Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 32
 27. MARS 2009 FÖSTUDAGUR6 ● geðhjálp smátt og prófa sig áfram en þessi þjónusta á ekki endilega að vera tengd spítalastofnunum, þó vissu- lega þurfi að vera góð samvinna þar á milli. Þarna er ágreiningur innan fagstéttarinnar.“ DAGDEILDARÞJÓNUSTAN MIKILVÆG Þrátt fyrir að afturkippur hafi orðið í þróun geðheilbrigðisþjón- ustunnar með niðurskurði þá vill Sigmundur meina að þó hafi átt sér stað innri þróun. „Göngudeild- arþjónusta í Reykjavík hefur auk- ist og dagdeildarþjónustan fékk að lifa áfram. Hún mætti þó vera meiri og þykir í raun vaxtarbrodd- ur alls staðar annars staðar en hér á land.“ Að sögn Sigmundar hefur verið erfitt síðustu þrjú til fjög- ur árin að geta ekki sinnt öllum beiðnum um göngudeildarþjón- ustu. „Við tökum eingöngu við fólki á göngudeild eftir tilvísun- um og er það það mest frá heilsu- gæslunni og bráðamóttöku. Fram á þetta ár hafa alltaf einhverjir gengið af en hingað til höfum við getað sinnt öllum innlagnarbeiðn- um. Fækkun plássanna fyrir sunn- an hefur hins vegar komið niður á legudagafjöldanum, fólkið staldr- ar styttra við en væri faglega nauðsynlegt.“ Þegar heil dagdeild er lögð niður er vissulega dregið úr þjónustu við geðsjúka. Þó svo hún sé einungis hluti af þeirri geðheilbrigðisþjónustu sem veitt er þá þarf hún að vera til stað- ar. „Dagdeildir auka lífsgæði og sjálfsbjargarmöguleika fólks og nýtast vel þeim sem verst eru staddir. Okkar fyrirmynd var dag- deild Landspítalans við Skóla- vörðustíg í Hvítabandinu, þar næst góður árangur,“ segir Sigmundur ákveðinn. Á dagdeildunum fer fram iðjuþjálfun, hópmeðferð og hug ræn atferlismeðferð sem margir hafa tileinkað sér. „Unnið er með ýmsa kvíðasjúkdóma í hópum og jafnvel þunglyndi. Veik- asta fólkið fær stuðningsmeðferð en þarna koma að ýmsir sérfræð- ingar eins og læknar, sálfræðing- ar, iðjuþjálfar og hjúkrunarfræð- ingar,“ útskýrir hann. VATNASKIL Á LANDSPÍTALALÓÐ Um 1980 varð að sögn Sigmund- ar algjör breyting þegar geðdeild Landspítalans varð að veruleika, en hún var byggð á árunum 1974 til 1983. „Miklu máli skipti að geðdeild Landspítalans var reist á Landspítalalóðinni gegn mik- illi andstöðu lækna. Þar má nafn Tómasar Helgasonar, fyrrverandi yfirlæknis á Kleppi, heyrast en hann var eitilharður í þessari bar- áttu og hafði sigur með yfirvöld- um. Þá varð geðdeildin hluti af al- mennum spítala en þannig hafði það verið á Borgarspítala frá 1970 og á Akureyri frá upphafi árs- ins 1973. Ef maður lítur á þessa tæpu þrjá áratugi þá finnum við sem vinnum í þessu að viðhorf al- mennings og jafnvel stjórnmála- manna til geðheilbrigðisþjón- ustu hafa breyst til hins betra. Geðhjálp þykir nú eðlilegur hluti af heilbrigðisþjónustu og hefur ekki þá sérstöðu sem áður var í hugum fólks, enda voru deildirn- ar það litlar sem sáu um þjónust- una þannig að ekki var hægt að hjálpa nema þeim allra veikustu. Þá táknaði Kleppur allra veikasta fólkið en í dag sinnum við mun breiðari hópi og verkefnum sem okkur óraði ekki fyrir að yrðu á okkar borði. Má þar nefna alls konar lífskreppur og lífsvanda. En þar koma fleiri starfsstéttir inn auk geðlækna og hjúkrunar- fræðinga og nýtast þeir kraftar vel,“ segir hann einlægur og nefn- ir að einkum séu viðhorf fólks undir fertugu allt önnur en áður var. „Þó glittir enn í fordómana, ekki síst hjá samstarfsfólki okkar í öðrum sérgreinum, eins skrít- ið og það er,“ segir Sigmundur og brosir. METNAÐUR Í STARFI Sífellt heyrist sú gagnrýni að of litlu sé varið til geðheilbrigðis- þjónustu en þó telur Sigmundur að mikill metnaður sé hjá fagaðilum að skapa góða endurhæfingu á landsvísu fyrir geðsjúka. „Þrátt fyrir alla kreppu og samdrátt er eitthvað að fæðast til dæmis á Kleppslóðinni hvað varðar endurhæfingu. Þessi ofuráhersla á bráðaþjónustu er kannski ekki alveg rökrétt. Vissulega þarf hún að vera til staðar en því miður er oft talað eins og þetta sé það eina sem sé nauðsynlegt. Bráðaþjónust- an er hins vegar mjög takmörkuð ef hlutunum er ekki fylgt eftir og þörf fyrir bráðaþjónustu verður aftur minni ef við veitum meðferð og þjónustu.