Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 28
 27. MARS 2009 FÖSTUDAGUR2 ● geðhjálp Geðhjálp hefur nú starfað í 30 ár. Hope Knútsson iðjuþjálfi fluttist til Íslands frá New York árið 1974 en hún var formaður Geðhjálpar á árunum 1981 til 1986. „Ég starf- aði sem geðiðjuþjálfi í New York. Ein ástæða þess að ég flutti til Ís- lands var að stofna námsbraut í iðjuþjálfun en ég er með BA-próf í sálfræði og heimspeki og mast- erspróf í iðjuþjálfun,“ segir Hope sem vann fyrstu árin á Íslandi sem geðiðjuþjálfi á Kleppsspítala. „Mér ofbauð það sem ég sá við vinnu mína á Kleppi en meðferð- irnar sem boðið var upp á voru tuttugu árum á eftir í tíma. Mér fannst geðheilbrigðiskerfið mann- skemmandi, bæði fyrir sjúkling- ana og starfsfólkið. Ég vildi ekki taka þátt í svona kerfi og hætti eftir rúmlega tveggja ára vinnu. Ég vildi starfa úti í samfélaginu og hjálpa fólki að byggja sig upp í sínu venjulega umhverfi.“ Meðfram því að taka þátt í að stofna Iðjuþjálfafélag Íslands, vann hún að hugsjónastarfi fyrir Geðhjálp, meðal annars við upp- byggingu þjónustu sem byggðist á sjálfshjálparhugmyndafræði. „Við komum á fót félagsmiðstöð og stofnuðum sjálfshjálparhópa fyrir sjúklinga og aðstandendur. Einnig stóðum við fyrir mánað- arlegum fyrirlestrum um geðheil- brigðismál og fengum fastan dálk í Morgunblaðinu um reynslu fólks af geðheilbrigðismálum og þjón- ustunni og beittum okkur fyrir breytingum varðandi geðheilbrigð- ismál hjá borginni og á landsvísu,“ segir Hope. Eftir að starfi hennar fyrir Geð- hjálp lauk hefur hún unnið að fjöl- menningarmálum en hún stofnaði meðal annars Félag nýrra Íslend- inga. Hope er nú formaður Sið- menntar, félags siðrænna húman- ista, en hvernig blasir staða geð- heilbrigðismála við henni í dag? „Mér finnst þjónustan fyrir geð- fatlaða vera betri en fyrir þrjátíu árum því hún er fjölbreyttari. Þó er langt í land að hún sé viðunandi. Það þarf fleiri úrræði varðandi bú- setu, atvinnu- og félagsmál. Enn er lögð alltof mikil áhersla á geð- lyf sem hjálpa ekki öllum og eru alls ekki nóg til að ná bata. Fólk þarf að finna aftur þýðingarmikið hlutverk í lífinu.“ - rat Svanur Kristjánsson hefur orð- ið var við jákvæða viðhorfs- breytingu í garð geðsjúkra á undanförnum árum enda eiga þeir góða von um bata og betra líf. Svanur Kristjánsson, prófessor og fráfarandi formaður Geðhjálp- ar, segir ýmislegt hafa breyst til batnaðar í málefnum geðsjúkra á undanförnum árum. „Þar ber helst að nefna nýlegan þjón- ustusamning á milli ríkisins og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að borgin mun sjá um framkvæmd allrar þjónustu við geðfatlaða, en sams konar samningar hafa verið gerðir við fleiri sveitarfélög. Þeir tryggja heildstæða þjónustu við geðsjúka og draga úr líkum á því að þeir velkist á milli kerfa,“ segir hann. „Þá hef ég orðið var við jákvæða viðhorfsbreytingu í þjóðfélaginu í garð geðsjúkra. Ég held að margir líti orðið svo á að þó einhver veik- ist af geðsjúkdómi þá er mikil von um bata. Aðalatriðið er að horfa á hvern einstakling fyrir sig og hvað hann getur í stað þess að líta á tak- markanir hans.“ Svanur segir þó að víða megi gera betur og finnst til að mynda ófært að sálfræði- þjónusta skuli ekki vera niður- greidd líkt og önnur sérfræði- þjónusta. „Við höfum barist kröft- uglega fyrir því að fá þessu breytt en ekkert orðið ágengt.