Fréttablaðið - 18.03.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.03.2009, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 18. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR4 Ú T T E K T Á næstu vikum ætti að lækka hér stýrivexti um allt að 400 punkta (fj ö g u r pr ó s e nt u - stig), samkvæmt áliti skuggabankastjórnar Markaðar- ins. Seðlabanki Íslands tilkynnir á morgun, fimmtudag, um stýri- vaxtaákvörðun sína, þá fyrstu eftir að ný lög um Seðlabank- ann tóku gildi og þar voru gerð- ar breytingar á yfirstjórn. Skuggabankastjórnin leggur til hratt vaxtalækkunarferli með um- talsverðri lækkun strax í upphafi. Um leið er lögð áhersla á mark- vissa efnahagsstjórn sem miði að því að koma í veg fyrir að ríkið lendi í skuldakreppu. Þá sé mikil- vægt fyrir Seðlabanka Íslands að láta af því að horfa til verðbólgu síðustu 12 mánaða þegar tekn- ar eru ákvarðanir um stýrivexti, enda sé hér nú allt annað hagkerfi en var þá. Bankinn eigi fremur að nota eigin verðbólguspá sem grunn í spá um raunstýrivexti. Jafnframt telur skuggabanka- stjórnin að ný peningastefnu- nefnd megi ekki fara of varfærn- islega af stað í lækkunarferlinu. Hér hafi áður gengið vel á tímum þjóðarsáttarinnar að keyra í gegn hraða lækkun stýrivaxta og hratt lækkunarferli sé mjög mikilvægt. Hættan sé sú að í umhverfi þar sem vextir séu mjög háir og al- mennt sé búist við lækkun verði uppi almenn biðstaða meðan beðið er lækkunarinnar. Hratt vaxtalækkunarferli sé þannig ein af forsendum þess að kerfið fari aftur af stað. Um leið telur skuggabanka- stjórnin að sem allra fyrst þurfi að finna framtíðarlausn í gjald- miðlamálum þjóðarinnar, ekki verði til lengdar búið við það óvissuástand sem uppi sé í gjald- eyris- og peningamálum. VERJA ÞARF RAUNHAG- KERFIÐ „Ég tel forsend- ur til að lækka vexti nú – og vaxtalækkunin eigi að vera um- talsverð. Það er svo matsatriði hver lækkunin á nákvæmlega að vera í tölum. Að öllu athuguðu er mín skoðun sú að stýrivextina eigi að lækka um fjögur prósentustig, úr 18 prósentum í 14 prósent,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir rökin fyrir umtals- verðri lækkun nú felast í gjör- breyttum aðstæðum í efnahags- lífinu. „Kreppa hefur tekið við af þenslu. Umsvif og velta í efna- hagslífinu hafa snarminnkað. Í því sambandi nægir að benda á kortaveltu, innflutning og hús- næðismarkaðinn. Þá hefur mik- ill vöruskiptahalli snúist í veru- legan afgang, atvinnuleysi hefur margfaldast og rauntekjur heim- ila dregist meira saman en dæmi eru um. Loks sækja að atvinnu- lífi og fyrirtækjum meiri erfið- leikar en frá því á kreppuárun- um á fjórða áratug síðustu aldar. Við þessar aðstæður er verðbólga engin ógn heldur hættan á því að framleiðslugeta hagkerfisins skaðist til langframa. Brýnasta verkefnið er því að verja raun- hagkerfið, á því hvíla lífskjörin til framtíðar. Háir vextir áfram geta að mínu viti teflt í tvísýnu framleiðslugetu hagkerfisins og torveldað mjög endurreisn þess.“ Þórður segist ekki í nokkrum vafa um að vaxtalækkun við þess- ar aðstæður sé besta leiðin til að örva hagkerfið. „Vara verður við almennum aðgerðum í ríkisfjár- málum í þessu skyni. Þeim mun veikari sem staða ríkissjóðs verð- ur gerð þeim mun meiri líkur eru á því að við festumst í sjálfheldu hárra vaxta um langa hríð.