Fréttablaðið - 18.03.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.03.2009, Blaðsíða 28
 18. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR8 BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071 Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um nýtt deiliskipulag og breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík og Kópavogi Reykjavíkurborg og Kópavogsbær auglýsa hér með í sameiningu og í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum, nýtt deiliskipulag og tillögur að breytingum á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík og Kópavogi. Fossvogsdalur, göngu- og hjólastígar Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Fossvogsdal vegna göngu- og hjólastíga. Deiliskipulagið liggur á mörkum sveitarfélaganna Reykjavíkur og Kópavogs og tekur til legu á göngu- og hjólastígum sem tengja saman Öskjuhlíð og Elliðaárdal sem er hluti af hlekk í heildarkeðju frá Ægissíðu að Heiðmörk. Stígum verður sinnt eins og götum allan ársins hring og munu merkingar taka mið af göngu og hjólreiðum sem samgöngumáta í samræmi við „Græn skref” í framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna Fossvogsdalur, miðlunartjarnir Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsmýri í Fossvogsdal. Deiliskipulagið, sem nær yfir miðlunartjarnir norðan við Víðigrund, Reynigrund, Birkigrund og svæði við Lund er fellt úr gildi í Reykjavík og færast deiliskipulagsmörk að sveitarfélagsmörkum Kópavogs. Nýtt deiliskipulag, Fossvogsdalur, göngu- og hjólastígar, er auglýst samhliða breytingu þessari. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna Traðarland 1, íþróttasvæði Víkings í Fossvogi Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði Víkings í Fossvogi, Traðarlandi 1. Í breytingunni felst að svæði fyrir álagsbílastæði norð-austan við núverandi íþróttahús er fækkað úr áttatíu og fimm í sextíu og eitt stæði, svæðið fellt út af samþykktu deiliskipulagi fyrir Traðarland 1 og afmarkað inn á nýtt deiliskipulag, Fossvogsdalur, göngu- og hjólastígar, sem er auglýst samhliða breytingu þessari. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna Tillögurnar liggja frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, og hjá skipulags- og umhverfissviði Kópavogs, Fannborg 6, 2. hæð, mánudaga til fimmtudaga frá 8:30 – 16:00 og föstudaga frá 8:30 – 15:00 frá 18. mars 2009 til og með 4. maí 2009. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 4. maí 2009. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 18. mars 2009 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Skipulagsstjóri Kópavogs KÓPAVOGSBÆR Skipulags- og umhverfissvið Tilkynningar SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ auglýsir kynningu á skipulagsreglum fyrir Reykjavíkurflugvöll. Í samræmi við heimild í 59. gr. laga um loftferðir, nr. 60 frá 1998, hefur samgönguráðherra ákveðið að setja skipulagsreglur fyrir Reykjavíkurflug- völl. Reglurnar hafa m.a. að geyma fyrirmæli um starfsemi og starfsheimildir innan flug- vallarins auk reglna um hindranafleti í nágrenni flugvallarins og á aðflugs- og fráflugsleiðum að flugvellinum. Hindranafletirnir hafa í för með sér hæðartakmarkanir á byggingum og öðrum mannvirkjum á áhrifasvæði vallarins sem nær til Reykjavíkurborgar og sveitarfélaganna í nágrenni við Reykjavík. Drög að reglunum hafa verið kynnt fulltrúum allra sveitarfélaga í nágrenni vallarins. Tilgangur og markmið reglnanna er: • að marka skýra og gagnsæja stefnu um leyfða starfsemi innan flugvallarins, • að tryggja flugöryggi vallarins með því að binda í skipulag hæðartakmarkanir sem nauðsynlegar eru vegna öryggis flugvallarstarfseminnar, • að einfalda umfjöllun og ákvarðanatöku um starfsemi innan vallarins og hæðir húsa innan og í nágrenni flugvallarins. Með reglunum er verið að setja nánari reglur um starfsemi innan flugvallarins en gert er í deiliskipulagi. Þá er verið að festa í sessi með skipulagi hindranafleti vallarins, þ.e. takmarkanir á hæðum húsa á tilteknum svæðum, sem unnið hefur verið eftir hingað til. Eru hindranafletir þessir byggðir á skilgreiningum alþjóðlegra skuldbindinga (t.d. Chicago samningnum), lögum um loftferðir nr. 60 frá 1998 og reglugerð um flugvelli nr. 464 frá 2007. Tillaga að skipulagsreglum fyrir Reykjavík- urflugvallar er hér með auglýst til kynningar en tillagan er til sýnis í anddyri flugturnsins á Reykjavíkurflugvelli frá og með 17. mars til og með 14. apríl 2009. Hægt er að nálgast tillöguna á heimasíðu Samgönguráðuneytisins, http://www. samgonguraduneyti.is , heimasíðu Flugmála- stjórnar Íslands, http://www.caa.is, og heimasíðu Flugstoða ohf. http://www.flugstodir.is . Skorað er á fasteignaeigendur á höfuðborgar- svæðinu og aðra hagsmunaaðila að kynna sér fyrirliggjandi drög að reglum. Athugasemdir eða ábendingar við tillöguna skulu vera skriflegar og berast samgönguráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu - 150 Reykjavík, ekki seinna en 16. apríl 2009. Eftir þann tíma verður ekki tekið við athugasemdum. Litið er svo á að þeir sem gera ekki athugsemdir við tillöguna teljist sam- þykkir henni. Eftir kynningartíma verða athugasemdir og ábendingar sem berast teknar til ítarlegrar athugunar. Verði ákveðið að ráðast í breytingar á tillögunni vegna athugasemdanna verða slíkar breytingar kynntar hlutaðeigandi áður en gengið verður endanlega frá reglunum. Auglýsing um gildistöku reglnanna verður birt í Lögbirtinga- blaðinu. Nánari upplýsingar veitir Hermann Hermannsson hjá Flugstoðum ohf., netfang: hermannh@flugstodir.is , S : 424-4100 Samgönguráðuneytinu, 17. mars 2009. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Al- þingiskosninganna 25. apríl 2009 hófst við embætti sýslumannsins í Reykjavík, Skógar- hlíð 6, Reykjavík, þann 14. mars sl. og er opin á skrifstofutíma á milli kl. 9:00 - 15:30 virka daga. Um helgar er opið frá kl. 12:00 - 14:00. Frá og með 1. apríl nk. fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll og þá verður opið alla daga frá kl. 10:00 -22:00 en lokað á skír- dag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Sýslumaðurinn í Reykjavík Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.