Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Gunnar Hrafn Jónsson gunnarh@gmail.com Á undanförnum árum hafa jafnt ráðamenn sem íslenska þjóðin sýnt mikinn áhuga á fornleifa- rannsóknum og því sem þær kynnu að leiða í ljós varðandi lifnaðarhætti Íslendinga fyrr á öldum. Sem dæmi um áberandi verkefni, sem vel hefur verið tekið, má nefna uppgröftinn við Aðalstræti. Árið 2001 fannst þar skáli sem tal- ið var að væri frá víkingaöld; eða þeim tíma þegar Ísland var að byggjast. Reykjavík- urborg styrkti uppgröft á svæðinu sem leiddi til uppgötvunar á elstu mannvistarleifum sem hingað til hafa fundist á Íslandi. Veggjarbútur, sem stendur rétt norðan við sjálfan skálann, og var álitinn hafa verið reistur um árið 930, reyndist hafa verið byggður fyrir árið 871 af einhverjum þeirra allra fyrstu landnáms- manna sem hingað komu. Í dag er svæðið glæsilegt safn þar sem fjölmargir innlendir sem útlendir gestir geta og hafa barið þessar minjar fyrri alda augum. Fornleifafræði hefur þó ekki alltaf verið gert jafnhátt undir höfði hér á landi. Til þess að fá tilfinningu fyrir þeirri breytingu sem orð- ið hefur á starfsumhverfi fornleifafræðinga á undanförnum áratugum ræddi blaðamaður við Orra Vésteinsson hjá Fornleifastofnun Ís- lands, Kristínu Huld Sigurðardóttur forstöðu- mann Fornleifaverndar ríkisins og Hjörleif Stefánsson arkítekt. Orri, sem er lektor í forn- leifafræði við Háskóla Íslands og doktor í sagnfræði, hefur tekið þátt í fjölmörgum upp- gröftum á Íslandi, í Bretlandi og Japan frá árinu 1984. „Það hefur orðið mikil aukning í fornleifa- rannsóknum á Íslandi frá og með miðjum ní- unda áratugnum og vöxturinn hélt áfram allan þann tíunda,“ segir Orri. „Ef við lítum bara til fjölda starfandi fornleifafræðinga, þá hafði í raun og veru bara einn fornleifafræðingur fulla vinnu af faginu árið um kring þegar ég byrjaði fyrir tuttugu árum. Strax um miðjan tíunda ára- tuginn, eða tíu árum síðar, var um tugur manna í fullri vinnu við fornleifafræði. Þegar Kristnihá- tíðarsjóður kom til sögunnar má segja að það hafi margfaldað umsvifin í uppgrefti og gert þeim stofnunum og aðilum sem að þeim standa kleift að hafa fleira fólk í vinnu. Helmingurinn af Kristnihátíðarsjóði fór í fornleifarannsóknir og ég held að nánast öllu því fjármagni hafi verið varið í uppgrefti síðustu fimm ára.“ Kristín Huld tók undir að mikil aukning hefði orðið á fornleifarannsóknum undanfarin ár. „Kristnihátíðarsjóður úthlutaði á milli fjörutíu og sextíu milljónum króna árlega á meðan hann var starfandi,“ sagði Kristín. Rannsóknirnar beindust að stöðum sem tengdust trúarbrögðum þjóðarinnar, svo sem biskupssetrunum tveimur, kirkjum, klaustr- um, en einnig að Þingvöllum og kumlum. Fyrsta árið úthlutaði sá sjóður aðeins fimm milljónum króna en í ár er sú upphæð fimmfalt hærri, eða um tuttugu og fimm milljónir. Ef við setjum þetta aðeins í samhengi má segja að það sé eðlilegt að stór rannsókn kosti á milli tíu og fimmtán milljónir króna árlega, en það koma iðulega margir aðilar að fjármögnun hvers verkefnis. Það er frekar fjármagn sem kemur inn í rannsóknina með erlendum forn- leifafræðingum, síðan eru stundum smástyrkir frá fyrirtækjum sem styrkja með því að gefa verkfæri í uppgreftina.“ Hjörleifur var að sama skapi hæstánægður með núverandi stöðu fræðigreinarinnar. „Það hefur orðið gríðarleg aukning og við höfum eignast sterkan hóp af fræðimönnum hér á landi. Það væri mikið slys, að mínu mati, ef ekki yrði haldið áfram á sömu braut. Satt best að segja á ég erfitt með að sjá fyrir mér að sá skilningur sem stjórnvöld og almenningur hafa sýnt fornleifafræði undanfarin ár gufi skyndilega upp.“ Ekki nóg að grafa bara upp Uppgreftir eru það sem flestir sjá líklegast fyrir sér þegar fornleifafræði ber á góma en Orri segir mikla vinnu eftir þótt búið sé að full- grafa svæði. „Uppgreftir eru bara einn hluti af fornleifa- rannsóknum. Og það þarf alls ekki alltaf að grafa til að framkvæma slíkar rannsóknir. Þegar grafið er þarf líka að huga að úrvinnslu sem er mjög tímafrek vinna. Það á enn eftir að vinna úr stærsta hluta þeirra gagna sem safn- ast hafa í uppgröftum síðustu ára. Ég held ég geti fullyrt að það gagnamagn, sem við höfum til að vinna úr hér á landi, hafi margfaldast á síðustu árum. Við sitjum núna uppi með alveg gríðarlegt magn af upplýsingum sem aðeins er farið að vinna úr að litlu leyti. Það verður verk- efni næstu ára en er að vísu enn ófjármagnað,“ upplýsir Orri. Hjörleifur er þó hvergi banginn og segist bjartsýnn með framhaldið. „Ég hreinlega trúi því ekki að fjármagnið hverfi núna,“ sagði Hjörleifur. „Ég þekki ekki nákvæmlega hvernig fjármögnun stendur þessa stundina eða hvað þarf til, það er hins vegar tilfinning mín að í ljósi þess frábæra starfs sem hefur verið unnið undanfarin ár sé eðlilegt að ætlast til þess að yfirvöld haldi áfram að hlúa að þess- ari mikilvægu fræðigrein.