Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 3 lesbók Bókin sem allir eru að tala um - og þú verður að lesa! Einlæg og átakamikil ævisaga sem lætur engan ósnortin. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is H ljóðfærið mitt er röddin,“ segir Tom Waits í inn- gangsorðum að þessu safni, sem hann setti niður í ágúst síðastliðnum. Hugleiðingar Waits um þessa útgáfu er að finna á vefsíðu ANTI-, útgáfufyrirtækisins sem hefur séð um Waits frá og með Mule Variations (1999). Hann segir ennfremur, og það er sem maður heyri tóbaksmettaða, ráma og djúpa röddina: „Kathleen (Brennan, kona Waits) og ég vildum að þetta safn hljómaði eins og við værum að tæma vasana eftir langt kvöld; þar sem við hefð- um verið að veðja og stela. Okkur líkar það vel þegar hlutir passa skringilega saman. Þannig enduðum við tvö saman.“ Hann heldur áfram, og lýsir eig- indum safnsins á nokkuð draum- kenndan hátt. „Okkur langaði til að Orphans yrði eins og stuttbylgjuútvarp, þar sem fortíðin rennur saman við fram- tíðina, samanstandandi af hlutum sem þú finnur á jörðinni, í þessum heimi og engum heimi eða næsta heimi. Hvað sem þú vilt ímynda þér.“ Waits segir að innhaldið henti öll- um tilefnum og að lögin eigi sér margvíslegar sögur. „Að safna efninu saman var eins og að hópa saman kjúklingum á ströndinni,“ segir hann og gerist súrrealískur. „Mikið af þessu var týnt og grafið, og eina spólu þurfti ég að leysa út með mútum til pípu- lagningarmanns í Rússlandi. Svo fórum við að hlusta og flokka og það hafði í för með sér að við fórum að semja meira. Þannig er þetta búið að vera síðastliðin þrjú ár.“ Waits segir svo að lokum að hlust- endur muni finna meira af „söng og dansi“ en venjulega. „En aðdáendur urrs, gjálfurs, gelts og ískurs ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum heldur.“ Waits er skáldlegur að vanda, samkvæmur þeirri persónu sem hann hefur skapað sér, sem stund- um virðist ekki af þessum heimi. Við getum orðað það þannig að það sé erfitt að sjá Waits fyrir sér í eldhús- inu að hella upp á kaffi og nudda stírur. Brugg Safnið, eða diskarnir, eða kassinn, eins og svona útgáfur eru oft kall- aðar, er flottur. Hann er í geisla- diskastærð en þannig innbundinn að hann er eins og lítil, gömul bók sem maður finnur á fornbókasölu. Svei mér þá ef hann lyktar ekki þannig líka. Á tímum niðurhals og ódýrra, brenndra diska hefur maður á til- finningunni að maður hafi „eitthvað“ í höndunum. Þetta er eign sem mað- ur setur upp í hillu og dáist að við og við; og svo dregur maður kassann fram þegar vinir manns eru í heim- sókn og montar sig. Framhliðina prýðir brúnhvít mynd af Waits, hann lítur út eins og bruggari frá fjórða áratugnum. Þeg- ar „bókin“ er opnuð blasir við glæsi- legur og þykkur bæklingur með textum, ljósmyndum og hinum ýmsu upplýsingum. Aftast eru svo disk- arnir, innbundnir í umslög sem bera viðkomandi heiti. Sá fyrsti kallast Brawlers, sá næsti Bawlers, og sá þriðji Bastards. Á ferli sínum, sem er fyrir löngu orðinn einn sá merkasti í dæg- urlagasögunni, hefur Waits tekist að skapa sér algerlega einstæðan stíl og stöðu, um leið og hann fer víða. Hann er tónlistarmaður, leik- húsmaður, leikari, skáld og fræði- maður, m.a. Í tónlistinni er Waits af- skaplega „amerískur“ (nema þegar hann hefur dýft tám í evrópska leik- húsmenningu) og á Orphans má sjá hinar ýmsu hliðar á þessu. Alls er hér að