Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 16
16 27. mars 2009 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Mér finnst þetta flott hjá honum,“ segir Marinó Thorlac- ius ljósmyndari um þá ákvörð- un Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráð- herra, að afsala sér ráðherra- launum. Marinó segir að með þessu hafi Ögmundur gefið tóninn og erfitt verði fyrir aðra ráðherra að gera ekki slíkt hið sama. „Þetta er það sem fólk hefur verið að kalla eftir, að menn gangi á undan með góðu fordæmi og það er Ögmundur að gera.“ Borið hefur á efasemdaröddum sem telja að með þessu sé Ögmundur eingöngu að fiska eftir atkvæðum. Marinó tekur ekki undir þær. „Ögmundur hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er einn af fáum á Alþingi sem er tiltölulega samkvæmur sjálfur sér. Ég held að enginn sem er ósammála þeirri stefnu sem hann talar fyrir fari að kjósa hann út af laununum. Og ef þetta er bara lýðskrum, þá er það að minnsta kosti ágæt nýbreytni frá hinum hefðbundnu kosningaloforð- um, þar sem menn lofa yfirleitt að eyða meira frekar en minna.“ SJÓNARHÓLL ÖGMUNDUR AFÞAKKAR RÁÐHERRALAUN Flott MARINÓ THORLAC- IUS LJÓSMYNDARI Í aðgerð „Heilbrigðismál eru atvinnu- mál.“ ÖGMUNDUR JÓNASSON HEIL- BRIGÐISRÁÐHERRA. Fréttablaðið, 26. mars. Til í slaginn „Ja, ég hef ekkert á móti því að menn takist harkalega á.“ KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON, FORMANNSEFNI SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS. Fréttablaðið, 26. mars. Eina innfjarðarrækjan sem veidd er hér á landi um þessar mundir er í Arnarfirði. 150 tonna kvóti var gefinn út í fyrra en nú í haust var 500 tonna kvóti gefinn út fyrir þetta fiskveiðiár. „Þetta hefur gengið mjög vel, við erum að skríða í tvö hundruð tonnin,“ segir Björn Magnússon, skipstjóri á Brynjari BA 128, en hann er með um 290 tonna kvóta. Hann segist ekki óttast að verið sé að veiða of mikið í firðinum en um nokkurra ára skeið voru horf- urnar dökkar fyrir stofninn. Var þá meðal annars gripið til þess ráðs að fóðra þorskana utarlega í firðinum svo hann gengi ekki á rækjustofninn sem nú virðist vera að braggast þótt enn sé hann langt frá því sem var á 9. áratugnum. Jón Páll Jakobsson býr á Bíldu- dal en hafði ekki getað róið úr heimahöfn undanfarin ár en rækj- an breytti því. Hann og Snæbjörn Árnason keyptu bát í síðasta mán- uði og hafa nú hafið rækjuveið- ar. „Það er óneitanlega þægilegt að geta labbað niður á bryggju, farið út og verið svo kominn heim um klukkan átta á kvöld- in,“ segir hann. Höfrungur BA er síðan þriðji báturinn í rækjuveiðunum. Stefán Brynjólfsson, rannsóknarmaður hjá Hafrannsóknastofnun, segir að í haust verði rækjustofninn endur- metinn í Arnarfirði en eins verður ástandið rannsakað í Ísafjarð- ardjúpi, Öxarfirði, Skjálfanda, Húnaflóa og Skagafirði. Og hver veit nema að veiði á innfjarðarrækju hefj- ist annars staðar og fleiri geti farið að sigla frá heimahöfn. - jse Í Arnarfirði er veidd eina innfjarðarrækjan á landinu: Það kætir menn að koma með fullfermi BJÖRN MAGNÚSSON VIÐ LÖNDUN Það kætir menn óneitanlega að koma með fullfermi af rækju úr firðinum