Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 27.03.2009, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 27. MARS 2009 7geðhjálp ● Á Reykjalundi er unnið dýr- mætt starf við endurhæfingu og er þar að finna geðsvið sem Valgerður Baldursdóttir stýrir. Hún telur að helst vanti upp á þverfaglega eftirfylgd í geð- heilbrigðiskerfinu en nefnir að bráðavinna hafi verið efld á undanförnum árum. Reykjalundur er endurhæfingar- miðstöð og snýr þjónustan að því að bæta færni fólks til þátttöku í samfélaginu og auka lífsgæði. „Geðsviðið er ekki bráðadeild heldur eitt af sviðunum á Reykja- lundi. Þeir sem til okkar koma þurfa ekki á bráðageðdeild að halda en hjá þeim langveiku sem til okkar koma hefur önnur þjón- usta úti í samfélaginu ekki dugað til. Sumir eru öryrkjar og þurfa aðstoð við að bæta almennt færni í daglega lífinu. Þetta er ekki síst mikilvægt þegar einstaklingarnir hafa mikilvægum hlutverkum að gegna svo sem foreldrahlutverk- inu. Til okkar kemur líka fólk sem hefur gengið í gegnum áföll eða al- varleg geðræn eða líkamleg veik- indi. Töluvert er leitað til okkar með ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára sem nær ekki að fóta sig í líf- inu af ýmsum ástæðum og hefur ekki í nein hús að venda með að fá hjálp,“ útskýrir Valgerður Bald- ursdóttir, yfirlæknir á Reykja- lundi. TEYMISVINNA FAGHÓPA Sex faghópar eru í því teymi sem vinnur að endurhæfingu sjúk- linga með geðræn vandamál á Reykjalundi. „Endurhæfingarpró- grammið er sérsniðið að hverjum og einum en því miður höfum við ekki svigrúm til að hafa fólk mikið lengur en fjórar til sex vikur, þar sem þjónustusamningur Reykja- lundar kveður á um þann fjölda sem við eigum að sinna á hverju ári. Sumir þurfa meira og stund- um brjótum við þessa reglu, en það er undantekning,“ segir Valgerður. „Reykjalundur hóf snemma að taka á móti geðsjúk- um. Hér áður fyrr var meira um langtíma endurhæfingu fyrir fólk sem glímdi við alvarlega geðsjúk- dóma en undanfarin ár er þung- lyndi og kvíði sá vandi sem flestir eiga við að stríða,“ segir hún. SAMVINNA OG EFTIRFYLGD Sem dæmi um það sem stendur til boða utan stofnana á Reykjavík- ursvæðinu má nefna sérstakt geð- heimahjúkrunarteymi. „Við erum í samstarfi við þetta teymi en sú samvinna er nýtilkomin og nær aðeins til fárra einstaklinga enn sem komið er. Einnig eru sjálf- stætt starfandi geðhjúkrunar- fræðingar, bæði með fullorðna og börn, en þetta eru einungis tveir aðilar mér vitanlega. Við vísum til framhaldsendurhæfingar í Janus endurhæfingu, Hugarafl, Hlutverkasetur, klúbbinn Geysi, Hringsjá, Fjölmennt og fleira auk auðvitað heilsugæslunnar og þeirra fagaðila sem starfa sjálf- stætt á stofu, það er lækna, sál- fræðinga og fleiri. Við höfum verið dugleg við að kynna okkur það sem er í boði,“ segir Valgerð- ur og bætir við að nauðsynlegt sé að ástunda góða samvinnu. „Ekki dugar nærri öllum að mæta í við- töl til einstaklings, oft þarf meira átak til að viðhalda og efla endur- hæfingu einstaklingsins.“ Að sögn Valgerðar þurfa marg- ir á meiri og þverfaglegri eftir- fylgd að halda en stendur til boða. „Ég held að helst vanti upp á það. Það eru ýmis góð úrræði til en þau eru ekki nægilega samhæfð og það skortir ábyrga yfirsýn yfir heildræna endurhæfingu einstakl- inga til lengri tíma utan stofnana,“ segir Valgerður ákveðin og nefn- ir að Reykjalundur reyni að gefa sem flestum tækifæri til að koma að minnsta kosti einu sinni. „Við horfum til dæmis til ungs fólks sem kemst hreinlega ekki út í lífið.