Fréttablaðið - 17.03.2009, Side 10

Fréttablaðið - 17.03.2009, Side 10
10 17. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 29 Velta:98 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 223 +0,34% 572 +0,21% MESTA HÆKKUN FØROYA BANKI +0,96% BAKKAVÖR +0,69% MESTA LÆKKUN ÖSSUR -2,39% MAREL FOOD -1,22% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 2,80 +0,00% ... Atlantic Airways 171,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 235,00 +0,00% ... Bakkavör 1,45 +0,69% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 0,75 +0,00% ... Føroya Banki 105,00 +0,96% ... Icelandair Group 11,20 +0,00% ... Marel Food Systems 48,70 -1,22% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Össur 73,50 -2,39% Veltuaukning gæti numið 32 millj- örðum króna í verslun og þjónustu hér innanlands á árinu vegna tekna af ferðafólki sem hingað kemur og samdrætti í útgjöldum Íslendinga erlendis. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar við Háskólann á Bifröst, Ferða- mannaverslun í kjölfar efnahags- samdráttar. „Á síðasta ársfjórðungi ársins 2008 fækkaði erlendum ferða- mönnum til Íslands miðað við sama ársfjórðung ársins á undan um 1,3 prósent. Hins vegar eyddi hver erlendur ferðamaður að jafn- aði meira en helmingi hærri upp- hæð í neyslu hér á sama tímabili,“ segir í skýrslunni og vitnað í tölur Seðlabanka Íslands. Greiðslukortanotkun Íslendinga erlendis dróst hins vegar saman um 39,6 prósent á síðasta ársfjórðungi 2008 miðað við sama tíma 2007. Þá fækkaði á fyrstu tveimur mánuð- um þessa árs ferðum Íslendinga til útlanda um 47 prósent miðað við fyrra ár og heimsóknum erlendra ferðamanna um 5,8 prósent. „Spáð er að aukin neysla á Íslandi 2009, vegna breytinga á efnahagsástandi og ferðalögum, verði 32 milljarð- ar króna. Af þeirri upphæð verði 6,4 milljörðum varið til íslenskrar verslunar.“ - óká FERÐAMENN Í VERSLUN Fall krónunnar veldur því að innlend verslun eykst held- ur, bæði vegna útlendinga og Íslendinga sem halda sig heima. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Aukin velta í samdrætti Eignir Straums eru á útsölu og líklegt að tilvist bankans færist í sögubækur. Líklegt er að kröfuhafar fái inn- lenda starfsemi bankans í hendur eftir nokkrar vikur. Straumur greindi frá því í gær að helmingshlutur í tékkneska fjár- festingabankanum Wood & Comp- any hafi verið seldur öðrum eig- endum Wood fyrir tíu milljónir evra, jafnvirði 1,4 milljarða króna. Þeir tóku við stjórninni í gær. Þá greindi breska viðskiptablað- ið Financial Times frá því í gær að Teathers í Bretlandi væri í sölu- meðferð og hafði eftir Nick Staggs forstjóra að líklegt sé að fyrirtæk- ið skipti um hendur fyrir vikulok- in. Eftir standa Stamford Partners og finnska fjármálafyrirtækið EQ sem líklegt er talið að hljóti sömu örlög. Ákvæði í sölusamningi Wood & Company felur í sér að Straum- ur fær þrjátíu prósent af hagn- aði tékkneska bankans næstu tvö árin, þó að hámarki fimm milljón- ir evra, jafnvirði rúmra 750 millj- óna króna. Straumur keypti tékkneska bankann fyrir einu og hálfu ári, eða um mitt ár 2007. Kaupverð var ekki gefið upp en ætla má, miðað við þá skuldbindingu sem stóð eftir á Straumi, að það hafi numið um 50 milljónum evra, jafnvirði sjö milljörðum króna á núvirði. Söluverðið nú er þessu samkvæmt fimmtungur af kaupverði. Óvíst er hvað verður um þá starfsemi sem eftir stendur af Straumi hér. Líklegt er að skila- nefnd Straums óski eftir því að bankinn fái heimild til greiðslu- stöðvunar ýmist í dag eða á næstu dögum. Í framhaldinu verði sett á lagg- irnar eignarhaldsfélag um þær eignir sem eftir standa af Straumi innan nokkurra vikna. Það verður í eigu kröfuhafa. Sex hundruð manns starfa hjá Straumi í Evrópu, þar af hundr- að hér. Reikna má með að stórum hluta verði sagt upp en einhverjir verði ráðnir til starfa með skila- nefndinni. Skilanefnd og kröfuhöfum var kynnt staðan í síðustu viku og tóku þeir vel í þær hugmyndir sem þar var velt upp, að sögn Georgs And- ersens, framkvæmdastjóra upp- lýsingasviðs Straums. jonab@markadurinn.is FORSTJÓRINN FYRRVERANDI OG STJÓRNARFORMAÐURINN Líklegt þykir að kröfuhafar fái í hendur afganginn af eignum Straums að eignasölu lokinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ólíklegt að nýr banki rísi úr rústum Straums

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.