sínum eins og sést á Birni. MYND/JÓN HÁKON ■ Upphaflega var vodka landi Aust- ur-Evrópubúa, eða sá drykkur sem bændur eimuðu úr tiltæku hráefni. Helst var notast við rúg, en fátækari bændur þurftu að nota kartöflur. Vel gert vodka var hreint og bragðlaust, en oft þurfti að krydda það eða bragðbæta. Í Vodka er notaður mjög hreinn spíri, sem hefur lítið bragð. Hægt er að eima vodka úr korni, kartöflum eða mólassa (hrásykursýrópi). Rúgur er mikið notaður í Aust- ur-Evrópu og Rússlandi. Hveiti er algengara í Ameríku og Vestur-Evr- ópu. Kartöflur voru helst notaðar ef ekki var völ á korni. VODKA BRAGÐLÍTILL SPÍRI „Ég er atvinnulaus eins og margur, en ekki aðgerðalaus því ég sæki tíma í ritlist í bókmenntafræði við HÍ,“segir Ragnheiður Clausen sem flestir muna eftir sem vinsælli sjónvarpsþulu á árum áður. „Ragnheiður situr því ekki með hendur í skauti í atvinnuleysinu heldur notar þær til að hamra inn smásögur í tölvuna. „Námið byggist á að skrifa smásögur. Reyndar tók ég hrunið og samfélag- insástandið svo nærri mér að ég hreinlega fékk ritstíflu. Stíflan er brostin og ég skrifa smásögur af kappi. Annars er mitt vandamál hvað ég er feimin að sýna verkin mín. Það er vitaskuld ekki upp- skrift að árangri á ritsviðinu. Það vinnur með mér er að ég er einfari og því hentar mér vel að sitja heima og skrifa. Ég fell að því leyti inn í mynstrið um sérlundaða rithöfundinn,“ segir Ragnheiður og hlær. „Mér líður best með hund- unum mínum. Hundar eru yndislegar verur, gáfaðir og með djúpt sálarlíf.“ Hún segir sögur sínar flestar tengjast mannlífsskoðun og samfélaginu. „Ég sæki söguefni víða, til dæmis var ég sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálpinni og kynntist þar gríðarlegri neyð. Nýverið skrifaði ég sögu sem byggist á þeirri reynslu. Það sem kom mér mest á óvart voru viðbrögð þeirra sem hafa heyrt söguna. Margir héldu mig ýkja og „dramatísera“ en sannleikurinn er að ég dró frekar úr. Flestir lifa í ákaflega vernd- uðum heimi.“ Spurð um hvort von væri á sögu um hunda flissar Ragnheiður og segist ekki búast við því í bráð. „Það er þó líklegra heldur en að ég taki upp á því að skrifa vísindaskáldsögu. Kannski brýst fram áhugi á dýrasögum þegar glæpasagna- áhugi Íslendinga dofnar,“ segir hún að lokum. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? RAGNHEIÐUR ELÍN CLAUSEN, BÓKMENNTAFRÆÐINEMI Skrifar smásögur um samfélagsmál Elsta hjartaþræðingartæki LSH er komið til ára sinna og nýtt tæki mikið hjartans mál. Hjartaheill skora á almenning að taka þátt í því þjóðþrifamáli að safna fyrir nýju tæki í landssöfnun nú um helgina. Lífið liggur við. „Oft hefur framlag almennings og félagasamtaka skipt sköpum um hvort ráðist er í kaup á tækjum eða lagt í nýbyggingar. Það hefur jafnvel ýtt undir nýjungar á sviði læknavísinda hér á landi,“ segir Magnús Pétursson, ríkissáttasemj- ari og fyrrum forstjóri Landspít- alans. Honum er ekki kunnugt um hvort safnanir og framlög hjálpar- samtaka séu jafn algeng á öðrum Norðurlöndum og hér. „Hins vegar tel ég að þátttaka almennings sé af hinu góða. Það getur ekki verið nema gott að almenningur, hollvina- og félaga- samtök