Fréttablaðið - 18.03.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 18.03.2009, Blaðsíða 42
22 18. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Íslenska landsliðið í handknattleik á fyrir höndum erfitt verkefni í kvöld er liðið mætir sterku liði Makedóniu í Skopje. Leikurinn er liður í undankeppni EM 2010. Íslenska liðið á harma að hefna gegn Makedónum í Skopje eftir að liðið var kjöldregið þar síðasta sumar með átta marka mun. Fyrir vikið komust strákarnir okkar ekki á HM í Króatíu. Þvi hefur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari ekki gleymt. „Við erum sko ekki búnir að gleyma þessum leik og eigum harma að hefna,“ sagði Guðmundur en hann mætir með talsvert veikara lið til leiks núna enda liðið án fjölda lykilmanna. Nú síðast gengu þeir Logi Geirsson og Einar Hólm- geirsson úr skaftinu og svo var Sigurbergur Sveins- son að togna í baki til að bæta gráu ofan á svart. „Við erum búnir að ganga í gegnum ýmislegt. Þessi meiðslahrina ætlar engan enda að taka. Við verðum samt að gera það besta úr þessu. Ég geri mér grein fyrir því að þetta verður mjög erfitt og við verðum að eiga toppleik til þess að eiga möguleika. Þetta er gott lið sem stóð sig vel á HM. Þeir eru náttúrlega sérstaklega erfiðir heim að sækja og það þekkjum við vel. Við ætlum að selja okkur dýrt,“ sagði Guðmundur sem leggur mikla áherslu á varnar- leikinn. „Vörnin verður að vera í lagi. Ég stilli líklega upp með 6/0-vörn í upphafi leiks og ég vonast til þess að við náum mörgum hraðaupphlaupum. Við munum reyna að keyra á þá og létta á sóknarleiknum hjá okkur. Við verðum að gera okkur grein fyrir okkar möguleikum og þeir liggja þarna meðal annars. Vörn og markvarsla verður samt að vera í lagi ef þetta á að ganga upp,“ sagði Guðmundur. „Ástandið á Snorra er þokkalegt en hann er að spila sig í form þó svo hnéð sé að trufla hann. Guðjón Valur er kominn í ágætt form sem er ánægjulegt. Við erum samt raunsæir fyrir leikinn og munum gera allt sem við getum til þess að ná hagstæðum úrslitum,“ sagði Guðmundur. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON: LANDSLIÐSÞJÁLFARINN RAUNSÆR FYRIR LEIKINN Í SKOPJE Í DAG Við verðum að eiga toppleik til að eiga möguleika SENDU SM S ESL KSV Á NÚMER IÐ 1900 - ÞÚ GÆTI R UNNIÐ B ÍÓMIÐA! VINNINGAR: BÍÓMIÐAR, T ÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR , GOS OG MA RGT FLEIRA! F R U M S Ý N D 2 0 . M A R S ÆSISPENNANDI ÞRILLER MEÐ DIANE LANE OG MICKEY ROURKE Í AÐALHLUTVERKUM! WWW.SENA.IS/KILLSHOT 9. HVER VINNU R! Vinningar verða afhendir hjá ELKO Lindum Skógarlind 2. M eð því að taka þátt er tu kom inn í SM S klúbb. 149 kr/skeytið. Iceland Express deild karla: Njarðvík - Keflavík 92-104 Stig Njarðvíkur: Logi Gunnarsson 25, Heath Sitton 24, Magnús Gunnarsson 22, Friðrik Stef- ánsson 7, Hjörtur Einarsson 5, Grétar Garðarsson 4, Sævar Sævarsson 3, Fuad Memcic 2. Stig Keflavíkur: Jesse Rosa 44, Sigurður Þorsteinsson 20, Gunnar Einarsson 14, Hörður Axel Vilhjálmsson 12, Sverrir Sverrisson 8, Jón Hafsteinsson 5, Elvar Sigurjónsson 1. Breiðablik - KR 75-102 Stig Breiðabliks: Nemanja Sovic 34, Emil Jóhannsson 11, Rúnar Erlingsson 10, Kristján Sigurðsson 8, Hraunar Guðmundsson 7, Hjalti Vilhjálmsson 3, Ágúst Orrason 2. Stig KR: Jakob Sigurðarson 20, Fannar Ólafss. 