finna fimmtíu og sex lög sem Waits hefur gengið frá í samstarfi við sinn helsta samstarfsmann í gegnum árin, konu sína Kathleen Brennan. Í safninu er að finna þrjá- tíu ný lög, hvorki meira né minna, eitthvað sem myndi fylla þrjár hefð- bundnar breiðskífur. Þá eru hér ennfremur lög sem hefur verið stráð um hvippinn og hvappinn; lög sem Waits hefur gert í samstarfi við aðra, í tengslum við plötur, kvik- myndir og bókmenntaverk. Diskarnir þrír eru þemabundnir. Sá fyrsti, Brawlers, er rokkaðastur. Þar eru brjálæðislegir og „hættu- legir“, skítugir „voodoo“-blússlag- arar að hætti Captain Beefheart, þar sem „geðveik“ rödd Waits fer óhikað á ystu nöf. Á Bawlers er hins vegar leitað inn á við, þar er að finna ballöður að hætti Waits, sorgbundn- ar og saklausar, en eins og alltaf kraumar eitthvað skuggalegt undir. Á Bastards er hins vegar að finna „skrítna“ Waits, alltént samkvæmt því sem ANTI- segir. En hvernig fer jafn„skrítinn“ listamaður og Waits að því að verða skrítinn? Hér er að finna grúsk Waits með raftónlist, upplestur (á ljóði eftir Bukowski, nema hvað) og tökulög; útgáfu hans af lagi Daniels Johnston, „King Kong“, og lagi Skips Spence, „Books og Moses“, en báðir þessir aðilar eru geðveikir, sem er hæfandi finnst manni. Spence er látinn en Johnston býr hjá mömmu sinni. Allt hljómar þetta eins og upptök- urnar hafi farið fram í niðurníddu hreysi á fenjasvæðum Suðurríkj- anna. Hljóðheimur Waits er alger- lega einstakur, svo mikið er víst. Óhefðbundið Það er til marks um gott samband Waits og ANTI- að þetta safn er orðið að veruleika. Slagorð ANTI- er „Alvöru listamenn, sem búa til frábæra tónlist á eigin forsendum“ og á vegum fyrirtækisins eru jafn- merkir listamenn og A Girl Called Eddy, Billy Bragg, Blackalacious, Jolie Holland, Joe Henry, Ramblin’ Jack Elliott, Merle Haggard og Marianne Faithfull. Waits er auðvitað listamaður sem verður að fá að ráða ferðinni frá a til ö og manni finnst eins og honum hafi verið létt er hann gekk til liðs við fyrirtækið. Það er þá athyglisvert að ANTI- er undirfyrirtæki Relapse, einnar helstu þungarokksútgáfu Bandaríkjanna, og þá erum við að tala um öfgakennt, níðþungt rokk. Æ, það er eitthvað skáldlegt réttlæti í því að Waits hafi hafnað þarna, því stórfyrirækin eru að sjálfsögðu það dofin að þau sjá engan hag í því að hafa svona „villing“ á mála hjá sér. Það var upptökumaðurinn Karl Derfler sem slóst í för með þeim Waits og Brennan er vinna við safn- ið hófst. Hann starfar í bænum Richmond í Kaliforníu, í „vísinda- legum“ hluta bæjarins eins og Waits segir hróðugur í inngangsorðunum. Waits segir hann ennfremur hafa verið stríðslækni (maður veit ekkert hvað er satt og rétt og hvað er skáldlegur innblástur) og að hann hafi gert „Lazarus“ á nokkrum lög- unum auk þess að taka upp allt nýja efnið. Safn þetta er m.a. merkilegt fyrir þær sakir að það fylgir ekki þeim hefðbundnu leiðum sem farnar eru þegar listamenn ákveða að tæma úr einhverjum hirslum, enda ekki við því að búast í tilviki Tom Waits. Vanalega er einhver hlaupatík send í segulbandasafnið og svo er ein- hverju drasli hrúgað á plötur eða tvær. Vanalega er góð og gild ástæða fyrir því að lög rata ekki á plötur og margir listamenn ganga ansi langt í því að gefa út efni sem vart er boðlegt. Þessir listamenn eru þá iðulega í þeirri stöðu að nægilega margir aðdáendur myndu borga fúlgur fjár fyrir það eitt að heyra