Fréttablaðið - 18.03.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.03.2009, Blaðsíða 46
26 18. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. dylja, 6. í röð, 8. stórt ílát, 9. iðn, 11. verslun, 12. teygjudýr, 14. í vafa, 16. í röð, 17. í hálsi, 18. til viðbótar, 20. ung, 21. lengdareining. LÓÐRÉTT 1. hljóta arf, 3. eftir hádegi, 4. land í Suðvestur-Asíu, 5. sigað, 7. tengja, 10. útdeildi, 13. tjara, 15. greinilegur, 16. slegið gras, 19. númer. LAUSN VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Eggert Benedikt Guðmundsson. 2 Forseti Súdans, Omar al-Bashir. 3 Saffran. LÁRÉTT: 2. fela, 6. rs, 8. hít, 9. fag, 11. bt, 12. amaba, 14. efins, 16. hi, 17. kok, 18. enn, 20. ný, 21. yard. LÓÐRÉTT: 1. erfa, 3. eh, 4. líbanon, 5. att, 7. sameina, 10. gaf, 13. bik, 15. skýr, 16. hey, 19. nr. „Við erum ekkert vinsælasta þjóð- in í heimi um þessar mundir og Jóhanna Guðrún þarf vafalítið að svara fyrir land og þjóð á blaða- mannafundum í Moskvu,“ segir María Björk Sverrisdóttir, umboðs- maður Jóhönnu og talsmaður Euro - visionhópsins. Jóhanna Guðrún verður send á sérstakt námskeið um efnahagshrunið á Íslandi. Þar verður hún frædd um allt sem snýr að efnahagshruninu og undirbúin undir erfiðar spurningar frá evr- ópskum blaðamönnum. María segir hins vegar ekki ákveðið hver muni sjá um námskeiðið fyrir Jóhönnu en það ætti að liggja fyrir á næstunni. „Þetta verður alls ekki skoðana- myndandi námskeið, henni verð- ur gert kleift að koma vel fram fyrir hönd þjóðarinnar.“ Jóhönnu hefur verið boðið að koma fram á nokkrum stöðum í Evrópu og mun að öllum líkindum troða upp í Amsterdam. María segir þó erfitt að fjármagna allar ferðir enda vaxi peningar ekki á trjánum um þessar mundir. Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir ferð- ina til höfuðborgar Rúss- lands þar sem úrslitin ráð- ast í maí. Jóhanna stígur á svið á þriðjudeg- inum og verður tólfta í röðinni. Til stendur að gera sérstakt mynd- band við lagið Is it true eftir Óskar Pál Sveinsson og hefur Baldvin Z verið ráðinn sem leikstjóri. Baldvin leik- stýrði einnig myndbandinu fyrir Euroband- ið í fyrra. Hóp- urinn hefur fengið sérstakt leyfi hjá Magn- úsi Scheving, Íþróttaálfinum í Latabæ, til að taka upp myndbandið í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Garðabæ en upptökuver- ið er eitt það fullkomnasta hér á landi. En í Efsta- leit inu eru menn með nið- urskurðarhníf- inn á lofti og Þórhallur Gunn- arsson, dagskrár- stjóri RÚV, segir að reynt verði að draga úr kostnaði við ferð Sjónvarps- ins til Moskvu. Þannig fari einung- is fjórir starfsmenn út í stað sex eins og áður. Sigmar Guðmundsson verður kynnir eins og undanfarin ár og Þórhallur telur að mikið muni mæða á honum. „Þessi ferð á örugg- lega eftir að ganga frá honum.“ Sig- mari sjálfum féllust þó ekki hend- ur, þetta væri alltaf mikið puð og púl enda þyrfti hann sjálfur að afla sér upplýsinga um bakgrunn allra keppenda. „Maður er ekkert eins og Sir Terry Wogan hjá BBC sem er með her manna í vinnu, mætir degi áður en keppnin hefst og fær upp- skrifað handrit í hendurnar. Þetta er bara vinna frá tíu á morgnana til tólf á kvöldin.“ - fgg JÓHANNA GUÐRÚN: EUROVISION-MYNDBANDIÐ TEKIÐ Í LATABÆ Jóhanna Guðrún á námskeið um íslenska bankahrunið NÁMSKEIÐ Í BANKA- HRUNI Jóhanna Guðrún verður send á sérstakt námskeið um efnahagshrunið á Íslandi og hún undirbúin fyrir erfiðar spurningar frá evrópskum blaða- mönnum. „Við erum hérna, ég og Andri Steinn klippari, og erum að klippa mynd sem Thomas Vinterberg er að gera og heitir Submarino,“ segir Valdís Óskarsdóttir kvik- myndagerðarmaður. Valdís er einhver virtasti klipp- ari í heimi kvikmyndanna, marg- verðlaunuð og eftirsótt eftir því. Hún hefur klippt fjölda kvik- mynda jafnt íslenskar sem erlend- ar svo sem Mogol, Dansinn, Find- ing Forrester, Hafið og Eternal Sunshine of the Spotless Mind sem hún hlaut Bafta-verðlaun- in fyrir. Valdís er nú stödd úti í Danmörku þar sem hún klippir næstu mynd Vinterbergs en hann leikstýrði meðal annars Festen sem svo Valdís klippti. Hún segir aðspurð myndina ekkert hafa með kafbáta að gera þrátt fyrir nafnið. „Submarino fjallar um tvo bræður sem alast upp í svolítið nöturlegu umhverfi. Þegar þeir eru í kring- um tíu ára skiljast leiðir og sagan er svo pikkuð upp aftur þegar þeir eru orðnir fullorðnir. Hafa þá ekk- ert talað saman en svo skerast leið- ir þeirra,“ segir Valdís og lýsir því um hvað myndin er. Submarino