Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2009, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 17.03.2009, Qupperneq 24
20 17. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR Á föstudagskvöld var frumsýning á stóra sviði Þjóðleikhússins. Þrett- ándakvöld Shakespears á þrettánda kvöldi mars. Hér er valið að leika með hálfgrímur og strika út skír- skotanir og samtímaívitnanir auk gagnrýni á kirkjuna, sem gerir það að verkum að erfiðara er að skilja angist hins hlekkjaða þjóns í einu af lokaatriðum verksins. Þetta var skemmtileg sýning, en það var sorglegt að hlusta á radd- beitingu nokkurra ungu leikar- anna, ekki bara sorglegt heldur hreinlega erfitt. Margir gullmol- ar hins stórgóða texta sem skipt- ir sköpum í verkinu fóru algerlega fyrir ofan garð og neðan hjá áhorf- endum og þeir sem sátu lengst frá sviðinu skildu ekki hvað sagt var á köflum. Það er leiðinlegt því sýningin sem myndræn upplifun var hreint stórskemmtileg og Arnar Jónsson naut sín til fulls í Malvólíó þjóni sem gabbaður var svo illilega. Helgi Hálfdanarson sá mæti þýð- andi lést á þessu ári og hefði mátt sýna honum og texta hans virðingu með því að koma honum betur til skila. Það er grundvallarmunur á leiklistarmenntun þeirra sem eldri eru og þeirra sem við eiga að taka, að hið talaða orð og meðferð texta í skóla nútímans er í einhvers konar aukahlutverki. Aðferð leikstjórans, hins argent- ínska Rafael Bianciotto, að bregða fyrir sig stíl commedía dell arte í bland við trúðafræði. Mikill munur var á leik hinna þaulreyndu og nemanna en þetta er engu að síður mjög skemmtilegt aðferð. Vinnukonan María sem Ragn- heiður Steindórsdóttir léði líf var kostuleg og hnitmiðuð og fyndin og hvert orð sem undan grímunni hraut skildist. Guðrún S. Gísladótt- ir fer með hlutverk Fjasta, trúðsins sem tekur þátt í því að fífla þjón- inn Malvolíó. Gríma sú sem Guð- rún bar var eins og ýkjur af hennar eigin andlitsdráttum og því vakti það mikla kátínu þegar hún lyftir henni af sér á einum tímapunkti. Guðrún smýgur léttilega inn í gervi hins undirförla litla manns sem einnig tekur upp hreyfingar kattarins. Eggert Þorleifsson leikur Andrés Agahlý, heldur huglausan pilt, en Eggert lyftir smáatriðum þannig að hvert orð og hver hreyfing kall- ar á hlátur áhorfenda. Arnar Jóns- son fór snilldarlega með hið erfiða hlutverk Malvólíó. Erfitt er hlut- verkið sökum þess að það er í því meiri dýpt og gagnrýni og angist en lestraraðferð þessarar sýningar vildi við hafa. Arnar er hér að stíga sín fyrstu spor með Shakespeare (furðulegt en það er víst tilfellið) og vonandi heldur hann áfram á sömu braut því meðferð tungunnar, eins og honum er tamt, á svo sann- arlega við í verkum meistarans. Lilja Nótt Þórarinsdóttir fór með hlutverk Olívíu sem missir sig algerlega í ást á þjóninum og sendi- boðanum. Hún fer vel með texta og hefur sterka útgeislun og nær- veru. Walter Geir Grímsson sem skipstjórinn í sjóliðadressinu var óborganlegur. Hann er fimur og flinkur og flengist um sviðið eins og engispretta. Það verður gaman að fylgjast með honum í framtíð- inni. Búlki sem Hannes Óli Ágústs- son ljær fullt líf er stórt og mikil- vægt hlutverk. Sú hugmynd að láta hann reyna á röddina og skrums- kæla hana oní barkann var mikill misskilningur. Svona teiknimynd- araddbeiting verður svo mikil and- stæða við þá sem beita röddinni sem hljóðfæri. Þrátt fyrir þetta hefur Hannes Óli mikla og sterka nærveru. Bjartur Guðmundsson náði í hlutverki Orsínó að skapa spætu- legan spjátrung en misbeitti einnig röddinni þannig að óþægilegt