Fréttablaðið - 27.03.2009, Side 54

Fréttablaðið - 27.03.2009, Side 54
30 27. mars 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 27. mars 2009 ➜ Tónleikar 17.00 Mikael Lind verður með tónleika í 12 Tónum við Skólavörðu- stíg. 20.00 Í tilefni af 10 ára afmælis dordingull.com, verða tónleikar í TÞM- Hellinum við Hólmaslóð 2. Fram koma Dys, Andlát, Changer, Beneath og Logn. Húsið opnar kl. 19.30. 22.00 Queen Tribute tónleikar verða á Græna Hattinum á Akureyri. 22.00 Á Dillon Rokkbar við Laugaveg spila Vicky, Skorpulifur og trúbadorinn Jón Tryggvi. Húsið opnar kl. 21. 23.00 Á Dillon Sportbar við Trönu- hrauni 10 í Hafnarfirði koma fram: Wistaria, Discord, Chronolius og Final Addiction. Aðgangur ókeypis. ➜ Dansleikir Ingó og veðurguðirnir verða á Players, Bæjarlind 4, Kópavogi. Papar spila á Mælifelli á Sauðárkróki. ➜ Sýningar Lísa K. Guðjóns- dóttir hefur opnað sýningu sína „Fiskur úr steini“ í Náttúrufræðistofu Kópavogs við Hamraborg 6a í Kópavogi þar sem hún sýnir steinskúlptúra. Opið mán.-fim. kl. 10-20, fös. kl. 11-17 og um helgar 13-17. Tólf listamenn í Leirlistafélagi Íslands sýna verk sín í Te & Kaffi og Eymunds- son við Austurstræti 18. Opið kl. 9-22 virka daga og kl. 10-22 um helgar. Opnuð hefur verið sýning á skúlptúrum, blýantsteikningum og myndbandsverk- um eftir Guðjón Ketilsson í Artóteki, 1. hæð Borgarbókasafns Reykjavíkur við Tryggvagötu. Opið mán kl. 10-21, þri.- fim. 10-19, föst. kl. 11-19 og um helgar kl. 13-17. ➜ Fyrirlestrar 15.15 Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar, flytur erindið „Er friðhelgi forsenda umburðarlyndis“ í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar við Arngrímsgötu 3. 16.00 Kristján Eiríksson, formaður Íslenska esperantosambandsins, fjallar um alþjóðatungumálið esperanto í sýn- ingarýminu 101 Projects við Hverfisgötu 18a. Allir velkomnir. > FÉKK SÉR BYSSUTATTÚ Rihanna var í Los Angeles í vikunni og lét flúra skammbyssur á líkama sinn. Samkvæmt heimildum The Sun vildi Rihanna fyrst hafa skammbyssurnar beggja megin fyrir ofan handakrik- ana, en hætti við vegna samn- ings síns við snyrtivörufyrirtæk- ið Cover Girl. Þess í stað lét hún setja byssurnar á síð- urnar báðum megin og er sögð vera mjög ánægð með útkomuna. Undanúrslit hefjast 42 hljómsveitir taka þátt í Músíktilraun- um sem hefjast í Íslensku óperunni í kvöld. Alls verða fjögur undanúrslita- kvöld haldin í stað fimm eins og verið hefur. Þar velur dómnefnd eina hljóm- sveit áfram og áhorfendur eina. Eftir öll undanúrslitakvöldin getur dómnefnd svo valið tvö bönd til viðbótar áfram í úrslitin, sem verða haldin í Listasafni Reykjavík- ur 4. apríl. Dómnefnd keppninnar skipa þau Árni Matthíasson, sem er formaður nefndarinnar, Alexandra Kjeld, Arnar Eggert Thoroddsen, Hildur Guðný Þór- hallsdóttir, Kristján Kristjánsson, Mar- grét Erla Maack og Ragnheiður Eiríks- dóttir. Á heimasíðunni musiktilraunir.is er hægt að skoða upplýsingar um allar hljómsveitirnar og hlusta á tóndæmi með hverri fyrir sig. AGENT FRESCO Hljómsveitin Agent Fresco vann Músíktilraunir á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Samsýningin Huldar Hjört- ur var opnuð á miðviku- dagskvöldið í Kaffistofu, sem er nýtt nemendagallerí myndlistarnema við Lista- háskóla Íslands. „Við opnuðum nemendagallerí- ið þarsíðasta laugardag, en þetta er