Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 27. mars 2009 13 NÁMSSTYRKIR Veittir verða styrkir í fjórum flokkum: 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms, 150.000 kr. 3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 300.000 kr. 4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 350.000 kr. 3 styrkir til listnáms, 350.000 kr. umsóknarblað má finna á landsbankinn.is A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið HEILBRIGÐISMÁL Í nýrri könnun á aðgengi yngri en átján ára að tóbaki á sölustöðum í Borgar- byggð fékk enginn undir aldri að kaupa slíka vöru. Það var stýrihópur um for- varnir í Borgarbyggð sem stóð fyrir könnuninni. Unglingar sem gerðu hana voru á aldrinum 14 til 15 ára. Var þeim neitað um afgreiðslu á öllum sölustöðum, sem eru fimm talsins, að því er fram kemur á vefsíðu Borgar- byggðar. Á einum stað var 16 ára ungl- ingur með undanþáguleyfi við afgreiðslu en á hinum stöðunum var afgreiðslufólkið fullorðið. - jss Stýrihópur um forvarnir: Enginn undir aldri fékk tóbak SJÁVARÚTVEGUR Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra hefur óskað eftir því að Haf- rannsóknastofnun afli gagna um ástandið í höfninni í Vestmanna- eyjum og þegar þau liggi fyrir muni hann endurskoða ákvörðun sína, en hann hafði lagst gegn því að síldin væri veidd úr höfninni. Þetta var kunngert á vef ráðuneyt- isins í gær. Gögnin ættu að liggja fyrir innan fárra daga. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hafði beðið ráðherrann að endurskoða ákvörð- un sína um veiðibann í höfninni og sagði að allt stefndi í umhverfis- slys ef síldin væri ekki veidd því um nauðsynlega hreinsun væri að ræða. Þetta eru viðbrögð ráðherr- ans við þeirri bón. - jse Ráðherra hlýðir á bæjarstjóra: Endurskoðar ákvörðun sína VESTMANNAEYJAHÖFN Síldveiði í höfn- inni hefur verið stöðvuð. FINNLAND Finnska lögreglan hefur komið upp um þrjá menn á fimm- tugsaldri sem eru grunaðir um að hafa haft reglulega samskipti við börn á netinu og misnotað meira en sextíu börn, að sögn Hufvud- stadsbladet. Mennirnir búa á höfuð borgarsvæðinu í Finnlandi. Lögreglan segir að börnin sem talið er að mennirnir hafi brotið gegn búi víðs vegar um Finnland. Mennirnir hafi skipst á barna- klámi á netinu, talað við börnin um kynlíf á netinu og hitt sum þeirra. Kynferðisbrotin áttu sér stað bæði í netheimum og raun- heimum. Bæði er um drengi og stúlkur að ræða. - ghs Finnska lögreglan: Þrír menn mis- notað 60 börn StatoilHydro verður Statoil Norska stórfyrirtækið StatoilHydro hefur ákveðið að breyta nafninu í Statoil. Nafnbreytingin kostar um 200 milljónir norskra króna. Dýrast verður að breyta nafninu á olíuborpöllunum úti í hafi. NOREGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.