“ Svanur hefur setið í stjórn Geð- hjálpar í fimm ár og gegnt starfi formanns síðustu tvö ár. En hvað kom til að hann ákvað að beita kröftum sínum í þágu geðsjúkra? „Sonur minn veiktist af alvarleg- um geðsjúkdómi. Ég hafði föður minn, Kristján Jónsson, sem fyrirmynd en hann var einn af for- vígismönnum Þroskahjálpar. Bróð- ir minn heitinn var þroskaheft- ur og fylgdist ég með því hvern- ig faðir minn beitti þekkingu sinni og krafti í félagi við aðra til að ná fram úrbótum. Ég vildi því leggja mitt af mörkum en auk þess að græða eigin sár enda veikjast aðstandendur geðsjúkra líka.“ Syni Svans hefur vegnað vel. „Mestu skiptir að fólk hafi von um betra líf. Það þarf að byggja hvern einstakling upp út frá eigin forsendum og er mikilvægt að að- standendur standi þétt og að þeir sem veikjast hafi aðgang að góðu fagfólki.“ - ve Von um betra líf skiptir mestu máli Svanur ákvað að beita kröftum sínum í þágu geðsjúkra þegar sonur hans veiktist. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Geðhjálp hefur undanfarnar vikur staðið fyrir fyrirlestrum um and- lega sjálfsvörn. Í þeim fer Sig- ursteinn Másson, vararfor- maður stjórnar Geðhjálpar, yfir grunnþætti andlegrar heilsu og leiðir til að verj- ast neikvæðu andlegu áreiti eða hugsun- um. Fyrirlestrarn- ir taka um 30 mín- útur og henta til dæmis í hádegis- hléum fyrirtækja og stofnana, en Sigursteinn hefur bæði haldið þá í Reykjavík og á Akureyri. „Ég legg áherslu á tengsl lík- amlegrar og andlegrar heilsu og sjálfsvarnar. Þetta er eins konar andsvar við tvíhyggj- unni sem hefur gætt hér á landi síðastliðna ára- tugi og vil ég síður hólfa hlutina niður í líkama og sál, andlegt og ver- aldlegt. Ég legg áherslu á samheng- ið þarna á milli en oft á fólk auðveldara með að skilja hið áþreif- anlega og þar af leiðandi hið líkamlega. Ég reyni að ná utan um það hvernig við getum yfir- fært það yfir á hið andlega.“ Sigursteinn kemur í fyrirlestr- inum inn á ýmis tæknileg atriði. „Fólk vill ýmist ná föstum tökum á ákveðnum atriðum eða ýta þeim frá sér og losna undan einhverju taki sem einhver eða eitthvað hefur á því og eru ýmsar leiðir til þess.“ Fyrirlestrarnir henta jafnt þeim sem glíma við andlega erfið- leika sem öðrum og eiga sérstakt erindi nú þegar margir upplifa ótta og kvíða. Hægt er að panta fyrirlestur hjá Geðhjálp í síma 570 1700 eða með því að senda póst á gedhjalp@gedhjalp.is - ve Leiðir til að verjast áreiti Áhersla er á tengsl líkamlegrar og andlegrar heilsu og sjálfsvarnar. Í fyrirlestrunum fer Sigursteinn yfir grunnþætti andlegrar heilsu og leiðir til að verjast neikvæðu andlegu áreiti eða hugsunum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Hope Knútsson var formaður Geðhjálp- ar á upphafsárum félagsins. Hún segir þjónustu við geðfatlaða hafa breyst mikið til batnaðar síðustu þrjátíu árin en enn sé þó langt í land. MYND/ÚR EINKASAFNI Þjónustan breyst til batnaðar á 30 árum Útgefandi: Geðhjálp | Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sveinn Magnússon | Netfang: gedhjalp@gedhjalp.is | Texti: Hrefna Sigurjónsdóttir, Kjartan Guðmundsson, Sólveig Gísladóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir og Vera Einarsdóttir. | Forsíða: Gunnar V. Andrésson og Heiða.is | Auglýsingar: Fréttablaðið/Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, sími: 512 5462. Hope segir mikilvægt að fólk finni þýðingar- mikið hlutverk í lífinu. N O RD IC PH O TO S/ G ET TY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.