vettvangur fyrir myndlistar- nema við LHÍ til að sýna hvað þeir eru að gera og halda sýn- ingar. Það verður eitthvað um að vera í hverri viku og annað kvöld ætlar til dæmis hljómsveit- in Sudden Weather Change að vera með hlustunarpartí og sýna „artworkið“ á nýju plötunni sinni, en þrír af hljómsveitarmeðlimun- um eru í myndlistardeildinni og einn í grafískri hönnun við LHÍ,“ segir Sigríður Torfadóttir Tulini- us sem er á öðru ári í myndlistar- deild Listaháskólans og á verk á samsýningunni. „Það er komin full dagskrá í galleríinu fram á vor og fram undan er meðal annars spagettí- gerðarnámskeið og fyrirlestr- ar svo eitthvað sé nefnt,“ bætir hún við. Kaffistofa er til húsa að Hverfisgötu 42 B þar sem Kaffi- stofa Samhjálpar var áður. Sam- sýningunni Huldar Hjörtur lýkur í dag, en galleríið verður opið milli klukkan 14 og 18. alma@frettabladid.is Huldar Hjörtur opnar í Kaffistofu FLOTT OPNUN Þórgunnur Oddsdóttir, Anna Fríða Jónsdóttir, Elísabet Brynhildardóttir og Ragnhildur Jóhannsdóttir voru á Kaffistofu á miðvikudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á KAFFISTOFU Þorgerður Ólafsdóttir og Ásgeir Sigurgeirsson mættu á opnunina, en Þorgerður á verk á samsýningunni. NÝTT NEMENDAGALLERÍ Hallgrímur Jón Hallgrímsson og Una Baldvinsdóttir, en Una á verk á sýningunni Huldar Hjörtur. GÓÐ STEMNING Selma Hreggviðsdóttir, Bergur Anderson og Helga Páley Frið- þjófsdóttir voru í góðum gír í nemenda- galleríinu Kaffistofu. SAMSÝNING Kristín Rúnarsdóttir og Arna Óttarsdóttir voru glaðar í bragði á Kaffi- stofu, en Arna á verk á samsýningunni Huldar Hjörtur. ➜ Gjörningar 20.00 Í Kling & Bang við Hverfisgötu 42 verður uppákoma þar sem opinn míkrafónn verður í sem víðasta sam- hengi. Allir velkomnir. ➜ Kvikmyndir Ítölsk kvikmyndahátíð 27.- 29. mars í Regnboganum, Hverfisgötu 54. Sýndar verða þrjár kvikmyndir eftir Paolo Sorrentino. L’uomo in più, Le conse- guenze dell’amore og L´Amico di famiglia. Ensk- ur texti. ➜ Opnanir Ólafur Elíasson opnar tvær sýningar. 17.00 Opnun í Galleríi 100° í höfuð- stöðvum Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. 18.00 Opnun i8 Galleríi við Klapparstíg 33. ➜ Ljósmyndasýningar 12.00 Jóna Þorvaldsdóttir verður með kynningu á verkum sínum og gefur gestum innsýn í gerð platínó-palladíum ljósmyndaprents í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu 15, 6. hæð. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. FERÐALAG ER ÞROSKANDI FERMINGARGJÖF GJAFABRÉFIÐ GILDIR SEM GREIÐSLA UPP Í FLUGFAR MEÐ ICELANDAIR ÞÚ VELUR UPPHÆÐINA + Pantaðu fermingargjöfina á icelandair.is Gjafabréf gildir í tvö ár frá útgáfudegi. W W W. I C E L A N DA I R . I S HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 57 13 03 /0 8 Ástralska leikkonan Nicole Kid- man hefur bæst í hóp þeirra stjarna sem leika í næstu mynd Woody Allen, en myndin hefur ekki enn fengið nafn. Aðrir sem leika í myndinni eru Antonio Banderas, Josh Brolin, Anthony Hopkins, Freida Pinto og Naomi Watts. Allen er vanur að laða hverja stjörnuna á fætur annarri í myndir sínar og verður þessi greinilega engin undantekning. Áður en hún kemur út er væntan- leg önnur mynd frá honum í júní, Whatever Works. Hún verður frumsýnd í næsta mánuði á Tri- beca-hátíðinni í New York. Í nýrri mynd Woody Allen

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.