Fréttablaðið - 18.03.2009, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 18.03.2009, Blaðsíða 15
Sögurnar... tölurnar... fólkið... Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 17. mars 2009 – 11. tölublað – 5. árgangur Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Bandaríski bankinn JP Morgan og Seðlabankinn veltu þeirri hugmynd upp eftir bankahrunið í haust að færa innlán úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju en skilja aðrar eignir eftir í gömlu bönkunum, sem yrðu eignaumsýslufélög og sjá um fjárhagslega end- urskipulagningu stærstu fyrirtækja landsins. Þrota- bú gömlu bankanna og kröfuhafar myndu taka á sig allt tap. Eignaumsýslufélögin myndu síðan kaupa til baka öll verstu lán sem lágu í nýju bankana. Kostnaður við færslu á milli gömlu bankanna og nýju yrði enginn að undanskildum innlánum bank- anna, sem metin yrðu á 1.300 milljarða króna. Skildi litið á þau sem ígildi greiðslu í reiðufé. Gert var ráð fyrir að enduruppbygging banka- kerfisins tæki stuttan tíma og myndi standa eftir tiltölulega lítið bankakerfi. Það myndi svara til 1,5- faldrar landsframleiðslu. Það gamla jafngilti tí- faldri landsframleiðslu. Eftir því sem næst verður komist stóð Fjármála- eftirlitið (FME) frammi nokkrum möguleikum í haust. Eftirlitið varð nær einráða um endurskipulagn- ingu bankageirans við setningu neyðarlaga í okt- óber. Það valdi þá leið að taka yfir innlendar eignir bankanna til að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna hér. Alþjóðleg starfsemi var skil- in frá innlendri starfsemi. Þá yfirtóku nýju bank- arnir allar innstæðuskuldbindingar gömlu bank- anna hér auk stærsta hluta þeirra eigna sem tengj- ast íslenskri starfsemi. Í kjölfarið hófst vinna við verðmat á gömlu og nýju bönkunum. Breska fjármálafyrirtækið Oli- ver Wyman sér um verðmat nýju bankanna og mun það liggja fyrir í næsta mánuði. Áætlað er að bank- arnir gefi út skuldabréf upp á tæpa fjögur hundr- uð milljarða, sem rennur til þeirra gömlu í skipt- um fyrir eignir. Viðmælendur Markaðarins segja þetta afar kostnaðarsama lausn. Hætta sé á að það verði of þunglamalegt og geti reynt bönkunum ofviða. Því hafi verið betra að fara að tillögum JP Morgans á sínum tíma fremur en FME. Sambærilegar hugmyndir og þær sem JP Morg- an og Seðlabankinn höfðu uppi á borðinu í fyrra- haust hafa gengið í endurnýjun lífdaga í tillögum sem Jón Gunnar Jónsson hefur unnið. Jón hefur um árabil starfað hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch víða um heim en tillögurnar hefur hann kynnt þingmönnum og öðrum embættismönn- um síðustu vikur. Tillögurnar ganga nokkuð lengra en hugmynd- ir JP Morgan en í þeim felst meðal annars að fyr- irtæki verði ráðið sem hafi reynslu af því að þefa uppi eignir sem komið hafi verið undan í skjólum. Jón nefnir bandaríska ráðgjafarfyrirtækið Kroll Associates sem dæmi en það hefur þefað uppi eign- ir Saddams Husseins, fyrrum einræðisherra Íraks, sem hann hafði komið undan. Ein leið af mörgun valin í endurreisn Bandaríski bankinn JP Morgan vildi byggja upp lítið banka- kerfi eftir hrunið með ódýrum hætti. FME kaus aðra leið. Göngum hreint til verks! Bandaríkin Finnland Svíþjóð Indónesía Malasía S-Kórea Taíland Eignir (milljarðar dollara) 480 9,1 14,6 64,3 14,7 111,2 24 Yfirfærð hraklán (sem hlutfall af lánum) 