14, Jón A. Stefánsson 13, Pálmi Sigurgeirss. 10, Helgi Magnússon 10, Darri Hilmarsson 9, Skarphéðinn Ingason 8, Jason Dourisseau 8, Brynjar Björnsson 5, Ólafur Ægisson 3, Baldur Ólafsson 2. Iceland Express-deild kvk: Hamar - Haukar 65-59 Stig Hamars: Íris Ásgeirsd. 17, L. Barkus 15, J. Dem- irer 12, Jóhanna Sveinsd. 6, Fanney Guðmundsd. 6, Dúfa Ásbjörnsd. 6, Sóley Guðgeirsd. 3. Stig Hauka: Kristrún Sigurjónsd. 24, M. Knight 13, Telma Fjalarsd. 12, Ragna Brynjarsd. 9, Sara Pálmad. 4, S. Dimovska 4, Helena Hólm 2, Kristín Reynisd. 1. Enska bikarkeppnin Arsenal - Hull 2-1 0-1 Nick Barmby (13.), 1-1 Robin van Persie (74.), 2-1 William Gallas (84.) Enska B-deildin Doncaster - Reading 0-1 Brynjar Björn Gunnarsson lék allan leikinn fyrir R. Ipswich - Burnley 1-1 Jóhannes Guðjónsson kom inn sem varamaður. QPR - Swansea 1-0 Heiðar Helguson kom inn sem varamaður (QPR) ÚRSLIT FÓTBOLTI Í gær var dregið í undan- keppni HM í knattspyrnu kvenna sem fer fram í Þýskalandi 2011. Ísland lenti í riðli með Frakk- landi, Serbíu, Norður-Írlandi, Króatíu og Eistlandi. Ísland var einnig með Frakklandi í riðli í undankeppni EM 2009 og liðin verða einnig í sama riðli í úrslita- keppninni í Finnlandi í sumar. - esá Undankeppni HM 2011: Aftur Frakkar KÖRFUBOLTI KR er komið í undanúr- slit úrslitakeppni Iceland Express- deildar karla eftir sigur á Breiða- bliki í gærkvöldi, 102-75, og þar með 2-0 í einvígi liðanna í fjórð- ungsúrslitum. Blikar hófu leikinn af miklum krafti og settu niður fimm þrista á fyrstu mínútunum. Það dugði þeim til að ná átta stiga forystu að lokn- um fyrsta leikhluta, 30-22. En KR skellti þá í lás og Blik- ar skoruðu ekki nema fimm stig í öllum öðrum leikhluta á meðan að KR skoraði 31. Þar með var ljóst í hvað stefndi og sigur KR aldrei í hættu í síðari hálfleik. „Við förum inn í sumarfríið á þessum fyrsta leikhluta,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leik. „En það var ljóst að við vorum að spila við lang- besta lið landsins hér í kvöld og ég er stoltur af þessum strákum. Við erum nýliðar og með litla reynslu í þokkabót. Þar að auki vorum við án þriggja lykilmanna í kvöld.“ Hann sagðist því ánægður með tímabilið í heild sinni. „Miðað við tjónið á mannskapnum get ég ekki kvartað. Við vorum nánast aldrei með fullmannað lið.“ Fannar Ólafsson sagði lið Breiða- bliks ungt og efnilegt en ljóst að leikmenn hafi mætt ofjörlum sínum að þessu sinni. „Þeir mættu betur undirbúnir til leiks en við og við vorum værukærir í byrjun. En við vissum að um leið og við myndum „kveikja á“ okkar leik myndum við klára þetta – ég verð að vera alveg hreinskilinn með það.“ - esá KR í undanúrslitin eftir sigur á Breiðabliki: Blikar lítil fyrirhöfn 20 STIGA MAÐUR Jakob Sigurðarson var stigahæstur KR-inga í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL > Haukar í úrslitin Haukar tryggðu sér í gær sæti í úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar-kvenna eftir sigur á Hamar í Hveragerði í gær, 69-65. Hamar leiddi með fjórtán stiga mun í hálfleik en deildarmeistararnir létu til sín taka í síðari hálfleik og náðu yfirhöndinni þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 