóknari, segir að lög- menn eigi rétt á því að vera ekki samsamaðir þeim sem þeir vinna fyrir. „Karl Georg má treysta því. Mér finnst þetta dæma sig sjálft. Þetta er býsna langsótt og alveg tilefnislaust,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Ég tel að ákveðnir menn innan embættisins hafi farið gegn mér af offorsi. KARL GEORG SIGURBJÖRNSSON LÖGMAÐUR Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Kúplingar NÝ SALATLÍNA FRÁ SÓMA SEM BYGGÐ ER Á LANGRI REYNSLU AF SAMLOKUGERÐ MÍN ÁKVÖRÐUN „Ég tók þá ákvörðun að gefa út ákæru,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sýknudómurinn léttir fyrir lögmann Hæstaréttarlögmaður var sýknaður af ákæru um fjársvik í tengslum við sölu á stofnfjárbréfum í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Telur farið gegn sér af offorsi og Jón H. B. Snorrason standa þar að baki. „Langsótt og alveg tilefnislaust,“ segir Jón. VANKUNNÁTTA EÐA ILLFÝSNI Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í fjársvikamáli á hendur Karli Georg Sigurbjörnssyni. Karl Georg var sýknaður af ákæru um fjársvik þegar hann hafði milligöngu um kaup á stofnfjárbréfum í Spari- sjóði Hafnarfjarðar. Karl Georg telur að „ákæruvaldið hafi farið af stað með þetta mál í besta falli af vankunnáttu en í versta falli af illfýsni. Það er mín tilfinning.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NORÐUR-ÍRLAND, AP Lögregla á Norður- Írlandi handtók í gær fleiri meinta liðs- menn klofningshóps úr Írska lýðveldisher- num, IRA, sem grunaðir eru um að tengjast morðum sem framin voru fyrr í mánuðin- um á breskum her- og lögreglumönnum. Alls eru nú ellefu manns í haldi vegna rannsóknar þessara mála. Þeir tveir sem handteknir voru í gær eru 27 og 31 árs gamlir og grunaðir um að tengjast morði á lögregluþjóni 9. mars. Þeir níu sem handteknir voru í síðustu viku eru ýmist grunaðir um aðild að þeirri skotárás eða árás sem gerð var tveimur dögum fyrr á herstöð í Antrim, vestur af Belfast. Martin McGuinness, næstæðsti leiðtogi Sinn Fein, flokks lýðveldissinna, sagðist vera sannfærður um að samfélagið sam- einaðist gegn ógninni af ofbeldishneigðum klofningshópum sem vildu halda borgara- stríðinu áfram. McGuinness var sjálf- ur einn af leiðtogum IRA á sínum tíma en hann er nú í forystu heimastjórnarinnar, þar sem lýðveldis- og sambandssinnar deila völdum. Klofningshóparnir eru að reyna að grafa undan ákvörðun IRA frá árinu 2005 um að segja skilið við ofbeldi og afvopnast. - aa MARTIN MCGUINNESS Ellefu manns hafa verið handteknir vegna pólitískra morða á Norður-Írlandi: Friðarspillum engin grið gefin VINNUMARKAÐUR Eggert Guðmunds- son, forstjóri HB Granda, segir að engar óskir hafi komið frá starfs- mönnum um að standa við launa- hækkun sem taka átti gildi um síð- ustu mánaðamót en frestað hefur verið fram í júní. 150 milljóna arð- greiðslur til eigenda félagsins hafa sætt gagnrýni í ljósi þess að launa- hækkununum var frestað. Eggert segist munu fara yfir málin með starfsmönnum og for- ystu verkalýðshreyfingarinnar á föstudag. HB Grandi búi við mikla rekstraróvissu en hafi tekist að halda sjó. Arðgreiðslan sé hófleg eins og alla jafna hjá félaginu. Eggert vill ekki svara því hvort til greina komi að láta launahækk- unina koma til framkvæmda. Hann segir að með arðgreiðslunni sem nemur 150 milljónum króna sé fjármagni í starfseminni veitt „lítils háttar umbun“. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur skorað á stjórn HB Granda að láta launahækkanirnar standa. Kristj- án Gunnarsson, formaður Starfs- greinasambandsins, segir arð- greiðslurnar siðlausar og þá hefur Efling fordæmt þær. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir stjórnend- ur HB Granda hugsa um alla hags- muni sem félaginu tengjast. Hann reiknar með því að arðgreiðslan eigi að stuðla að því að halda fjár- festahópnum saman. - ghs Forstjóri HB Granda segir engan hafa óskað eftir að laun verði hækkuð strax: Forstjóri segir fjármagni umbunað BIÐJA EKKI UM HÆKKUN Farið verður yfir málið með starfsfólki HB Granda á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.