“ Þegar blaðamaður spyr Orra hvaðan fjár- magnið ætti að koma verður hann varkár en segir þó að ákveðin mistök hafi hugsanlega verið gerð við úthlutun úr Kristnihátíðarsjóði. „Maður spyr sig hvort það hefði ekki mátt reyna að klára málið strax þegar sjóðurinn var stofnsettur. Það er að segja, það hefði mátt haga úthlutun þannig að sjóðurinn kláraði þau verk- efni sem hann stofnaði til. Stjórnvöld hafa ann- ars gefið nokkuð jákvæð svör varðandi áfram- haldandi fjármögnun á þessum rannsóknum en eins og er höfum við ekkert fast í hendi. Þetta er frekar lýsandi fyrir það hvernig svona rannsóknir eru oftast fjármagnaðar. Mikill hugur er í mönnum í byrjun. Vilji til að gera vel og gera stórt. En langtímaáætlun vantar. Oft skortir líka á að þeir sem úthluta fjármagni taki mið af skoðunum fræðimanna. Það voru t.d. engir fornleifafræðingar í úthlut- unarnefnd Kristnihátíðarsjóðs og það er nokk- uð sem ég myndi setja ákveðið spurning- armerki við.“ Nánar spurður um úthlutun sjóðsins segir Orri hana ekki hafna yfir gagnrýni. „Maður sá ekki nein augljós merki þess að farið væri eftir gæðum þeirra rannsókna og verkefna sem valið stóð um. Mestu máli virtist skipta hvernig verkefnin dreifðust, ann- arsvegar um landið og hins vegar á milli stofn- ana. Þetta eru auðvitað atriði sem svona sjóður þarf að taka tillit til svo allir séu sáttir í dags- lok. Að mínu mati var hins vegar full angt gengið að þessu sinni. Aðalvandamálið er þó það sem ég minntist á áðan; ekki var gert ráð fyrir að klára verkefnin, heldur aðeins sjálfa uppgreftina. Ef hugsunin á bak við þetta hefði verið önnur gætu verið komnar niðurstöður nú þegar. Eins og staðan er í dag sjáum við hins vegar fram á að úrvinnslan muni taka mörg ár.“ Björt framtíð þrátt fyrir allt Í ljósi þess að fjármagn virðist ekki vera til staðar í sama magni og áður hlýtur það að vekja spurningar um starfsöryggi fornleifa- fræðinga hér á landi. Orri er þó hvergi bang- inn. „Þú verður að athuga að á sama tíma og þessi sjóður hefur verið við lýði hefur orðið mikil aukning á öðrum verkefnum. Þar er meðal annars um að ræða markaðsrannsóknir en samkvæmt íslenskri löggjöf er skylt að láta fara fram fornleifaskráningu eða jafnvel upp- gröft þar sem hvers kyns framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Það er töluvert að gera í því, enda þarf að fara fram skráning í hvert sinn sem sumarbústaður er byggður, vegur lagður eða virkjun á teikniborðinu. Ef eitthvað mikilvægt finnst getur það leitt Framtíð fornleifarannsókna Fornleifarannsóknir á Íslandi fengu heldur betur byr undir báða vængi eftir kristnitöku- hátíðina árið 2000. Þá var settur á laggirnar sérstakur sjóður til að styrkja fornleifaupp- gröft víðsvegar um landið og á rúmlega hálf- um áratug hefur tekist að safna gríðarlegu magni gagna. Nýverið kláraðist hins vegar fjármagnið og óvíst er um framhaldið. Hér er brugðið upp svipmynd af nýlegum fornleifa- rannsóknum á Íslandi, rýnt í framtíðina og talað við Orra Vésteinsson fornleifafræðing, Kristínu Huld Sigurðardóttur, forstöðumann Fornleifaverndar ríkisins, og Hjörleif Stef- ánsson arkitekt, en hann var meðal annars verkefnisstjóri nýlegs og áberandi upp- graftar við Aðalstræti. Morgunblaðið/Ásdís Uppgröfturinn við Aðalstræti „Árið 2001 fannst þar skáli sem talið var að væri frá vík- ingaöld; eða þeim tíma þegar Ísland var að byggjast. Reykjavíkurborg styrkti uppgröft á svæðinu sem leiddi til uppgötvunar elstu mannvistarleifa sem hingað til hafa fundist á Íslandi. Veggjarbútur, sem stendur rétt norðan við sjálfan skálann, og var álitinn hafa verið reistur um árið 930, reyndist hafa verið byggður fyrir árið 871 af einhverjum þeirra allra fyrstu landnámsmanna sem hingað komu.“ Orri Vésteinsson Kristín Huld Sigurðardóttir Hjörleifur Stefánsson Í HNOTSKURN » Kristnihátíðarsjóður var stofnaðurárið 2001 til að minnast þess að árinu áður voru 1000 ár liðin frá því kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. » Um helmingur Kristnihátíðarsjóðsvar nýttur til fornleifarannsókna. »Fornleifasjóður ríkisins var stofn-aður árið 2002 til að styðja við bakið á fornleifarannsóknum hér á landi. »Fyrsta úthlutunarár Fornleifasjóðsvoru veittar úr honum fimm millj- ónir. Í dag nema árlegar úthlutanir tutt- ugu og fimm milljónum króna. »Einstakar fornleifarannsóknir getakostað á milli tíu og fimmtán millj- ónir króna á ári.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.