er gerð eftir skáld- sögu eftir Jonas T. Bengtsson en með helstu hlutverk fara Jakob Cedergren og Peter Plaugborg. - jbg Valdís klippir næstu mynd Vinterbergs VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Klippir mynd sem fjallar um tvo bræður sem hittast eftir langan aðskilnað. MIKIÐ PUÐ Sig- mar Guðmunds- son verður kynn- ir í Mosvku og verður í vinnunni frá klukkan tíu á morgnana til tólf á kvöldin. „Sægreifinn býður upp á besta bitann í bænum. Ég veit ekki um neitt betra en að setjast niður á tunnu og panta ólgandi grillaðan skötusel og humar- súpuna frægu. Kjartan sægreifi lofar hamingju í hverri skeið og það er loforð sem hefur aldrei verið brotið.“ Atli Fannar Bjarkason blaðamaður. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Andrés Jónsson upplýsingafulltrúi tók þátt í samkvæmisleik sem helg- arblað Fréttablaðsins efndi til en þar voru glöggir álitsgjafar fengnir til að skoða augu þjóðþekktra aðila. Um ókunnan eiganda einna augnanna hafði Andrés um þau að segja að þarna færi ábyrgur maður, réttsýnn sem séð hefur tímana tvenna, ef hann sér óréttlæti þá hrökklast menn frá við augnatillitið eitt. „Nei, nú sé ég hver þetta er. Þetta er framkvæmdastjóri Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins,“ sagði Andrés sem meðal annars hefur starfað fyrir Iceland Express. En þar er forstjóri Matthías Imsland sem lent hefur í stælum við eig- anda augnanna sem er Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð og heyrt, og hefði sennilega viljað hafa fengið aðrar einkunnir um Eirík frá sínum manni. Hljómsveitin ágæta Hermigervill tekur óvænt fram skóna á fimmtudagskvöld en þá leikur hún á dansleik MR-inga sem verður grímuball. MR-ingar eru annars að springa af stolti þessa dagana en sýning þeirra Meistar- inn og Margaríta féll vel í kramið og þurfti að setja upp aukasýn- ingar. Lokasýning er í kvöld en í leikhópnum eru krakkar sem eiga þekkta foreldra úr leikhúsinu svo sem Felix Bergsson, Hilmar Jónsson og Sóleyju Elíasdóttur, Skúla Gautason og Halldóru Geirharðsdótt- ur auk þess sem sonur Jóhanns Sigurjóns- sonar í Hafró er að gera góða hluti. Þeir hjá bókaforlaginu Bjarti fylgjast sér til mikillar ánægju með velgengni Jóns Kalmans í Svíþjóð. Sumarljós, og svo kemur nóttin, eða Sommerljus och sen kommer natten, kom þar út fyrir skemmstu og hlaut glimrandi móttökur gagnrýnenda. Ekki er sjálfgefið að lofsamlegir dómar og góð bóksala haldist hönd í hönd en svo er í þessu tilfelli. Á adibris.com, sem er eins konar amazon. com þeirra Svía, er bók Jóns sjöunda mest selda bókin og þykir það býsna gott í þeim geiranum. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég náði loksins sambandi við þessa aðila í gærmorgun og nú er bara verið að ræða málin,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Græna ljóssins sem hefur lengi reynt að ná sambandi við framleiðendur Stieg Larson-myndarinnar Karlar sem hata konur, eða í þrjá mánuði. Myndin var ekki á dag- skrá kvikmyndahúsanna sem kom mörgum spánskt fyrir sjónir enda hefur þessi glæpa- saga Larsons slegið í gegn hér á landi og selst í bílförmum Á vef imdb.com kemur fram að myndin verði sýnd í Belgíu, Frakklandi og Hollandi í ágúst en hvergi er minnst á Ísland eins og venja er á vefsíðunni. „Við gerum okkur alveg fyllilega grein fyrir vinsældum bókarinnar og stefnum að því að frumsýna myndina ein- hvern tímann í sumar ef samningar ganga,“ útskýrir Jón Gunnar Geirdal, markaðsstjóri Senu. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um hvort það verði á vegum Græna ljóss- ins eða í almennum sýningum í kvik- myndahúsum Senu. Karlar sem hata konur hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er hluti af þríleik um blaðamanninn Mikael Blomkvist og Lisbeth Sandler sem Larson skildi eftir sig en hann lést langt fyrir aldur fram árið 2004, áður en bækurnar komu út. Mynd- inni er leikstýrt af Niels Arden Oplev sem hefur meðal annars leikstýrt þáttum í sjónvarpsþátta- röðunum Örninn og Rejseholdet en þær hafa báðar verið sýnd- ar hér á landi. Hún hefur hlot- ið rífandi góða aðsókn á hinum Norðurlöndunum en í bígerð er sjónvarpsþáttaröð eftir hinum tveimur bókunum. Karlar sem hata konur til Íslands VONAST TIL AÐ FÁ MYNDINA Jón Gunnar Geirdal vonast til að geta sýnt Íslending- um kvikmyndina Karlar sem hata konur sem byggð er á bók Stieg Larsson og notið hefur mikilla vinsælda hér á landi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.