var á að hlýða. Aðrir leikendur stóðu sig vel þó svo að raddbeiting hafi verið erfið. Leikmyndin var einföld og smart, lýsing var smekkleg, tónlist- in góð með músíkmeistarana sýni- lega í stúkunum til beggja handa. Ein lína í búningunum, þessi rjó- magulu föt án eiginlegrar tíma- skírskotanna var vel til fundið og smart. Það er alveg óhætt að kynna meistara Shakespeare fyrir ung- viði landsins með þessari sýn- ingu. Elísabet Brekkan Áfram Shakespeare LEIKLIST Þrettándakvöld eftir William Shakespeare í þýð- ingu Helga Hálfdanarsonar Leikstjóri: Rafael Bianciotto Leikmynd og búningar: Helga I Stefánsdóttir Tónlist: Gunnar Karel Másson og Haraldur Rúnar Sverrisson Grímugerð: Högni Sigurþórsson Raddþjálfun og raddsetningar: Kristjana Stefánsdóttir. ★★★ Skemmtileg sýning með ungum leik- urum sem kunna ekki á rödd sína Veljum íslenskt ALLT SEM HÚN ÞRÁÐI VAR BARA SMÁ YFIRDRÁTTUR BYGGT Á METSÖLUBÓKINNI ★★★★ S.V Mbl. ★★★★ empire STÆRSTA OPNUN Í USA Á ÞESSU ÁRI! FRÁ LEIKSTJÓRA 300 KEMUR FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS 2009! MYNDIN ER BYGGÐ Á SÖGU SEM TIMES HEFUR M.A. VALIÐ SEM EINA AF BESTU ENSKU SKÁLDSÖGUM SÍÐUSTU ALDAR. Óskarsverðlaunaleikararnir Penélope Cruz og Ben Kingsley fara á kostum ásamt Dennis Hopper og Patricia Clarkson í þessari mögnuðu mynd frá spænska leikstjóranum Isabel Coixet. ÁLFABAKKA SELFOSS AKUREYRI KRINGLUNNI KEFLAVÍK WATCHMEN kl. 5D - 8D - 10:30D 16 WATCHMEN kl. 5 - 8 VIP ELEGY kl. 5:50 - 8 - 10:10 12 GRAN TORINO kl. 8 12 SHOPAHOLIC kl. 5:50 - 8 L DESPEREAUX m/ísl. tali kl. 5:50 L FRIDAY THE 13TH kl. 10:10 16 CHIHUAHUA m/ísl. tali kl. 5:50 L BENJAMIN BUTTON kl. 8:30 7 WATCHMEN kl. 6D - 9D 16 GRAN TORINO kl. 5:30D - 8D - 10:30D 12 SHOPAHOLIC kl. 6 - 8:10 L DEFIANCE kl. 10:20 16 WATCHMEN kl. 8 16 MARLEY AND ME kl. 8 L GRAN TORINO kl. 10:20 12 WATCHMEN kl. 6 - 9 16 SHOPAHOLIC kl. 6 L GRAN TORINO kl. 8 - 10:20 12 BENJAMIN BUTTON kl. 8:30 örfáar sýningar 7 HE´S JUST NOT THAT INTO YOU kl. 8 12 DEFIANCE kl. 10:30 16 ÞRIÐJUDAGSBÍÓ - Í DAG - KR. 500 GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR OG VIP NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 16 16 L 16 L 12 L L MARLEY AND ME kl. 5.50 - 8 - 10.10 ÆVINTÝRI DESPERAUX kl. 5.50 VILTU VINNA MILLJARÐ kl. 8 FROST/NIXON kl. 10.10 L L 12 14 WATCHMEN D kl. 5 - 8 - 10.30 WATCHMEN LÚXUS D kl. 5 - 8 MARLEY AND ME kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE INTERNATIONAL kl. 8 - 10.30 ÆVINTÝRI DESPERAUX kl. 3.40 VILTU VINNA MILLJARÐ kl. 5.30 - 8 THE PINK PANTHER 2 kl. 4 - 6 SKÓGARSTRÍÐ 2 kl. 3.45 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á L L L 12 14 14 L LAST CHANCE HARVEY kl. 5.50 - 8 - 10.10 MARLEY AND ME kl. 5.30 - 8 - 10.30 ÆVINTÝRI DESPERAUX kl. 6 MILK kl. 8 THE WRESTLER kl. 10.30 THE READER kl. 8 - 10.20 VICKY CRISTINA BARCELONA kl. 5.50 5% SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000 16 12 L L THE INTERNATIONAL kl. 5.30 - 8 - 10.30 HE´S JUST NOT THAT INTO YOU kl. 6 - 9 THE PINK PANTHER 2 kl. 6 - 8 - 10 FANBOYS kl. 5.50 - 8 - 10.10 600kr. fyrir börn 750kr. fyrir fullorðna MYNDIN ER BYGGÐ Á SÖGU SEM TIMES HEFUR M.A. VALIÐ SEM EINA AF BESTU ENSKU SKÁLDSÖGUM SÍÐUSTU ALDAR - bara lúxus Sími: 553 2075 WATCHMEN kl. 7 og 10 16 ÆVINTÝRI DESPEREAUX kl. 6 - Ísl.tal L HE’S JUST NOT THAT INTO YOU kl. 8 og 10.30 12 VILLTU VINNA MILLJARÐ kl. 5.45, 8 og 10.15 12 ★★★★★ - S.V., MBL ★★★★★ - L.I.L., Topp5.is/FBL ★★★ - S.V. MBL POWERSÝNING KL. 10 Á STÆRSTA TJALDI LANDSINS MEÐ DIGITAL MYND OG HLJÓÐI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.