“ Þórður segir þá sem vilja halda vöxtum óbreyttum eða fara var- lega í vaxtalækkun einkum benda á tvennt. Annars vegar að veru- leg lækkun vaxta kunni að veikja krónuna og fyrir vikið valda auk- inni verðbólgu. „Ég hygg að þessi hætta sé ofmetin – og þótt krónan veiktist eitthvað tímabundið væri skaðinn sem af því leiddi senni- lega miklu minni en af áfram- haldandi hávaxtastefnu,“ segir hann. Hins vegar sé gjarnan bent á að tólf mánaða verðbólga sé nú 17,6 prósent og ekki gangi að hafa raunvexti neikvæða. „Þetta er bábilja að mínu viti. Það er frá- leitt að miða við verðbólgu tólf mánuði aftur í tímann þegar að- stæður eru jafn ólíkar og dagur og nótt,“ segir Þórður Friðjóns- son og telur að öllu samanlögðu brýnt að stýrivextir verði lækk- aðir umtalsvert við núverandi að- stæður og þær horfur sem blasi við í efnahagslífinu. GJALDEYRIS- OG PENINGA- MÁLUM KOMIÐ Í VARANLEGA SKIPAN Ólafur Ísleifs- s o n , l e k t o r við viðskipta- deild Háskól- ans í Reykja- vík, bendir á að vaxtaákvörðunin á morgun sé hin fyrsta frá því ný lög um Seðla- bankann tóku gildi. „Samkvæmt þeim skal opinberlega birta fund- argerðir peningastefnunefnd- ar og gera grein fyrir ákvörðun- um nefndarinnar og forsendum þeirra. Vænta verður að upplýs- ingagjöf í þessu efni verði hin vandaðasta,“ segir hann og kveð- ur meginverkefni peningastefnu- nefndar vera að ákveða myndar- lega lækkun stýrivaxta nú þegar og leggja fram áætlun um frekari lækkun vaxta á komandi tíð. „Engar forsendur eru fyrir hinum ofurháu vöxtum sem hvergi eru hærri innan OECD en hér á landi. Naumast þarf 18 pró- senta stýrivexti til að styðja við gengi krónunnar þegar hún ligg- ur í gjaldeyrishafti. Ekki verð- ur séð að 18 prósenta stýrivexti þurfi til að halda aftur af verð- bólgu þegar eldsneyti hennar virðist þrotið. Verðbólgan kann og að vera ofmetin í ljósi þess að makaskipti og falskt verð á fast- eignamarkaði koma í veg fyrir að verðbólgan mælist rétt í þessu tilliti. Önnur lönd hafa beitt sér gegn kreppunni með verulegri lækkun stýrivaxta sem víðast hvar liggja á bilinu núll til tvö prósent.“ Um leið bendir Ólafur á að enda þótt vextirnir hér séu út úr korti og þurfi að lækka um- talsvert sé Seðlabankinn í þeirri aðstöðu að þurfa að endurvinna sér trúverðugleika. Þetta kunni að setja honum hömlur í að ganga jafn fast fram við vaxtalækkanir og tilefni væri til. Hann segir þess jafnframt að vænta að Seðlabankinn eigi hlut að viðræðum við eigendur krónubréfa með það að mark- miði að viðunandi jafnvægi ríki milli hagsmuna þessara aðila og innlends gjaldeyrismarkaðar. „Nýr bankastjóri Seðlabankans lýsti því sem meginmarkmiði að styrkja gengi krónunnar og slík- ar viðræður sýnast nauðsynleg- ar til að skapa skilyrði fyrir því að svo verði. Um leið fælu þær í sér nauðsynlegan undirbúning á afnámi gjaldeyrishafta,“ segir Ólafur Ísleifsson og kveður nýja peningastefnunefnd Seðlabank- ans hljóta að leggja fram grein- argerð um aðgerðir á starfssviði sínu til að tryggja að atvinnulíf- ið búi við viðunandi starfsskilyrði í krónuhagkerfinu og þangað til takist að koma á nýrri varanlegri skipan gjaldeyris- og peninga- mála. Skortur á skýrri sýn um þá framtíðarskipan segir hann vera akkillesarhæl þeirrar efnahags- ÓLAFUR ÍSLEIFS SON ÞÓRÐUR FRIÐ JÓNS SON Tími kominn á myndarlega lækkun stýrivaxta Skuggabankastjórn Markaðarins kemur nú saman í gjörbreyttu umhverfi Seðlabanka Íslands. Lagaumhverfi er nýtt, skipt hefur verið um yfirstjórn og vinnulagi við vaxtaákvarðanir breytt. Óli Kristján Ármannsson settist niður með Ásgeiri Jónssyni, Eddu Rós Karlsdóttur, Ólafi Ísleifssyni og Þórði Friðjónssyni og komst að því að öll vilja þau láta lækka vexti núna. SKUGGABANKASTJÓRN Á RÖKSTÓLUM Ásgeir Jónsson, Ólafur Ísleifsson, Þórður Friðjónsson og Edda Rós Karlsdóttir bera saman bækur sínar um hvaða stefnu væri skynsamlegast fyrir Seðlabankann að taka í ákvörðun um stýrivexti á morgun, fimmtudag. M A R K A Ð U R IN N /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.