Fréttablaðið - 18.03.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.03.2009, Blaðsíða 30
 18. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR8 Þessa dagana keppist Sjálf-stæðisflokkurinn við að finna ástæður þess að bankakerf- ið hrundi og Íslendingar standa í kjölfarið frammi fyrir mikilli efnahagskreppu. Drög að skýrslu endurreisnarnefndar Sjálfstæð- isflokksins varpar ákveðnu ljósi á málið. En nú þurfa sjálfstæðis- menn ekki að eyða meiri tíma og kröftum í að fullgera drögin. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi og varaþingmaður, tekur af öll tví- mæli, í grein sinni í Fréttablaðinu miðvikudaginn 4. mars, það var alþjóðlega fjármálakreppan sem átti hér stærstan hlut að máli og svo var svona eitt og annað sem mátti betur fara hjá stjórnvöldum, bönkunum og útrásinni. Svo er gripið í gamalkunnugt stef, meintum hörmungum og tjóni annarrar þjóðar lýst. Hing- að til hafa sjálfstæðismenn eink- um notast við Svíagrýluna en nú er „breska heimsveldið“ langt undir, enda gerir það ekkert til það líða sjálfsagt mörg ár þangað til að Íslendingar dansa þar upp á borðum. Ekki kannast ég við það að Hafnarfjörður hafi orðið eyði- leggingunni að bráð, Hafnfirðing- ar standa að vísu frammi fyrir sama vanda og önnur sveitarfélög og heimili landsins þegar kemur að lánamálum og gengi krónunnar. En við skulum heldur ekki gleyma því að þegar gengið var hagstæð- ara þá hrósuðu sjálfstæðismenn samflokksmönnum sínum og for- verum í bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar fyrir þá framsýni að hafa tekið erlend lán. Það er merkileg staðreynd að á meðan sveitarstjórnarfólk um allt land hefur ákveðið að snúa bökum saman og vinna bæjarfélagi sínu vel á þessum erfiðu tímum snýst gremja bæjarfulltrúans vegna ástandsins, sem hennar flokk- ur á vissulega stóran þátt í, uppí það að rífa niður sitt bæjarfélag og það sem vel hefur verið gert þar á undanförnum árum. Það er t.d. harla nöturlegt fyrir félaga og aðstandendur Sundfélags Hafnar- fjarðar og íþróttafélags fatlaðra - Fjarðar, sem í mörg ár hafa barist fyrir byggingu innisundlaugar að nú sé það talin illa ígrunduð fram- kvæmdagleði. En aðvitað er því ekki haldið til haga af bæjarfull- trúanum og varaþingmanninum að sjálfstæðismenn studdu þessa framkvæmd og ýmsar aðrar á sínum tíma. Það er ljóst að frjálshyggjan eyðileggur ekki Hafnarfjörð. Eyðileggur frjálshyggjan fólk? ELLÝ ERLINGSDÓTTIR forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar Frjálshyggjan og fjármálakreppan Eitt af verkefnum Seðla-banka Íslands er að við- halda fjármálastöðuleika og er því mikilvægt fyrir bank- ann að vita hversu mörg heimili og einstaklingar eru líklegir til að eiga í erf- iðleikum með að greiða af lánum sínum. Ef stór hópur fólks lenti í greiðsluerfiðleik- um, gæti það leitt til mikils útlánataps bankanna, ógnað þeim og þar með fjármála- stöðuleika. Í ljósi ofangreinds, birti Seðlabankinn nýlega úttekt sem hann gerði á stöðu heim- ilanna, en bankinn hafði áður kvartað undan skorti á upp- lýsingum og tekju- og eigna- dreifingu. Á meðan Þjóðhags- stofnun var við lýði birti hún reglulega upplýsingar um dreifingu tekna, eigna og skulda og hefðu þær eflaust hefði nýst Seðlabankanum á seinustu árum. Sjálfstæðis- og framsóknarmenn lögðu stofnunina aftur á móti niður og féll það í hlut Hagstofunn- ar að birta ofangreindar upp- lýsingar en Hagstofan heyrir undir forsætisráðherra. Vald- ið yfir Hagstofunni nýttu for- menn Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks sér og stöðvuðu birtingu upplýsinga um tekju- og eignadreifingu. Við munum líklegast aldrei vita hvort umræddar upp- lýsingar hefðu nýst við að afstýra þeirri kreppu sem við erum nú í. Hitt er ljóst að for- menn Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks voru tilbúnir til að auka hættuna á fjár- málakreppu til þess að koma í veg fyrir að þjóðin fengi að vita hversu mikið þeir höfðu aukið ójöfnuð. Þessir flokkar hafa nú lýst því yfir að ekkert sé að stefnu þeirra og vilja þeir enn auka á ójöfnuðinn. Sjálf- stæðismenn með því að fella niður persónuafslátt og Framsóknarmenn með því að eyða almannafé í að lækka skuldir þeirra auðugustu og tekjuhæstu, þ.e.a.s. þeirra sem höfðu mestan aðgang að lánsfé. Kostirnir í kosningum hafa sjaldan verið skýrari, bæði með tilliti til siðferðis og stefnu. Kreppan og ójöfnuður GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON verkfræðingur Efnahagsmál Við erum flutt í Ármúla 38 VELKOMIN Í NÝJA GLÆSILEGA VERSLUN AÐ ÁRMÚLA 38 Laugavegur 178 Síðumúla 3-5 Bankastræti 4 Við erum hér Ármúla 38 Við erum hér Við erum hér www.hanspetersen.is Gildir á meðan birgðir endast 10 milljón pixla, 3 x opstískur aðdráttur, hristivörn, HD myndir og video, Li- ion rafhlaða Kodak EasyShare M1093IS Verð 21.900 kr. Gildir á meðan birgðir endast Fullt verð 3.990 kr. Hama myndavélataska Opnunartilboð 2.490 kr. Gildir á meðan birgðir endast Fullt verð 18.490 kr. Holga Starter kit Opnunartilboð 14.490 kr. Ármúla 38 108 Reykjavík Sími 412 1840 Íslandspóstur Síðumúla 3-5 108 Reykjavík Bankastræti 4 101 Reykjavík Sími 412 1810 af Laugavegi 178 NÝTT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.