Fréttablaðið - 18.03.2009, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 18.03.2009, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 18. mars 2009 19 „Mér líst bara mjög vel á þetta, þetta eru miklir fagmenn sem standa að þessum þáttum og ég treysti þeim fyllilega til verks- ins,“ segir Páll Egill Winkel, for- stjóri Fangelsismálastofnunar Eins og komið hefur fram stendur til að gera þriðju þátta- röðina um þá Daníel, Ólaf Ragnar og Georg sem hafa slegið í gegn í bæði Næturvaktinni og Dag- vaktinni. Nú sitja tveir þeirra hins vegar á bakvið lás og slá á Litla-Hrauni og því fá áhorfend- ur nú að kynnast hvernig þeim gengur að aðlagast lífinu bakvið luktar dyr. Páll fagnar því að nú skuli fangar fá sinn þátt því lögfræð- ingar, blaðamenn og rannsókn- arlögreglumenn hafa allir notið sín í þáttum á borð við Réttur, Pressa og Svartir englar. „Ég og Ragnar leikstjóri höfum rætt heilmikið saman um fangelsi og fangelsismál og þeir hafa lagt út í mikla rannsóknarvinnu fyrir þessa þætti. Páll leggur höfuðáherslu á að menn virði eitt. „Að aðgát skal höfð í nærveru sálar og að menn hugsi vandlega út í hvar grínið lendir,“ segir Páll, sem kveðst þó ekki hafa miklar áhyggjur af því að þetta skolist eitthvað til. Fangelsismálastjórinn segir það þó ekki hafa borið á góma að hann leiki sjálfur lítið hlutverk í þáttunum. „Ég er ekki mikill leikari,“ segir Páll. „En ég væri samt alveg til í það.“ - fgg Páll ánægður með Fangavakt SÁTTUR Lögfræðingar, blaðamenn og rannsóknarlögreglumenn hafa allir fengið sinn þátt. Nú er komið að föng- um og forstjóri Fangelsismálastofnunar, Páll Winkel, er ánægður með það. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Rihanna er sögð skammast sín of mikið fyrir Chris Brown til að láta sjá sig með honum á almannafæri. Samkvæmt heim- ildum breska tímaritsins Star er Rihanna sögð óttast viðbrögð almennings greini hún opin- berlega frá því að hún sé komin aftur í sam- band með Brown eftir meinta árás hans í síðasta mánuði. Söngkonan er sögð vera búin að fyrirgefa Chris Brown að hafa ráð- ist á sig, en sé ekki tilbúin til að takast á við viðbrögð aðdá- enda sinna. Vinur söngkon- unnar segir hana ekki þrá neitt heitar en að gleyma atvikinu og ætli nú að reyna að beina athyglinni aftur að söngferli sínum í stað frétta af sér og Brown. Skammast sín fyrir Chris Brown ÓTTASLEGIN Rihanna er sögð óttast viðbrögð almennings tilkynni hún opinberlega að hún sé byrjuð aftur með Chris Brown eftir árásina í síðasta mánuði. Panasonic TX-32LED8F Glæsilegt 32” HD-Ready LCD sjónvarp frá Panasonic með stafrænum móttakara. Verslun Ármúla 26 | S ími 522 3000 | www.hataekni.is SJÁÐU FERMINGARBARNIÐ REKA UPP STÓR AUGU HUGMYNDABANKI FERMINGANNA fermingar.hataekni.is iPod & MP3 hljómtæki gsm símar tölvuvö rur smástæður í Fullt verð 139.995 119.995 kr. Fermingartilboð P IP A R • S ÍA • 9 0 4 3 9 Aðdáendur popparans Ebergs geta farið að brosa því nýja platan hans, Antidote, kemur út hérlend- is þriðja apríl á vegum Cod Music. Útgáfutónleikar verða haldnir á Sódómu Reykjavík 23. apríl. Við- ræður eru í gangi um að gefa plöt- una út í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Benelux-löndunum en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum. Platan kom út 11. febrúar hjá Rallye-merkinu í Japan og hefur fengið góðar viðtökur þar í landi. Sama fyrirtæki gaf út síðustu plötu Ebergs, Voff Voff, í fyrra og vildu þeir endilega vera fyrstir með nýja gripinn. Antidote út þriðja apríl EBERG Nýjasta plata Ebergs, Antidote, kemur út hérlendis 3. apríl. Breskir fjölmiðlar fylgjast nú grannt með hinni bresku Jade Goody, en hún hefur barist við krabbamein undanfarna mánuði og er aðeins sögð eiga örfáa daga eða klukkustundir ólifaðar. Jade hefur á sama tíma reynt að tryggja fjárhagslega fram- tíð sona sinna tveggja með því að leyfa fjölmiðlum að fylgja sér hvert fótmál og skrifa dálka í slúðurtímarit. Hún giftist unn- usta sínum, Jack Tweed, 22. febrúar og hefur notið ómælds stuðnings bresks almennings og stórstjörnur á borð við Michael Jackson hafa sent henni hug- hreystandi skilaboð. Jade Goody á stutt eftir BARÁTTA Breska raunveruleikasjón- varpsstjarnan Jade hefur leyft fjölmiðl- um að fylgjast grannt með baráttu sinni við krabbamein, en hún á nú mjög skammt eftir ólifað.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.