Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 8
8 27. mars 2009 FÖSTUDAGUR 1. Hvað sat Geir H. Haarde lengi á Alþingi? 2. Hver er besti knattspyrnu- maður heims að mati Frakkans Zinedine Zidane? 3. Í hvaða kvikmynd Jackie Chan leikur Magnús Scheving stórt hlutverk? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38 LÖGREGLUMÁL „Okkur varð hræði- lega við þegar við áttuðum okkur á hvað hafði verið í gangi hérna og erum gjörsamlega í rusli. En úr því sem komið er, er lán í óláni að þetta skyldi hafa komist upp.“ Þetta segir Jón Þ. Magnússon, eigandi húsnæðis í Þykkvabæ, þar sem upp komst um umfangsmikla kannabisræktun í fyrrakvöld. Lög- regla lagði hald á um fimm hundr- uð kannabisplöntur í húsnæðinu, auk annars búnaðar til vatnsrækt- unar, þar á meðal á annan tug gróðurhúsalampa. Jón segir enn fremur að þótt sér hafi verið farið að þykja hlutirn- ir eitthvað skrítnir, meðal annars hversu erfitt hefði verið orðið að ná sambandi við þá sem hlut áttu að máli, hefði verið svo víðs fjarri að nokkrum manni hefði dottið í hug að þeir væru að fást við eitt- hvað ólöglegt. Ekki síst í ljósi þess að einn þeirra sé sonur hans. Hann segir fólkið hafa verið algjörlega grunlaust um það sem fram fór í húsnæðinu, sem alla jafna hefur verið notað sem vélageymsla. Í nóvember hefði hann hins vegar leigt hluta af því til piltanna sem grunaðir eru um að standa að ræktuninni. Hann hefði verið far- inn að leggja drög að því að hætta útleigunni þar sem hann hefði ætlað að fara að nota húsnæðið. Jón hefur unnið að því ásamt félaga sínum að koma upp hesta- tengdri atvinnustarfsemi á staðn- um. Hann óttast að málið muni skaða hana, jafnvel verulega. „Maður hefur verið að reyna að brölta í atvinnuleysinu og koma af stað sjálfstæðum rekstri með góðu fólki í rólegheitum þó og þetta er ekki til þess að hjálpa manni, því almannarómurinn er harður dóm- ari,“ útskýrir Jón enn fremur. „En ég vil halda í trúna því hana hef ég. Ef maður á sér enga trú þá er náttúrlega næsta skref að hoppa í sjóinn. En þetta var ekki manns- lát, heldur mannorðslát kannski. Það er svo skammt um liðið síðan þetta komst upp að maður er bara að reyna að jafna sig og hugsa rökrétt.“ „Þó að þetta virðist vera að ger- ast á hverju götuhorni nú, þá skil ég bara ekki hvernig menn halda að þeir komist upp með þetta,“ segir hann og kveðst undrast hversu auð- velt sýnist að hefja iðju af þessum toga og komast yfir efnivið sem til hennar þurfi. jss@frettabladid.is ENN EIN RÆKTUNIN Kannabisræktunin í Þykkvabænum var með sama sniði og sú sem tekin var á Kjalarnesi fyrir skömmu og myndin er af. Um var að ræða vatnsrækt- un með lömpum og næringarefnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Húseigandi grunlaus um kannabisræktun Eigandi húsnæðisins í Þykkvabæ, þar sem lögregla fann umfangsmikla kanna- bisræktun í fyrrakvöld, er sleginn og miður sín. Hann hafði leigt húsnæðið út í góðri trú. Engan á staðnum grunaði að þar færi fram ólögleg iðja. TRÚMÁL Smokkar hjálpa ekki til í baráttunni gegn alnæmi heldur gera þeir illt verra, segir staðgeng- ill kaþólska biskupsins á Íslandi, séra Patrick Breen. Hann var spurður um afstöðu safnaðarins til ummæla Benedikts páfa, sem hélt þessu fram í Afríku á dögunum. Vöktu ummælin mikla umræðu og reiði margra. Heil- brigðisráðherra Frakklands kall- aði þetta meðal annars „risavaxin vísindaleg ósannindi“ sem gerðu afrískum konum erfiðara fyrir í lífsbaráttunni. Spænsk stjórn- völd brugðust við með því að senda mi l lj - ón smokka til Afríku. „Ég er alveg sammála honum [páfanum]. Þetta er kenn- ing kirkjunn- ar og rétt hjá honum að segja það sem þarf kjark til að segja. Okkur vantar stund- um kjark til að segja það sem er satt, það sem er sannleikur,“ segir Patrick. „Ég held að þessir smokk- ar hjálpi ekki í raun og veru.“ Spurður hvort hann væri einn- ig sammála þeim ummælum páfa, að smokkar gerðu illt verra, segir hann að almennt séð sé það rétt. Þannig séu smokkar ekki not- aðir í Úganda og þar hafi gengið betur í baráttunni gegn alnæmi en í Suður-Afríku, þar sem smokk- ar séu mikið notaðir. „Það skiptir mestu hvernig fólk hugsar,“ segir Patrick, en páfinn telur að notkun smokka leiði til lauslætis. - kóþ Séra Patrick Breen segir hugarfar skipta meira máli en getnaðarvarnir: Staðgengill kaþólska biskupsins á Íslandi sammála páfa um smokka BENEDIKT PÁFI Sumarbúðir KFUM og KFUK Vatnaskógur Vindáshlíð Kaldársel Hólavatn Ölver Skráning hefst á vorhátíð KFUM og KFUK 28. mars kl. 12 á Holtavegi og í Sunnuhlíð á Akureyri