“ Sigmundur telur einna helst þurfa að auka dagdeildarþjón- ustu, bæði fyrir norðan og sunn- an. „Deilur hafa staðið um hvort sú þjónusta og endurhæfing ættu að vera frekar á vegum heilsu- gæslunnar og sveitarfélaga en á vegum bráðaspítala. Þjónustan þarf í það minnsta að vera til og rekin af fagmenntuðu fólki. Ég vil benda á öflugt starf og endurhæf- ingu Reykjalundar þar sem unnið er meðal annars að endurhæf- ingu geðsjúkra. Þar er biðlisti sem aldrei tæmist.“ VERT AÐ BYRGJA BRUNNINN Vart hefur orðið við vaxandi fíkni- efna- og áfengisvanda hjá geð- veikum. „Um helmingur af illa geðveiku fólki glímir líka við ein- hvern fíkniefnavanda og erum við í miklu samstarfi við stofnan- ir eins og SÁÁ. Það eina sem ég hef við þær góðu stofnanir að at- huga er að unglingar skuli ekki fá að byrja á barna- og unglinga- geðdeild áður en þeir eru settir í áfengismeðferðarprógramm því fíkniefnavandi unglinga er oft ein- kenni um annan vanda sem þarf að taka á,“ segir Sigmundur og nefn- ir að vart hafi orðið við óskilj- anlegan vöxt í greiningum á of- virkni og einhverfu. „Ekki hefur orðið svona mikil aukning hjá full- orðnum í neinum sjúkdómaflokki nema við sjáum mun fleiri kvíða- sjúklinga sem eflaust voru til áður en hafa nú greiðari aðgang að sér- hæfðri þjónustu eins og þeirri er sálfræðingar bjóða upp á. Hins vegar eru sálfræðingar ekki enn í tryggingakerfinu og eru því bara í boði fyrir þá sem hafa efni á að greiða þeim.“ AUKIN LYFJANOTKUN Um 80 prósent af öllum geðrænum vanda fer ekki lengra en til heilsu- gæslunnar en einungis um 20 pró- sent enda hjá geðlæknum. „Þannig verður það alltaf. Erfiðustu og langvinnustu tilfellin fara til okkar. Sumir undrast að mest magn geð- lyfja komi frá heilsugæslulæknum en það er einfaldlega vegna þess að þeir stunda langflesta sjúklinga sem eru með geðrænan vanda,“ segir Sigmundur en viðurkennir að gagnrýni á ofnotkun lyfja eigi þó rétt á sér. „Halda þarf vel utan um lyfjameðferð og tímabinda hana. Við þurfum aðhald og gagn- rýna umræðu alla tíð en að vísu eru margir sjúkl ingar sem þurfa á lyfjum að halda svo þeim sé fært að njóta annarrar þjónustu. Þá er ég að tala um þá allra veikustu sem eru kannski einn tíundi hluti þeirra sem stríða við geðræna erf- iðleika. Þetta er gott hvað með öðru og nauðsynlegt að fara ekki í öfgarnar í sitthvora áttina,“ segir hann en önnur skýring á aukinni lyfjanotkun er að lyfin hafa batn- að og fleiri leita sér hjálpar. „Geðsjúkdómar eru ekki leng- ur eins dularfullir í hugum fólks og nálægðin inni á spítalalóðun- um hefur meðal annars orðið til þess að breyta viðhorfinu,“ segir Sigmundur ánægður. - hs Stofnfundur Landsbyggðadeilda Geðhjálpar árið 2006. Lúðrasveit fer fyrir Geðgöngunni niður Laugaveg árið 2005. Hlaupið af stað í Geðhlaupi árið 2005. Sigurvegarar Geðhlaups Geðhjálpar árið 2005. MYNDIR/GEÐHJÁLP Að loknu geðsjósundi í Nauthólsvík.Á Túngötu 7 er skrifstofa Geðhjálpar og félagsmiðstöð. Geðsjúkdómar eru ekki lengur eins dularfullir í hugum fólks og nálægð- in inni á spítalalóðunum hefur meðal ann- ars orðið til þess að breyta viðhorfinu,“ segir Sigmundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.