Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 39
27. mars föstudagur 5 nustu Íslendingar til að tæma H&M. En sem betur fer eru Íslendingar hrein- skilnir og eru ekkert að skammast sín fyrir að halda betur um aurana sína,“ segir hún og bætir við að hún sé ekki frá því að ástandið geti verið örlítið hollt fyrir okkur. Hún segist ekki finna fyrir andúð í garð Íslend- inga í kjölfar bankahrunsins. „Danir eru mjög kaldhæðnir og gera örlítið grín að íslensku milljónamæring- unum sem ætluðu að kaupa Dan- mörku. Þannig var andinn í lok síð- asta árs en núna finnst fólki þetta voðalega leiðinlegt fyrir íslensku þjóðina.” Marín Manda segir móðurhlut- verkið hafa breytt henni meira en hún hafi getað ímyndað sér. „Ég vissi ekki að hægt væri að upplifa svona mikinn kærleik í garð barn- anna sinna. Það gerir mig hrædda. Sterkari, en hrædda. Eitt lítið bros bræðir á einu augnabliki og það kemur mér alltaf jafnmikið á óvart að þessi kríli eru algjörlega sinn eigin persónuleiki frá upphafi. Mitt hlutverk er síðan bara að móta þau eins vel og ég get.“ Hún viðurkenn- ir að það sé krefjandi að vera með tvö lítil börn og sitt eigið fyrirtæki enda hafði hún í nógu að snúast þegar hún hóf fæðingarorlofið með Bastian Blæ. „Nú á dögum er alls ekki nóg að vera bara mamma og ég vildi ekki bregðast kúnnunum mínum svo ég var mætt á pósthús- ið með pakka fimm dögum eftir að hann fæddist. Að sjálfsögðu hjálp- aði kærastinn minn mér mikið en mér fannst ég þurfa að halda utan um hvert einasta smáatriði,“ segir hún en bætir við að hún sé orðin dugleg að ýta frá hlutum sem skipta hana minna máli. „Ég sjálf er ekki lengur í aðalhlutverki í eigin lífi. Það er ótrúlega hollt en að sama skapi ætla ég að gefa mér tíma fyrir sjálfa mig um leið og tækifæri gefst því endurnærð og glöð mamma er betri mamma.“ Aðspurð hvort hún sé hætt barneignum segir hún svo ekki vera. „Þegar ég er búin að fá góðan svefn í nokkur ár þá er ég alveg til í eitt í viðbót. Sjálf óléttan er ekkert sérstaklega spenn- andi en að fæða barnið sitt er það magnaðasta sem til er.“ LÍFIÐ ER SKÓLI Marín Manda er ekki á leiðinni heim en hún kemur reglulega í heimsókn til Íslands. „Ég er ekki á fara setjast að á Íslandi til frambúðar. En einn daginn vil ég gjarnan prófa að búa aftur á Íslandi. Ég fæ oft heimþrá og þá er um að gera að skella sér heim og hitta allt fólkið sem maður elskar, hlaða batteríin og fljúga svo til baka til Danmerkur. Eftir að ég varð mamma finnst mér mikilvægt að koma heim regulega svo börnin geti umgengist fjölskylduna og lært af þeim íslenska siði og hætti,“ segir hún. Alba Mist svarar mömmu sinni á dönsku þótt Marín Manda tali við hana á íslensku og Marín segir notalegt að þær mæðgur eigi sitt eigið tungumál. „Dóttir mín skil- ur íslensku en hún talar dönskuna og því finnst mér nauðsynlegt fyrir hana að vera í kringum íslensk börn og vonandi talar hún íslenskuna reiprennandi einn daginn.“ Marín Manda horfir björtum augum fram á veginn þrátt fyrir heimskrísu. „Ég er búin að ákveða að lifa lífinu til fullnustu í dag því maður veit aldrei hvað gerist á morgun. Sem ungl- ingur var ég ansi áköf í að upplifa allt hér og nú og var óþolinmóð að ná öllu sem mig langaði að gera. Nú hef ég upplifað upp- og niður- túra og veit að lífið er skóli. Maður heldur stanslaust áfram að þrosk- ast og kynnast sjálfum sér,” segir hún bætir við að hún sé með alls- kyns plön og vangaveltur varðandi framtíðina. „Ég hef hugsað mér að prófa að búa í enn öðru landinu og er heilluð af Ítalíu. Ég vona bara að í framtíðinni verði ég með stóra heil- brigða fjölskyldu, hamingjusöm og sátt við þær ákvarðanir sem ég hef tekið á lífsleiðinni. Ég sé sjálfa mig sem skapandi bisnesskerlingu, hvort sem það er innan barnafata- iðnaðarins eða ekki. Í gamla daga söng ég mikið og mig hefur lengi langað að æfa mig á ný. Svo hef ég einnig hugsað mér að pússa fínu dansskóna mína og fara að sveifla mjöðmunum. Það er frábær leið til að komast í form.“ Breyttir tímar „Danir eru mjög kaldhæðnir og gera örlítið grín að íslensku millj- ónamæringunum sem ætl- uðu að kaupa Danmörku. Þannig var andinn í lok síð- asta árs en núna finnst fólki þetta voðalega leiðin- legt fyrir íslensku þjóðina,“ segir Marín Manda. Lúxusnámskeið NordicaSpa er hannað til að koma þér af stað á mjög árangurs ríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðsins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal undir handleiðslu þjálfara Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 fimm sinnum í viku Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Ný námskeið hefjast 30. mars Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Hilton Reykjavík Nordica Hotel Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is fyrir konur og karla Sjöfn Sigþórsdóttir hjúkrunarfræðingur og María Kristjánsdóttir lögmaður Námskeiðið er frábær leið til að auka styrk, úthald og hreyfigetu. Við erum betur í stakk búnar að takast á við krefjandi verkefni Ég breytti um LÍFSSTÍL og þú getur það líka. Búinn að missa yfir 20 kíló á tveimur og hálfum mánuði og er enn að léttast Gissur Ísleifsson tölvunarfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.