Fréttablaðið - 27.03.2009, Side 13
FÖSTUDAGUR 27. mars 2009 13
NÁMSSTYRKIR
Veittir verða styrkir í fjórum flokkum:
3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms, 150.000 kr.
3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 300.000 kr.
4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 350.000 kr.
3 styrkir til listnáms, 350.000 kr.
umsóknarblað má finna á landsbankinn.is
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið
HEILBRIGÐISMÁL Í nýrri könnun
á aðgengi yngri en átján ára að
tóbaki á sölustöðum í Borgar-
byggð fékk enginn undir aldri að
kaupa slíka vöru.
Það var stýrihópur um for-
varnir í Borgarbyggð sem stóð
fyrir könnuninni. Unglingar sem
gerðu hana voru á aldrinum 14
til 15 ára. Var þeim neitað um
afgreiðslu á öllum sölustöðum,
sem eru fimm talsins, að því er
fram kemur á vefsíðu Borgar-
byggðar.
Á einum stað var 16 ára ungl-
ingur með undanþáguleyfi við
afgreiðslu en á hinum stöðunum
var afgreiðslufólkið fullorðið. - jss
Stýrihópur um forvarnir:
Enginn undir
aldri fékk tóbak
SJÁVARÚTVEGUR Steingrímur J.
Sigfússon sjávarútvegsráðherra
hefur óskað eftir því að Haf-
rannsóknastofnun afli gagna um
ástandið í höfninni í Vestmanna-
eyjum og þegar þau liggi fyrir
muni hann endurskoða ákvörðun
sína, en hann hafði lagst gegn því
að síldin væri veidd úr höfninni.
Þetta var kunngert á vef ráðuneyt-
isins í gær. Gögnin ættu að liggja
fyrir innan fárra daga.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri
Vestmannaeyjabæjar, hafði beðið
ráðherrann að endurskoða ákvörð-
un sína um veiðibann í höfninni og
sagði að allt stefndi í umhverfis-
slys ef síldin væri ekki veidd því
um nauðsynlega hreinsun væri að
ræða. Þetta eru viðbrögð ráðherr-
ans við þeirri bón. - jse
Ráðherra hlýðir á bæjarstjóra:
Endurskoðar
ákvörðun sína
VESTMANNAEYJAHÖFN Síldveiði í höfn-
inni hefur verið stöðvuð.
FINNLAND Finnska lögreglan hefur
komið upp um þrjá menn á fimm-
tugsaldri sem eru grunaðir um að
hafa haft reglulega samskipti við
börn á netinu og misnotað meira
en sextíu börn, að sögn Hufvud-
stadsbladet. Mennirnir búa á
höfuð borgarsvæðinu í Finnlandi.
Lögreglan segir að börnin sem
talið er að mennirnir hafi brotið
gegn búi víðs vegar um Finnland.
Mennirnir hafi skipst á barna-
klámi á netinu, talað við börnin
um kynlíf á netinu og hitt sum
þeirra. Kynferðisbrotin áttu sér
stað bæði í netheimum og raun-
heimum.
Bæði er um drengi og stúlkur
að ræða. - ghs
Finnska lögreglan:
Þrír menn mis-
notað 60 börn
StatoilHydro verður Statoil
Norska stórfyrirtækið StatoilHydro
hefur ákveðið að breyta nafninu í
Statoil. Nafnbreytingin kostar um 200
milljónir norskra króna. Dýrast verður
að breyta nafninu á olíuborpöllunum
úti í hafi.
NOREGUR