komi að heilbrigðiskerfinu og eigi sinn hlut í að góðum hlut- um er ýtt úr vör. Fyrir nú utan að allt veltir þetta hlassi og heil- brigðiskerfið er þungt hlass,“ segir Magnús og hlær við. Hann leggur hins vegar á það ríka áherslu að safnanir og gjafir eigi ekki að leiða til þess að hið opinbera velti af sér skyldunni. „Uppbygging heilbrigðiskerfis- ins á ekki að ráðast af vilja fólks og fyrirtækja til að gefa. Það er ekki kerfi sem við viljum. Hins vegar er þetta ómetanleg viðbót. Það gefur líka vísbendingu um áherslur og áhuga almennings. Þá skapa stór- ar safnanir umræðu og hugarfars- breytingu. Bara það getur bjarg- að mannslífum.“ Magnús segir það óumdeilt að hjartadeild LSH sé góð. Vissulega mætti húsakost- ur vera betri en deildin er að hluta byggð inn í vörumóttöku. „Ef deildin er vel búin tækjum og starfsfólk gott þá skiptir hús- næði minna máli. Það sem skiptir höfuðmáli er að hægt er að bregð- ast skjótt við. Allir sem þurfa á bráðri þjónustu að halda fá hana. Það er svo sannarlega ekki þannig alls staðar,“ segir Magnús. Hann segir mikla framför hafa orðið í hjartalækningum og að með tilkomu nýrra tækja hafi mörgum mannslífum verið bjarg- að. Fyrir utan að færri fara í stór- ar hjartaaðgerðir sem er augljós sparnaður. „Góð og öflug hjarta- deild er þar að auki eitt af aðals- merkjum góðs háskólasjúkra- húss,“ segir Magnús að lokum og snýr sér að núverandi starfi sínu sem sáttasemjari. Í tilefni af söfnun Hjartaheilla verður skemmtidagskrá á Stöð 2 í opinni útsendingu. Fjöldi valin- kunna listamanna skemmta fólki af hjartans list. Hægt verður að hringja í símanúmerin 903 1000, 903 3000 og 903 5000 allt eftir efnum og aðstæðum gefanda. Beint númer fyrir hærri eða lægri fjár- framlög en þúsund krónur er 551 9020. - she Öflug hjartadeild er eitt af aðals- merkjum góðs háskólasjúkrahúss MAGNÚS PÉTURSSON Segir mikla framför hafa orðið í hjartalækningum og að ný tæki hafi bjargað mörgum mannslífum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Helgarblaðið: Alinn upp af konum. Björn Hlynur Haraldsson leikari í helgarviðtali. Þegar þjóðin er göbbuð – skemmtileg 1. aprílgöbb Frægustu fjölskylduerjurnar. Heimili og hönnun: Safnar hreindýrum. Kolbrún Hjartardóttir er haldin söfnunaráráttu á háu stigi. Fjölskyldan: Grunnur að velferð. Waldorfskólinn tengir saman líkamlegt starf, til inningalíf og hugsanasvið. Ágúst Kvaran ofurhlaupari er kominn til Marokkó en á sunnudaginn hefst þar Sahara-eyðimerkurmaraþonið sem stendur í eina viku en það eru Frakkar sem standa fyrir því. Ágúst er annar tveggja Íslendinga sem ætla að taka þátt í maraþoninu. Fyrstu þrjá dagana hlaupa keppendur 30-40 kílómetra á dag, fjórða daginn hlaupa þeir 75-80 kílómetra, fimmta dag- inn hvíla þeir en sjötta daginn eru hlaupnir 42 kílómetrar og sjöunda daginn 15-20 kíló- metrar. Hlaupið nær því samtals um 250 kílómetrum. Keppendur hlaupa með vatn og allar vistir. Aldrei er hlaup- in sama leið frá ári til árs. - ghs Afrekshlaupari í Sahara: Hleypur 250 kílómetra Á HLAUPUM Ágúst Kvaran tekur þátt í eyðimerkurmaraþoni þessa dagana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.