KFUM og KFUK - Holtavegi 28 - 104 Reykjavík - Sími 588 88 99 - www.kfum.is Sjá flokkaskrá sumarbúðanna 2009 á kfum.is 56 flokkar í 5 sumarbúðum, 29 leikjanámskeið á 3 stöðum DÓMSMÁL Tvítugur maður hefur verið dæmdur í eins árs skilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa mök við fjórtán ára stúlku. Maðurinn hafði þrívegis samræði við stúlk- una frá desember 2007 og fram í janúar 2008, og hafði einu sinni við hana munnmök. Maðurinn játaði brotin. Sam- ræðið fór fram með samþykki stúlkunnar, en samræði við börn undir fimmtán ára aldri er hins vegar ólöglegt og var maðurinn því dæmdur sekur. Refsingin var skilorðsbundin vegna ungs aldurs gerandans og þess að hann hafði hreint sakavottorð. Bótakröfu stúlkunnar var vísað frá dómi. - sh Tvítugur maður á skilorð: Hafði mök við 14 ára stúlku DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt Sævar Sævarsson, 27 ára, í fimm ára fangelsi fyrir að reyna að stinga mann til bana á Hverfisgötu í ágúst í fyrra. Með þessu staðfest- ir Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í nóvember. Maðurinn réðst á annan af erlendu bergi brotinn fyrir utan skemmtistað á Hverfisgötu og stakk hann í handlegg og bak. Fórnarlambið hlaut lífshættulegt stungusár inn í brjósthol og inn í lunga, svo af hlaust loftbrjóst og blæðing í brjóstholi. Þá skaddaðist ölnartaug í framhandlegg manns- ins. Maðurinn missti mátt í fingri og fær hann jafnvel ekki aftur fyrr en eftir hálft annað ár. Sævar játaði að hafa stungið manninn en neitaði að hafa ætlað að ráða hann af dögum. Í niður- stöðu dómsins segir að tilviljun ein hafi ráðið því að fórnarlambið hafi ekki beðið bana af stórhættu- legri árásinni. Sævari er gert að greiða manninum rúmar 800 þús- und krónur í bætur. - sh Hæstiréttur staðfestir dóm yfir stungumanni: Í fimm ára fangelsi fyrir morðtilraun FINNLAND Forsætisráðherra Finn- lands, Matti Vanhanen, er enn í vandræðum vegna kvennamála. Blaðið 7 päi- vää segir frá því að Vanhan- en hafi sent frambjóðanda Miðflokksins í sveitarstjórn- arkosningunum í október gróf tölvuskeyti, til dæmis um að númer hans sem frambjóðanda væri 69. Blaðið segir frá því að í fyrstu hafi forsætisráðherrann sent konunni, sem er einstæð móðir, tölvuskeyti til að ræða kosninga- baráttuna. Konunni hafi hins vegar ekki líkað tvíræð skeytin, að sögn Hufvudstadsbladet. Vanhanen segir að ekki hafi verið um tvíræðni að ræða, birta megi tölvuskeytin hans vegna. - ghs Forsætisráðherra Finnlands: Enn í vanda vegna kvenna MATTI VANHANEN PERSÓNUVERND Nýi Landsbankinn mátti ekki krefjast kennitölu af manni sem var að greiða nokkra gíróseðla fyrir annan mann í nóvember. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar. Upp- hæðin sem um ræddi var 90 þús- und krónur. Bankinn neitaði að taka við greiðslu því maðurinn neitaði að gefa upp kennitölu sína. Hann vísaði málinu þá til Per- sónuverndar sem sagði upphæð- ina til muna lægri en þá fjárhæð sem miðað sé við í lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. „Viðskiptin sjálf, það er greiðsla á ýmsum reikningum, voru að auki þess eðlis að ekki verður séð að önnur atvik hafi gefið sér- stakt tilefni til þess að fara fram á kennitölu kvartanda.“ - gar Fékk ekki að borga gíróseðla: Má ekki heimta kennitölu fólks LANDSBANKINN Neitaði að taka við greiðslu frá manni sem gaf ekki upp kennitölu. STJÓRNSÝSLA Vel á annað hundr- að skriflegra erinda hefur bor- ist fjármálaráðuneytinu frá því neyðarlögin voru sett síðastliðið haust. Þá eru símtöl ekki með- talin en þau eru ófá. Frá þessu er greint í Vefriti fjármálaráðu- neytisins. Í byrjun var helst spurt um inneignir í hlutabréfum og pen- ingasjóðum bankanna. Enn frem- ur hvort og til hvaða aðgerða ætti að grípa fyrir ellilífeyrisþega, námsmenn og öryrkja. Frá því um áramót hafa flest- ir haft áhyggjur af lífeyrissjóð- unum og útgreiðslu á séreignar- sparnaði. Þá hafa margir viljað vita meira um greiðslu barna- bóta. - she Óvissa í kjölfar bankahruns: Spyrjast fyrir í ráðuneytinu HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Í dómnum segir að tilviljun hafi ráðið því að fórnarlamb- ið beið ekki bana. Skip tekið við Sómalíu Norskt olíuflutningaskip, Bow Asir, sem er skráð á Bahamaeyjum, hefur verið tekið af sjóræningum fyrir utan strönd Sómalíu. Skipstjórinn segir að sextán til átján vopnaðir sjóræningar hafi komið um borð. Tæplega þrjátíu filippseyskir og pólskir sjómenn er á skipinu en lítið hefur heyrst frá þeim. NOREGUR VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.