Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 36
 27. MARS 2009 FÖSTUDAGUR10 ● geðhjálp ıwww.itr.is sími 411 5000 Góð hreyfing er lykillinn að góðri heilsu Birna Dís segir Hauk Frey hafa verið mikinn íþróttaunnanda. Fótboltinn og trúin hafi aldrei vikið úr lífi hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Haukur Freyr Ágústsson lést úr bráðamorfíneitrun snemm- sumars 2006, 24 ára gamall. Hann glímdi við geðsjúkdóm í kjölfar vímuefnaneyslu. Birna Dís Vilbergsdóttir, móðir Hauks, segir kerfið hafa brugð- ist syni sínum frá A til Ö. „Það má segja að kerfið hafi brugðist syni mínum frá A til Ö. Líf hans var ömurlegt síðustu fimm árin. Það sorglegasta er að lát hans, og svo margra annarra sem svipað var ástatt um, var svo mikill óþarfi. Hann hefði ekki þurft að deyja,“ segir Birna Dís Vilbertsdóttir, móðir Hauks Freys Ágústssonar sem lést af völd- um bráðamorfíneitrunar hinn 9. júní 2006, 24 ára að aldri. Haukur glímdi við mikið þunglyndi, maníu og ranghugmyndir í kjölfar fíkni- efnaneyslu sem hófst á unglings- árum. Haukur var 19 ára gamall þegar hann var fyrst lagður inn á geð- deild í kjölfar tilraunar til sjálfs- vígs. Næstu árin á eftir lagðist hann reglulega inn á geðdeild- ir, þar á meðal eitt sinn í lang- tímameðferð á Kleppi. Að sögn Birnu var hann vanur að stinga af frá geðdeildinni þegar hann fór í maníu, því hann taldi sig geta náð sér upp úr henni með því að leita í neyslu. „Þegar hann kom til baka á deildina úr neyslunni vildu þeir oft ekki taka við honum, því hann hafði brotið lög deildar- innar. Eitt skiptið sat hann í átta klukkustundir fyrir utan deildina og vildi komast inn, en fékk ekki,“ segir Birna. Skömmu fyrir andlátið þurfti Haukur að sitja af sér fimmtíu daga dóm í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg, en að sögn Birnu hafði Haukur samið um að dóm- urinn yrði tekinn út í samfélags- þjónustu við hæfi. Handtakan kom fjölskyldunni því mjög á óvart. „Þar fékk hann ómælt magn af læknadópi og komst þannig upp á lagið með það. Allan tímann sem þessi ósköp gengu yfir vorum við grátbiðja um að Haukur yrði með- höndlaður betur. Að honum yrði kennt á einkenni sín og þar fram eftir götunum í stað þess að gefa honum alltaf lyf og láta þar við sitja. Það var ekki gert og er auð- vitað afar ámælisvert. Haukur var orðinn morfínfíkill undir lokin,“ segir Birna. Hinn 26. júní lagðist Haukur inn á Vog til meðferðar, sem hann stakk svo af úr nokkrum dögum síðar. Hann fannst látinn eftir að hafa verið týndur í níu daga. „Áður en hann fór inn á Vog fann hann á sér að þetta væri að verða búið, að hans hlutverki væri lokið. Daginn áður en hann fór inn bað hann mig um að vera hjá sér, og hann valdi meðal annars lög sem hann vildi að yrðu spiluð í jarðar- förinni sinni, lét í ljós óskir um hvernig legsteinninn ætti að vera og fleira slíkt. Mín skoðun er sú að sá sem er fíkill og glímir við geðsjúkdóm eigi litla möguleika á að verða hjálpað. Ég vona inni- lega að bót verði á, og vonandi kemur kreppan ekki í veg fyrir að heilbrigðiskerfið taki betur á þessum málum,“ segir Birna Dís Vilbergsdóttir. - kg Hefði ekki þurft að deyja T il Geðhjálpar leitar oft fólk sem líður illa eða á aðstand- anda sem gæti átt við geðræn vandamál að stríða. Flestir þeirra sem leita til Geðhjálpar eiga það sameiginlegt að þeir vita ekki hvaða hjálp er í boði og hvert eigi að leita. Margir þekkja ekki til geðheilbrigðisþjónustu og eiga jafnvel erfitt með að fá tíma. Einnig er algengt að sá sem er hjálparþurfi hafi lítinn áhuga á, eða getu til að leita sér hjálpar. Stundum er þó nauð- synlegt að tala við einhvern sem skilur. Hér er bent á nokkrar leiðir sem ættu að tryggja við- tal við fag- fólk sem getur verið fólki innan handar í leitinni að lausn á vandanum: Ýmis úrræði standa til boða ● HJÁ GEÐHJÁLP er starfandi sálfræðimenntaður ráðgjafi. Geðhjálp er einnig í samstarfi við fjélagsráðgjafa frá Velferðarsviði Reykjavíkurborg- ar. Hægt að panta tíma hjá þessum aðilum á skrifstofu Geðhjálpar eða með því að senda tölvupóst á geðhjalp@geðhjalp.is. Hjá Geðhjálp eru líka starfandi sjálfshjálparhópar. Nánar á www.gedhjalp.is/content/view/35/48/ ● HEILSUGÆSLUSTÖÐVAR OG HEIMILISLÆKNAR geta hjálpað þér að meta ástandið og leiðbeint um framhaldið. Heimasíða Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er www.heilsugaeslan.is ● BRÁÐAÞJÓNUSTA OG MÓTTAKA GEÐSVIÐS SPÍTALANNA veitir símaráðgjöf og tekur á móti bráðatilfellum. Nánar á www.gedhjalp.is/content/view/83/ ● ÝMIS ÚRRÆÐI ERU TIL sem veita fólki með geðraskanir endurhæfingu, eftirfylgd og félagslega afþreyingu. Upplýsingar um endurhæfingu eru á www.gedhjalp.is/ content/view/84/ ● GEÐTEYMI HEIMAHJÚKRUNAR veitir þjónustu til þeirra einstaklinga 18 ára og eldri sem eiga við geðsjúk- dóma að stríða. Teymið veitir heimageðhjúkrun, en einnig sérhæfða þjónustu til kvenna sem eiga við geðraskanir að stríða á meðgöngu og eftir fæðingu barns. Nánar á www.gedhjalp.is/content/view/160/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.