8,00% 5,20% 7,20% 76,40% 7,40% 29,80% 18,70% Endurheimtur 85% 54% 74% 28% 58% 55% 49% Eignaumsýslufélag RTC Arsenal Securum Retriva IBRA Danaharta KAMCO FRA Ár 1989-1995 1992-2000 1992-1997 1997-2004 1997-2005 1962(97) 1997-2013 - núna *Heimild: Samantekt Jóns Gunnars Jónssonar, febrúar 2009. E N D U R H E I M T U R E I G N A R U M S Ý S L U F É L A G A F Y R R I Á R A * Samdráttur hjá Nokia | Finnski farsímarisinn Nokia ætlar að segja upp um 2.000 manns fram til loka næsta árs vegna samdráttar en efnahagskreppan hefur valdið því að farsímar renna ekki leng- ur út sem heitar lummur. Óvænt hamarshögg | Nýbygg- ingar jukust um 22 prósent í Bandaríkjunum í febrúar, sam- kvæmt tölum viðskiptaráðuneyt- isins þar í landi sem birtar voru í gær. Tölurnar komu á óvart en mörg ár eru síðan jafn tíðindalít- ið hefur verið í bygginga- og fast- eignageiranum vestra. Reiður bankastjóri | Ben Bern- anke, seðlabankastjóri Bandaríkj- anna, sagðist í fréttaskýringa- þættinum 60 mínútum um helg- ina, hafa orðið ævareiður vegna ábyrgðaleysis stjórnenda trygg- ingarisans AIG. Viðtalið er talið merki um að stjórnvöld vilji gera sig sýnilegri en áður. Skrúfa ekki fyrir | Samtök olíu- framleiðsluríkja (OPEC) ákváðu á fundi sínum um síðustu helgi að draga ekki úr framleiðslu til að hífa upp verðið á svarta gullinu. Þess í stað verður reynt reynt að koma í veg fyrir að ríkin haldi sig innan kvótans. Litlir bónusar | Bandaríski tryggingarisinn AIG hefur ákveð- ið að lækka bónusgreiðslur um 30 prósent. Fyrirtækið hefur átt við rekstrarvanda að etja og hefur bandaríska ríkið þurfa að koma því fjórum sinnum til bjargar síðan í haust. „Í árslok verðum við í stöðu til að fjármagna okkur sem ríki og Seðlabanki Evrópu stendur að baki bankakerfi okkar,“ sagði Brian Lenihan, fjármálaráðherra Írlands, í viðtali við Bloomberg í gær. Hann býst við að kjósendur verði fylgjandi Lissabon-sátt- mála Evrópusambandsins í ann- arri þjóðaratkvæðagreiðslu um hann síðar á árinu komandi. Sátt- málanum var hafnað í kosningu í júní síðastliðnum. Lenihan segir efnahagsþrengingarnar auka á stuðning Íra við Evrópusamband- ið, um leið og hafnað verði ein- angrunarstefnu eftir fall íslenska hagkerfisins. „Stjórnmálaskýrendur segja margir að næst standi valið á milli Rómar eða Reykjavíkur,“ sagði Lenihan í viðtali við sjón- varpsstöðina Bloomberg í gær. „Flestir kjósa Róm.“ Skoðanakönnun sem birt var í Irish Independent í febrúar- lok sýndi að 46 prósent studdu Lissabon-sáttmálann, en 27 pró- sent voru á móti. - óká Róm fram yfir Reykjavík Alls hefur Fjámálaeftirl it- ið (FME) vísað átta málum til frekari rannsóknar hjá sérstök- um saksóknara, samkvæmt svari FME til fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Þar af tengjast fimm mál lífeyrissjóðum sem eru í rekstri og eignastýringu Landsbank- ans. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, sagðist í viðtali við Markaðinn laust eftir mán- aðamótin eiga von á að mál færu að berast til lögreglu fljótlega, enda hefði rannsókn mála hjá FME hafist þegar við fall bank- anna. - óká Átta mál frá FME í rannsókn Helgi Magnússon: Grænir sprotar efnahagsbatans Skuggabankastjórnin: Tími kominn á lækkun stýrivaxta 4-5 6 Sparisjóðir vilja samruna: Óska eftir 25 milljörðum króna 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.