Fréttablaðið - 18.03.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.03.2009, Blaðsíða 22
SUÐURPÓLSFARAR sem fóru á fjórum breyttum Toyota Hilux-jeppum frá Arctic Trucks á pólinn segja ferðasögu sína og sýna myndir í kvöld klukkan 20 í húsakynnum Arctic Trucks að Kletthálsi 3. Gönguskíðaferð á vegum Ferðafé- lags Akureyrar verður farin um helgina í Flateyjardal og gist eina nótt. „Við leggjum af stað á laug- ardagsmorgun 21. mars frá Akur- eyri og keyrum í Dalsmynni að bænum Þverá þar sem farið verð- ur á skíðin og gengið inn í Heiðar- hús,“ útskýrir Helga Guðnadóttir en hún hefur annast fararstjórn hjá Ferðafélagi Akureyrar. Alls er gangan 40 kílómetr- ar fram og til baka en Heiðarhús liggja um miðja vegu í dalnum. Helga segir ferðina geta hentað flestum. „Þarna verður ekki geng- ið á mikinn bratta þannig að ferðin er þægileg þó hún sé löng. Ef fólk er að byrja á gönguskíðum gæti þetta kannski verið fulllöng ferð, en annars hentar hún hverjum sem er. Við áætlum aðra helgarferð að Eilífsvötnum þar sem gist verður í Hlíðarhaga og Þeistareykjum. Það er lengri ferð og þá fyrir vanara skíðafólk, en flestar okkar ferðir eru fyrir fólkið af götunni.“ Helga segir dagskrána í vetur hafa gengið vel. Sjaldan hefur þurft að aflýsa ferðum en dagskrá- in er alltaf háð veðri og vindum. „Við reynum að hafa vissan fjölda af helgarferðum þar sem við gist- um í skála. Við verðum svo allt- af að meta það á föstudagskvöldi hvort hægt er að fara í ferðirn- ar en það hefur gengið mjög vel í vetur. Færið hefur verið alla vega en aðsóknin mjög góð og allar ferð- irnar gengið vel. Síðustu helgi fór til dæmis fimmtán manna hópur á skíðum yfir í Þelamörk í góðu færi og endaði í heita pottinum þar.“ Í Ferðafélagi Akureyrar eru um 500 félagsmenn og heldur félag- ið úti fjölbreyttu starfi árið um kring. Fararstjórar í ferðum koma úr röðum féagsmanna en allt starf er unnið í sjálfboðavinnu. Um Norðurlandið hefur félagið gisti- og gönguskála á sínum vegum sem félagsmenn og aðrir ferðamenn geta nýtt sér. „Við erum með skála meðal annars í Laugarfelli upp af Eyjafirði og skálana Dyngjufell og Botna á Ódáðahraunssvæðinu. Bræðrafell er vestur af Herðu- breið og einnig erum við með skála í Herðubreiðarlindum. Allir geta notað þessa skála en það þarf þó að hafa samband við okkur og skrá sig.“ Nánar er hægt að forvitnast um dagskrá Ferðafélags Akureyrar á heimasíðu félagsins www.ffa.is og skrá sig í ferðina um helgina. heida@frettabladid.is Gengið að Heiðarhúsum Snjóað hefur duglega undanfarna daga og vikur og því fagnar skíðaáhugafólk. Ferðafélag Akureyrar stendur fyrir fjölbreyttum helgarferðum og verður gengið á skíðum í Flateyjardal um helgina. Ferðir Ferðafélags Akureyrar hafa verið vel sóttar í vetur. Hvannadalshnjúkur 2110 m Bárðarbunga 2000 m Kverkfjöll 1920 m Snæfell 1833 m Herðubreið 1682 m Hekla 1488 m Snæfellsjökull 1446 m Esja 914 m Loðmundur 1477 m Hraundrangi 1075 m Bláfell 1204 m Hengill 803 m Ármannsfell 768 m Valahnjúkur 458 m Esja 914 m Helgafell 338 m Vífilsfell 677 m Stóra-Dímon 178 m Drangaskörð 250m Kerling 1538 m Mælifellshnjúkur 1138 m Bláhnjúkur 940 m Hornbjarg 534 m Keilir 379 m Öskjuhlíð 61 m Skráðu þau fjöll sem þú gengur á í Fjallabók FÍ. Í lok árs eru veittar viðurkenningar fyrir hverja fjallabók sem þú hefur fyllt út og ferðafélagi hefur staðfest með undirskrift. SKRÁÐU ÞIG INN – DRÍFÐU ÞIG ÚT! SAFNAÐU FJÖLLUM MEÐ FERÐAFÉLAGI ÍSLANDS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.