Fréttablaðið - 18.03.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 18.03.2009, Blaðsíða 19
EFNI BLAÐSINS Sjálfstæðisfl okkurinn og Evrópumál MIÐVIKUDAGUR 18. mars 2009 Er heimilt að setja útlend- ing í íslenskt embætti? Ásmundur Helgason: Sigurður Líndal lagaprófessor hefur lýst efasemdum um að það standist stjórnarskrá að setja útlending í embætti seðlabanka- stjóra. Ásmundur Helgason, lög- fræðingur á skrifstofu Alþingis, er á öðru máli. Grundvallarmunur sé á stöðu skipaðra embættismanna og þeirra sem settir eru tímabund- ið til að gegna embættum Neikvæðir nafnvextir og tímastimplaðir seðlar Gunnar Kristinn Þórðarson Ísland siglir inn í tímabil verð- hjöðnunar, skrifar Gunnar Kristin Þórðarson. En meðan heims- byggðin gerir ráðstafanir gera Íslendingar ekki neitt til að búa sig undir vandann. Gunnar nefnir svokallaða tímastimplaða seðla sem mögulega lausn; róttæka aðgerð sem að hans mati kemur síst við þá sem minnst hafa á milli handanna. Ótrúlegur vanskilningur Njörður P. Njarðvík „Vissulega mun það kosta sitt að halda stjórnlagaþing og breyta stjórnarskránni,“ skrifar Njörður P. Njarðvík. Sá kostnaður sé þó ekki mikill borinn saman við þann sem þjóðin þarf að taka á sig nú eftir viðskilnað síðustu ríkisstjórnar. Skörp greining Benedikts Jóhannessonar stærðfræðings í Fréttablaðinu (11.03.) á tveimur framtíðarkostum þjóðarinnar ætti að vekja fólk til umhugsunar. Annars vegar óbreytt ástand með krónuna í farteskinu og meðfylgjandi gengisfellingar, afkomu- sveiflur, ofurvexti og reglubundnar neyð- arráðstafanir þegar allt er komið í hönk. Hins vegar aðild að Evrópusambandinu og evrusvæðinu með traustan gjaldmiðil, við- ráðanlega vexti, tiltölulega stöðugt verðlag og rekstrarskilyrði atvinnuvega sem skapa rými fyrir erlendar fjárfestingar, nýsköp- un og þar með samkeppnishæfni á alþjóða- mörkuðum. Valið sýnist við fyrstu sýn vera tiltölu- lega auðvelt. Hvernig má það vera að það hefur vafist fyrir forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins að gera upp hug sinn til þessa stærsta verkefnis samtímans hátt á annan áratug? Það er ekkert launungarmál að forystumenn íslensks atvinnulífs hafa hingað til talið sig eiga pólitískt athvarf í Sjálfstæðisflokknum? Hvernig má það vera að hin pólitíska forysta flokksins er svo veruleikafirrt að hún skilur ekki lengur brýnustu þarfir atvinnulífsins? Eru þess- ir menn virkilega ófærir um að setja sig í spor þeirra manna sem þurfa að reka fyr- irtæki með hagnaði og ráða fólk í vinnu og borga því laun? Það er dapurlegt að rifja upp hringlanda- hátt forystumanna Sjálfstæðisflokksins og átakanlegan skort þeirra á stefnufestu í þessu stærsta máli samtímans á undan- förnum tveimur áratugum. Tökum nokkur dæmi: • Sem formaður aldamótanefndar Sjálf- stæðisflokksins (1989) kvað Davíð Odds- son, þáverandi borgarstjóri, upp úr um það að framtíð Íslands væri innan Evr- ópusambandsins. • Í stjórnarandstöðu, undir forystu Þor- steins Pálssonar, snerist Sjálfstæðis- flokkurinn hins vegar gegn EES-samn- ingnum, sem vinstri stjórn Steingríms Hermannssonar vann þá að, og þóttist vilja tvíhliða samning við Evrópusam- bandið um markaðsaðgang fyrir sjávar- afurðir. Seinna viðurkenndu sjálfstæðis- menn að þetta hefði verið lýðskrum, enda enginn slíkur samningur í boði. • Eftir kosningar 1991 var Sjálfstæðis- flokkurinn tilbúinn, undir nýrri forystu, að kúvenda afstöðu sinni til EES-samn- ingsins, gegn því að fá ríkisstjórnarfor- ystu. • Þegar gengið var til atkvæða á Alþingi um EES-samninginn (13. jan. 1993) klofnaði þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins í afstöðu sinni þrátt fyrir natna verk- stjórn Björns Bjarnasonar, sem þá var formaður utanríksmálanefndar. • Í tólf ára stjórnarsamstarfi með Fram- sókn notaðist Sjálfstæðisflokkurinn við þau rök að Ísland þyrfti ekki að ganga í Evrópusambandið af því að EES-samn- ingurinn væri svo góður. • Eftir hrun þykjast forystumenn Sjálf- stæðisflokksins hafa fundið það út að hrunið væri EES-samningnum beinlín- is að kenna. Það hefði verið hættulegt árið 1994 að opna fyrir gagnkvæman fjárfestingarrétt og fjármagnsflutninga skv. EES-samningnum, án þess að stíga skrefið til