Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 54
30 27. mars 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 27. mars 2009 ➜ Tónleikar 17.00 Mikael Lind verður með tónleika í 12 Tónum við Skólavörðu- stíg. 20.00 Í tilefni af 10 ára afmælis dordingull.com, verða tónleikar í TÞM- Hellinum við Hólmaslóð 2. Fram koma Dys, Andlát, Changer, Beneath og Logn. Húsið opnar kl. 19.30. 22.00 Queen Tribute tónleikar verða á Græna Hattinum á Akureyri. 22.00 Á Dillon Rokkbar við Laugaveg spila Vicky, Skorpulifur og trúbadorinn Jón Tryggvi. Húsið opnar kl. 21. 23.00 Á Dillon Sportbar við Trönu- hrauni 10 í Hafnarfirði koma fram: Wistaria, Discord, Chronolius og Final Addiction. Aðgangur ókeypis. ➜ Dansleikir Ingó og veðurguðirnir verða á Players, Bæjarlind 4, Kópavogi. Papar spila á Mælifelli á Sauðárkróki. ➜ Sýningar Lísa K. Guðjóns- dóttir hefur opnað sýningu sína „Fiskur úr steini“ í Náttúrufræðistofu Kópavogs við Hamraborg 6a í Kópavogi þar sem hún sýnir steinskúlptúra. Opið mán.-fim. kl. 10-20, fös. kl. 11-17 og um helgar 13-17. Tólf listamenn í Leirlistafélagi Íslands sýna verk sín í Te & Kaffi og Eymunds- son við Austurstræti 18. Opið kl. 9-22 virka daga og kl. 10-22 um helgar. Opnuð hefur verið sýning á skúlptúrum, blýantsteikningum og myndbandsverk- um eftir Guðjón Ketilsson í Artóteki, 1. hæð Borgarbókasafns Reykjavíkur við Tryggvagötu. Opið mán kl. 10-21, þri.- fim. 10-19, föst. kl. 11-19 og um helgar kl. 13-17. ➜ Fyrirlestrar 15.15 Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar, flytur erindið „Er friðhelgi forsenda umburðarlyndis“ í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar við Arngrímsgötu 3. 16.00 Kristján Eiríksson, formaður Íslenska esperantosambandsins, fjallar um alþjóðatungumálið esperanto í sýn- ingarýminu 101 Projects við Hverfisgötu 18a. Allir velkomnir. > FÉKK SÉR BYSSUTATTÚ Rihanna var í Los Angeles í vikunni og lét flúra skammbyssur á líkama sinn. Samkvæmt heimildum The Sun vildi Rihanna fyrst hafa skammbyssurnar beggja megin fyrir ofan handakrik- ana, en hætti við vegna samn- ings síns við snyrtivörufyrirtæk- ið Cover Girl. Þess í stað lét hún setja byssurnar á síð- urnar báðum megin og er sögð vera mjög ánægð með útkomuna. Undanúrslit hefjast 42 hljómsveitir taka þátt í Músíktilraun- um sem hefjast í Íslensku óperunni í kvöld. Alls verða fjögur undanúrslita- kvöld haldin í stað fimm eins og verið hefur. Þar velur dómnefnd eina hljóm- sveit áfram og áhorfendur eina. Eftir öll undanúrslitakvöldin getur dómnefnd svo valið tvö bönd til viðbótar áfram í úrslitin, sem verða haldin í Listasafni Reykjavík- ur 4. apríl. Dómnefnd keppninnar skipa þau Árni Matthíasson, sem er formaður nefndarinnar, Alexandra Kjeld, Arnar Eggert Thoroddsen, Hildur Guðný Þór- hallsdóttir, Kristján Kristjánsson, Mar- grét Erla Maack og Ragnheiður Eiríks- dóttir. Á heimasíðunni musiktilraunir.is er hægt að skoða upplýsingar um allar hljómsveitirnar og hlusta á tóndæmi með hverri fyrir sig. AGENT FRESCO Hljómsveitin Agent Fresco vann Músíktilraunir á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Samsýningin Huldar Hjört- ur var opnuð á miðviku- dagskvöldið í Kaffistofu, sem er nýtt nemendagallerí myndlistarnema við Lista- háskóla Íslands. „Við opnuðum nemendagallerí- ið þarsíðasta laugardag, en þetta er vettvangur