24 stig fyrir Hauka sem mæta KR í úrslitunum. KÖRFUBOLTI Arfaslakur fyrri hálf- leikur var Njarðvíkingum dýr í gær þegar þeir máttu bíta í það súra epli að falla úr úrslitakeppn- inni gegn erkifjendum sínum úr Keflavík, 2-0. Keflavík vann leik- inn með tólf stiga mun, 104-92. Skotsýning heimamanna í síðari hálfleik dugði ekki og Njarðvík- ingar komnir í sumarfrí snemma. „Ætli þetta hafi ekki verið kvennalið Njarðvíkur, svona með fullri virðingu fyrir þeim,“ sagði Magnús Gunnarsson þegar Frétta- blaðið spurði hann út í fyrri hálf- leikinn hjá Njarðvíkingum í gær. „Menn vinna ekki leik ef þeir spila svona í tuttugu mínútur og það er ömurlegt bæði fyrir mig og Njarð- víkinga að falla úr leik fyrir Kefla- vík,“ bætti Magnús við svekktur, en hann lék áður með Keflavík. Njarðvíkingar voru með bakið uppi að vegg fyrir leikinn og þurftu nauðsynlega á sigri að halda eftir tap í fyrsta leiknum. Heimamenn mættu hins vegar ískaldir til leiks og fyrri hálfleikurinn var eign Keflavíkurliðsins frá a til ö. Sig- urður Þorsteinsson og Jesse Rosa fóru mikinn í liði Keflavíkur og staðan var 58-34 í hálfleik. Varnarleikur Njarðvíkurliðs- ins var slakur í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn virkaði á löngum köflum vandræðalegur. Það var því eins og allt annað lið mætti til leiks í þeim síðari. Þeir Magnús Gunnarsson, Heath Sitton og Logi Gunnarsson settu á svið skotsýn- ingu og þar náðu heimamenn að minnka muninn í sex stig þegar skammt var eftir, en Jesse Rosa var frábær í liði Keflavíkur og framlag hans í sókninni reynd- ist liðinu ómetanlegt. Keflvíking- ar lönduðu verðskulduðum sigri 104-92 og verða að teljast til alls líklegir með svona spilamennsku. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, tekur undir það. „Þetta var frábær körfubolta- leikur. Við vorum góðir í fyrri hálfleik en slakir í þeim síðari þegar þeir duttu í þetta svaka- lega stuð. Magnús (Gunnarsson) var farinn að setja skotin niður utan af Sunnubrautinni og því má kannski segja að við höfum verið dálítið heppnir að sleppa héðan með sigur. Þessi leikur gefur góð fyrirheit fyrir úrslitakeppnina og við getum spilað betur en þetta,“ sagði Sigurður. baldur@365.is Slæmur fyrri hálfleikur felldi Njarðvík Keflvíkingar komust í gær í undanúrslit Iceland Express-deildar karla með 104-92 sigri á grönnum sínum í Njarðvík í annarri viðureign liðanna í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Keflavík mætir KR eða Grindavík næst. GÓÐ VIÐBÓT Bandaríkjamaðurinn Jesse Pelot-Rosa hefur verið lykilmaður í liði Keflavíkur í einvíginu gegn Njarðvík. Hann fór á kostum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN BJÖRN FÓTBOLTI Arsenal tryggði sér í gær sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar með 2-1 sigri á Hull í gærkvöldi. Liðið mætir Chelsea í undanúrslitunum. Hull komst yfir snemma leiks með marki Nick Barmby en Ars- enal skoraði tvívegis á síðustu sextán mínútum leiksins. Sigur- markið skoraði William Gallas en það þótti umdeilt þar sem hann virtist rangstæður þegar hann skoraði markið. - esá Enska bikarkeppnin: Arsenal áfram BARÁTTA Robin van Persie og Nick Barmby berjast um boltann. GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.