fulls og taka upp evruna. • Alþýðuflokkurinn, undir minni forystu, boðaði þá stefnu – inngöngu í Evrópu- sambandið og upptöku evru – þegar fyrir kosningarnar 1995. Þá þótti Sjálfstæð- ismönnum það hin versta fjarstæða af því að Íslendingum gengi miklu betur en Evrópusambandinu á þeim tíma. • Undir lok stjórnarsamstarfsins með SF stóð til að hraða landsfundi í því skyni að reyna að móta flokknum stefnu í málinu. Nú er búið að fresta þeim fundi og flokk- urinn er jafn stefnulaus í stærsta máli samtímans og hann hefur alltaf verið. • Þannig mun hann ganga klofinn til kosn- inga í apríllok. Þetta er ein samfelld sorgarsaga. Hvað veldur þessu pólitíska getuleysi flokks, sem löngum hefur verið stærsti flokkur þjóðarinnar og talið sig vera, að eigin áliti, forystuflokk þjóðarinnar? Er það virki- lega óttinn við klofning flokksins sem veldur því að flokksforystan getur ekki gert upp hug sinn? Ætlar Sjálfstæðisflokk- urinn virkilega að láta það um sig spyrj- ast að þjóðarhagsmunir eigi að víkja fyrir flokkshagsmunum? Hvernig má það vera að flokkur sem getur ekki einu sinni veitt sjálfum sér forystu geri kröfu til að leiða þjóðina út úr þeim ógöngum, sem þessi sami flokkur kom þjóðinni í? Heitir þetta ekki að dæma sig sjálfur úr leik? Næsta afsökunarbeiðni? JÓN BALDVIN HANNIBALSSON fyrrverandi ráðherra Hvernig má það vera að flokkur sem getur ekki einu sinni veitt sjálfum sér forystu geri kröfu til að leiða þjóðina út úr þeim ógöngum, sem þessi sami flokkur kom þjóðinni í? www.bjorg.is Efnalaugin Björg Áratuga reynsla og þekking - í þína þágu ...alltaf í leiðinni Opið: mánudaga - fi mmtudaga 800 - 1800 • föstudaga 800 - 1900 • laugardaga 1000 - 1300 föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 6. febrúar 2009 Vona að vinnan skili árangri Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir samein- uðust í áhuganum á leikhúsi fyrir litlu börnin SKEMMTI- LEGAST AÐ KENNA Katrín Jakobsdóttir lætur ráðherraembætti ekki stöðva sig í kennslunni VILJA KALLA FRAM INNRI BYLTINGU Filippía Elísdóttir og Agnieska Barenowska hanna búninga fyrir ÍD SÓDA STREAM ER SNILLD Alexía Björg Jóhannes dóttir leikkona og hlut- irnir sem eru í uppáhal heimili&hönnun LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 KATRÍN ÓLÍNA PÉTURSDÓTTIR Sigursæl í Svíþjóð HÖNNUN Nýstárleg eldstæði INNLIT Hestagerði í portinu Gildistími 14.febrúar. Alla föstudaga Alla laugardaga É g er á leið til Bútan. Það eru ekki margar leiðir sem liggja þang- að því enn er þetta ríki, sem liggur klemmt á milli stórveld- anna tveggja, Kína í norðri og Indlands í suðri, eitt það einangraðasta í heimi. Ég flýg frá heimalandi mínu Taílandi þar sem ríkisflugfélag Bútan, Druk Air, hefur lent annarri af tveimur flugvélum sínum til að sækja mig, nokkra Bútana og Bangladessa. Ég uppgötva þegar ég innrita mig að ég hef aldrei áður hitt Bútana. Ætli þeir séu ekki vandfundnari en Íslendingar? Ég hef svo lengi beðið þess að komast til Bútan að ég er ögn uppnuminn, líkt og að hitta popp- stjörnu. Áberandi myndarlegur og karl- mannlegur stöðvarstjórinn er mættur til að fylgjast með því að innritun gangi rétt fyrir sig. Minn fyrsti Bútani. Smjörþefur af karl- mennsku Bútans. Beinvaxinn, dökkleitur, sterklegur og með friðsæld Himalajafjalla í augunum. Seinna á ég eftir að hit og bændur sem eru myndrænni e fræg módel og kvikmyndastjörnu Hverjir eru skyldleikarnir við Ísland? Í Bútan, þessu síðasta konungsrí lajafjalla, eru samkvæmt opinbe lýsingum, um 600.000 þegnar en vélaflotans teljast tvær flugvé AÐ ANDA AÐ SÉR BÚTAN FRAMHALD [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög FEBRÚAR 2009 Vistvænn lúxus Glænýtt heilsulindarhótel á partí - eyjunni Ibiza BLS 2 Í tilefni af tískuviku Þrennt sem þú verður að gera í París BLS 6 21. mars Eyðileggur frjálshyggjan fólk? Ellý erlingsdóttir Svo er gripið í gamalkunnugt stef, meintum hörmungum og tjóni annarrar þjóðar lýst. Hingað til hafa sjálfstæðismenn einkum notast við Svíagrýluna en nú er „breska heimsveldið“ langt undir, enda gerir það ekkert til það líða sjálfsagt mörg ár þangað til að Íslendingar dansa þar upp á borðum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.