þá ræskja sig. Skáldgyðjan Orphans er hins vegar unnið verk, þetta rót Waits hleypti skáldgyðj- unni á hlemmiskeið sem hafði í för með sér að glás af nýju efni varð til. Orphans er því hæglega mikilvæg- asta safnplata Waits, því slíkt efni er furðu fátæklegt, sé miðað við langan starfsaldur. Fyrsta safnið, Bounced Checks, kom út 1981 á vegum Asylum og var götótt, svo ekki sé kveðið fastar að orði, og engan veginn lýsandi fyrir feril mannsins (engin lög af Closing Time?). Að vísu eru þarna útgáfur af lögum sem hvergi er að finna annars staðar („Jersey Girl“ í annarri mynd t.d.). Anthology og The Asylum Ye- ars, sem komu út nokkrum árum síðar, voru betri í þessu tilliti. The Early years vol 1. og vol 2., sem út komu 1991, slökktu ágætlega þorsta þeirra sem aldrei fá nóg af Waits (og þá þekkir maður marga), innihaldið er prufuupptökur sem Waits tók upp áður en hann gaf út sína fyrstu plötu, Closing Time (1973), en þess- ar plötur voru reyndar gefnar út í óþökk Waits. Árum hans hjá Island- fyrirtækinu var svo safnað saman á Beautiful Maladies árið 1998 og enn voru Asylum-árunum gerð skil með Used Songs árið 2001. Flestir eru þó á því að einfaldlega sé ekki hægt að gera Waits einhver skil á safnplötum, og því er Orphans, samkvæmt þessum rökum, vænt- anlega eina safnið sem verðugt er að slægjast eftir. Hvað hitt varðar er eina leiðin að kaupa allar plöturnar. Maður nær ekki Waits með því að hlusta á tíu laga safndisk sem tekur yfir tuttugu ár af hljóðritunum. Það er vonandi að einhverjar beinagrindur séu enn eftir í skápum Waits, að týndum sonum verði tekið fagnandi, olnbogabörnum verði gef- ið rými, því ef það hefur einhvern tíma verið réttlætanlegt að hrúga „afgöngum“ og „útburðum“ í hlust- endur þá er það í tilfelli Orphans. Undanvillingar og ólátabörn Tom Waits Orphans er því hæglega mikilvægasta safnplata Waits, því að slíkt efni er furðu fátæklegt, sé miðað við langan starfsaldur, segir Arnar Eggert um nýja útgáfu Tom Waits. Þau stórtíðindi hafa orðið að út er kominn þriggja diska safnkassi með Tom Waits, þar sem hinum og þessum lögum sem fallið hafa á milli þilja í gegnum tíðina og ný- smíðum eru gerð skil. Fyrir marg- ar sakir er Orphans – Brawlers, Bawlers & Bastards markverðasta safn tónlistar Waits sem út hefur komið. Lesbók hefur tekið í notkun nýtt móttökukerfi fyrir greinar í blaðið. Kerfið, sem gerir notendum kleift að senda greinar beint inn til blaðsins, sendir sjálf- virkt svar á netfang viðkomandi þess efnis að grein- in hafi verið móttekin. Kerfið er að finna ofarlega á forsíðu mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Í fyrsta skipti sem kerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í það og fær þá sent lykilorð til síðari nota. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er not- andasvæðið þá virkt. Hægt er að senda inn myndir. Í forminu er merktur reitur þar sem koma má á fram- færi upplýsingum eða óskum til starfsfólks Morg- unblaðsins varðandi greinina eða myndir. Rétt er að benda á að þeir, sem senda greinar með tölvupósti á ákveðin netföng, mega búast við því að fá greinarnar sendar til baka með beiðni um að nota þetta nýja kerfi. Þeim, sem lenda í vandræðum með skráninguna eða eiga óvirk notendanöfn, er vinsamlega bent á að hafa samband við Huldu Kristinsdóttur í síma 569 1210. Greinum skilað á mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.