fyrir myndlistar- nema við LHÍ til að sýna hvað þeir eru að gera og halda sýn- ingar. Það verður eitthvað um að vera í hverri viku og annað kvöld ætlar til dæmis hljómsveit- in Sudden Weather Change að vera með hlustunarpartí og sýna „artworkið“ á nýju plötunni sinni, en þrír af hljómsveitarmeðlimun- um eru í myndlistardeildinni og einn í grafískri hönnun við LHÍ,“ segir Sigríður Torfadóttir Tulini- us sem er á öðru ári í myndlistar- deild Listaháskólans og á verk á samsýningunni. „Það er komin full dagskrá í galleríinu fram á vor og fram undan er meðal annars spagettí- gerðarnámskeið og fyrirlestr- ar svo eitthvað sé nefnt,“ bætir hún við. Kaffistofa er til húsa að Hverfisgötu 42 B þar sem Kaffi- stofa Samhjálpar var áður. Sam- sýningunni Huldar Hjörtur lýkur í dag, en galleríið verður opið milli klukkan 14 og 18. alma@frettabladid.is Huldar Hjörtur opnar í Kaffistofu FLOTT OPNUN Þórgunnur Oddsdóttir, Anna Fríða Jónsdóttir, Elísabet Brynhildardóttir og Ragnhildur Jóhannsdóttir voru á Kaffistofu á miðvikudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á KAFFISTOFU Þorgerður Ólafsdóttir og Ásgeir Sigurgeirsson mættu á opnunina, en Þorgerður á verk á samsýningunni. NÝTT NEMENDAGALLERÍ Hallgrímur Jón Hallgrímsson og Una Baldvinsdóttir, en Una á verk á sýningunni Huldar Hjörtur. GÓÐ STEMNING Selma Hreggviðsdóttir, Bergur Anderson og Helga Páley Frið- þjófsdóttir voru í góðum gír í nemenda- galleríinu Kaffistofu. SAMSÝNING Kristín Rúnarsdóttir og Arna Óttarsdóttir voru glaðar í bragði á Kaffi- stofu, en Arna á verk á samsýningunni Huldar Hjörtur. ➜ Gjörningar 20.00 Í Kling & Bang við Hverfisgötu 42 verður uppákoma þar sem opinn míkrafónn verður í sem víðasta sam- hengi. Allir velkomnir. ➜ Kvikmyndir Ítölsk kvikmyndahátíð 27.- 29. mars í Regnboganum, Hverfisgötu 54. Sýndar verða þrjár kvikmyndir eftir Paolo Sorrentino. L’uomo in più, Le conse- guenze dell’amore og L´Amico di famiglia. Ensk- ur texti. ➜ Opnanir Ólafur Elíasson opnar tvær sýningar. 17.00 Opnun í Galleríi 100° í höfuð- stöðvum Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. 18.00 Opnun i8 Galleríi við Klapparstíg 33. ➜ Ljósmyndasýningar 12.00 Jóna Þorvaldsdóttir verður með kynningu á verkum sínum og gefur gestum innsýn í gerð platínó-palladíum ljósmyndaprents í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu 15, 6. hæð. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. FERÐALAG ER ÞROSKANDI FERMINGARGJÖF GJAFABRÉFIÐ GILDIR SEM GREIÐSLA UPP Í FLUGFAR MEÐ ICELANDAIR ÞÚ VELUR UPPHÆÐINA + Pantaðu fermingargjöfina á icelandair.is Gjafabréf gildir í tvö ár frá útgáfudegi. W W W. I C E L A N DA I R . I S HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 57 13 03 /0 8 Ástralska leikkonan Nicole Kid- man hefur bæst í hóp þeirra stjarna sem leika í næstu mynd Woody Allen, en myndin hefur ekki enn fengið nafn. Aðrir sem leika í myndinni eru Antonio Banderas, Josh Brolin, Anthony Hopkins, Freida Pinto og Naomi Watts. Allen er vanur að laða hverja stjörnuna á fætur annarri í myndir sínar og verður þessi greinilega engin undantekning. Áður en hún kemur út er væntan- leg önnur mynd frá honum í júní, Whatever Works. Hún verður frumsýnd í næsta mánuði á Tri- beca-hátíðinni í New York. Í nýrri mynd Woody Allen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.