Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 17
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók ákvörðun um að skerða lögverndaðan lífeyri almanna- trygginga um 10 prósent sl. áramót hjá meginþorra lífeyrisþega. Þetta var gert þrátt fyrir öryggisákvæði laga sem var sérstaklega sett til að vernda lífeyrisþega á krepputímum. Forsvarsmenn samtaka lífeyrisþega telja að þar hafi ekki verið forgangsraðað í anda velferðarsamfélags. Frá sama tíma hefur auk þess verið brugðið á það ráð að tvöfalda skerðingarhlutfall vegna svokallaðra fjármagnstekna – aðgerð sem beinist fyrst og fremst að þeim lífeyrisþegum sem eiga hóflegar banka- innistæður. Vextir og verðbætur munu því skerða greiðslur almannatrygginga verulega og bitna á þeim sem hefur tekist með erfiðismunum að leggja til hliðar til framtíðar. Athygli vekur að hin nýja ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar hefur ekki enn horfið frá því að ráðist sé með þessum hætti á tugþúsundir lífeyrisþega. Það er lýðræðisleg krafa að ríkisstjórnarflokkarnir svari því skýrt og skilmerkilega hvort, og þá hvenær, þeir hyggist leiðrétta ofannefnda gjörninga. Að öðrum kosti er óhjákvæmilegt að líta svo á að þetta sé í raun stefna þeirra. Vegna komandi kosninga er mikilvægt að önnur framboð upplýsi einnig um afstöðu sína til þeirra grundvallarmála sem hér um ræðir. Er þess óskað að svör berist eigi síðar en fimmtudaginn 2. apríl. Með vinsemd og virðingu, F.h. Landssambands eldri borgara, Helgi K. Hjálmsson formaður. F.h. Öryrkjabandalags Íslands, Halldór Sævar Guðbergsson formaður. F.h. Landssamtakanna Þroskahjálpar, Gerður Aagot Árnadóttir formaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.