Fréttablaðið - 27.03.2009, Side 17

Fréttablaðið - 27.03.2009, Side 17
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók ákvörðun um að skerða lögverndaðan lífeyri almanna- trygginga um 10 prósent sl. áramót hjá meginþorra lífeyrisþega. Þetta var gert þrátt fyrir öryggisákvæði laga sem var sérstaklega sett til að vernda lífeyrisþega á krepputímum. Forsvarsmenn samtaka lífeyrisþega telja að þar hafi ekki verið forgangsraðað í anda velferðarsamfélags. Frá sama tíma hefur auk þess verið brugðið á það ráð að tvöfalda skerðingarhlutfall vegna svokallaðra fjármagnstekna – aðgerð sem beinist fyrst og fremst að þeim lífeyrisþegum sem eiga hóflegar banka- innistæður. Vextir og verðbætur munu því skerða greiðslur almannatrygginga verulega og bitna á þeim sem hefur tekist með erfiðismunum að leggja til hliðar til framtíðar. Athygli vekur að hin nýja ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar hefur ekki enn horfið frá því að ráðist sé með þessum hætti á tugþúsundir lífeyrisþega. Það er lýðræðisleg krafa að ríkisstjórnarflokkarnir svari því skýrt og skilmerkilega hvort, og þá hvenær, þeir hyggist leiðrétta ofannefnda gjörninga. Að öðrum kosti er óhjákvæmilegt að líta svo á að þetta sé í raun stefna þeirra. Vegna komandi kosninga er mikilvægt að önnur framboð upplýsi einnig um afstöðu sína til þeirra grundvallarmála sem hér um ræðir. Er þess óskað að svör berist eigi síðar en fimmtudaginn 2. apríl. Með vinsemd og virðingu, F.h. Landssambands eldri borgara, Helgi K. Hjálmsson formaður. F.h. Öryrkjabandalags Íslands, Halldór Sævar Guðbergsson formaður. F.h. Landssamtakanna Þroskahjálpar, Gerður Aagot Árnadóttir formaður.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.