“ Langir biðlistar eru á Reykjalund en ekki er unnið með eldri beiðn- ir en ársgamlar, enda marklaust að safna upp margra ára biðlista til endurhæfingar. „Okkar biðlisti núna eru því þær beiðnir sem við höfum fengið á undanförnu ári og höfum ekki náð að verða við. Síð- astliðin ár höfum við ekki náð að sinna um þriðjungi þeirra beiðna sem okkar sviði berast og þurfum því miður að taka þær af lista eftir árið. Því þarf að endurnýja beiðn- ir að þeim tíma liðnum, ef enn er þörf á þjónustunni,“ útskýrir hún og nefnir að hver beiðni sé metin fyrir sig. HVAR ER POTTUR BROTINN? Búið er að skera niður langtíma- pláss sem voru til staðar innan geðheilbrigðiskerfisins og má sem dæmi nefna Gunnarsholt, Arnarholt og einnig var pláss- um fækkað svo um munar á geð- deild Landspítala. „Meðferðar- rými hafa því verið skorin niður en bráðamóttaka hefur verið efld. Hins vegar er vöntun á lengri tíma endurhæfingu, að koma fólki vel út í lífið. Sem stendur er sú eftirfylgd dreifð hér og þar eins og ég nefndi hér áður,“ segir Val- gerður en hún telur af hinu góða að færa þjónustuna almennt nær notandanum. „Vissulega má spyrja sig hvar þjónustan á best heima. Maður hefur horft upp á öfluga faglega þjónustu hjá mið- lægri einingu lagða niður til þess að færa þjónustuna út í hverf- in. Í því tilviki hvarf mikil fagleg þekking og reynsla út úr kerfinu. Stundum er mikil skörun á milli þess sem félagsþjónustan veit- ir annars vegar og heilbrigðis- þjónustan hins vegar og nú hefur það nýverið gerst að heimaþjón- usta félagsþjónustunnar og geð- heimahjúkrun eru komnar undir einn hatt hér á Reykjavíkursvæð- inu. Mjög jákvætt er að samnýta krafta og hafa samvinnu þarna á milli, og er það skref í rétta átt,“ lýsir Valgerður. BREYTT VIÐHORF Viðhorfsbreyting hefur orðið í samfélaginu gagnvart geðsjúk- dómum að mati Valgerðar. „Fag- menntuðu fólki hefur fjölgað til muna og nú er orðið viðurkennd- ara að leita sér aðstoðar. Fólk kemur vonandi fyrr í ferlinu en þarna skiptir bráðaþjónust- an örugglega miklu máli. Bráða- móttaka er nauðsynleg en eins og gefur að skilja skiptir síðan meginmáli hvernig þetta kerfi kemur einstaklingunum aftur út í virka þátttöku í lífinu. Möguleik- arnir innan endurhæfingar þurfa að vera fjölbreyttir,“ segir hún og bætir við: „Margt tengt endur- hæfingu hefur orðið til fyrir at- beina eldhuga en það vantar heild- ræna áætlun um þróun geðheil- brigðisþjónustunnar. Sem dæmi má nefna að vinnuhópar um for- gangsröðun í heilbrigðiskerfinu settu barna- og unglingageðlækn- ingar ofarlega á blað að minnsta kosti í tvígang, en síðan vantar á að gerðar séu framkvæmdaáætl- anir sem unnið er eftir yfir lengri tíma af hálfu heilbrigðisyfir- valda. Því skortir skýrari heildar- sýn og markvissa þróun og upp- byggingu hjá yfirvöldum,“ segir Valgerður. Í maí er ráðgert að barna- og unglingageðdeild færist undir kvenna- og barnasvið í skipulags- breytingum Landspítalans. Þá verður sviðum spítalans fækkað úr sex í tólf. „Málaflokkur geð- sjúkdóma er víðtækur og þekkt er að mesta fjölgunin meðal ör- yrkja er örorka vegna geðrænna vandkvæða. Þarna er mikið sam- spil í því hvernig hlúð er að börn- um og fjölskyldum og hvernig skóla-, heilbrigðis- og félagsmála- kerfin taka á vanda barna. Sam- vinna ráðuneyta er því mikilvæg og brjóta þarf niður múra þar á milli.“ - hs Markviss þróun nauðsynleg Biðlistar á Reykjalund eru viðvarandi en Valgerður segir að ekki hafi náðst að sinna um þriðjungi beiðna sem berast. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það eru ýmis góð úrræði til en þau eru ekki nægilega samhæfð og það skortir ábyrga yfirsýn yfir heildræna endurhæfingu einstakl- inga til lengri tíma utan stofnana,“ segir Valgerður. Endurhæfing á Reykjalundi miðar að því að skila fólki aftur út í lífið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.