Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Gunnar Biering gbiering@simnet.is Á rið 1797 kom ungur piltur, Hans Peter Wihelm Biering, til Íslands frá Jótlandi. Kom hann til starfa sem versl- unarsveinn við Randersku verslunina í Reykjavík, en varð síðar fulltrúi við sömu verslun í Hafn- arfirði. Árið 1807 gerðist Hans Peter versl- unarstjóri við svokallaða „greifaverslun“, en hana átti Trampe greifi, stiftamtmaður. Var það um það leyti er Jörundur hundadaga- konungur réð hér ríkjum. Hans Peter var alla tíð viðriðinn verslunarrekstur þar til hann fluttist til Keflavíkur til Mouritz sonar síns árið 1837 og andaðist þar ári síðar. Hans Peter kvæntist árið 1811 Önnu Cat- herine Hölter dóttur Hölters beykis og varð þeim hjónum 7 barna auðið. Mest kvað að Mouritz Wilhelm, sem ílentist hér á landi og Peter Stefáni, sem fluttist til Danmerkur og eru frá honum komnar merkar ættir þar í landi. Mouritz varð verslunarstjóri við útibú Flensborgarverslunar í Keflavík 1837 og fimm árum síðar tók hann við forstöðu sömu verslunar í Reykjavík. Varð hann þvínæst eigandi þeirrar verslunar árið 1850. Á ára- bilinu 1852–53 lét Mouritz byggja stórt ver- búðarhús ásamt með salt- og fiskgeymslu- húsum á Vatnsleysuströnd skammt fyrir norðan Vogana og var þessi verstöð kölluð Bieringstangi. Var þar rými fyrir 30 manns. Lagðist verstöðin af undir aldamótin 1900. Símon Dalaskáld dvaldi um skeið í verstöð- inni á Bieringstanga og orti þar Bierings- borgarrímur, sem fjölluðu í hetjukvæðastíl um daglegt líf í verbúðunum. Mouritz gerð- ist umsvifamikill kaupmaður. Flutti hann flestar vörur að og frá landinu með eigin skipi, „Drei Annas“. Mouritz var tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var Jane Mary Robb og eignuðust þau hjón 8 börn. Jane Mary and- aðist árið 1851, en Moritz kvæntist ári síðar Ingibjörgu Amalíu, systur Jane Mary og átti með henni 4 börn. Þau hjónin fórust með skipinu „Drei Annas“ í mannskaðaveðri út af Álftanesi á Mýrum 27. nóvember 1857 ásamt tveim börnum Mouritzar af fyrra hjóna- bandi. Þær systur Jane Mary og Ingibjörg Amalie voru dætur James Robb kaupmanns og konu hans Valgerðar Ólafsdóttur. James Robb kom til landsins frá Liverpool árið 1813 sem fulltrúi verslunarfélagsins Horne and Stockhouse. Hann gerðist skjótt sjálf- stæður kaupmaður og eignaðist svonefnt Svendsenshús við Hafnarstræti. Var húsið í eigu Robbsættar fram til ársins 1876. Þau hjón eignuðust 9 börn, en tvö þeirra dóu í frumbernsku. James Robb andaðist árið 1845. Í kirkjugarðinum við Suðurgötu stend- ur stór járnkross fyrir aftan sálnahliðið. Ber hann nafnið James Robb en engin ártöl né aðrar upplýsingar. Fimm barna James Robb og Valgerðar eru jarðsett í kirkjugarðinum. Neðst við Vesturgötu stendur stórt timb- urhús, grátt að lit með ljósu þaki. Það hús byggði einn af sonum James, Hans að nafni, um 1860 og nefndi Liverpool til minningar um föður sinn. Næsta hús ofar við Vest- urgötu, nú rautt með hvítu þaki var nefnt Aberdeen. Þar bjó Einar Benediktsson skáld með konu sinni Valgerði um nokkurt árabil. Á næstu lóð ofar við götuna, þar sem nú standa heilsugæslustöð og íbúðir aldr- aðra, stóð mjög stórt timburhús, sem brann árið 1909 og nefndist það Glasgow. Um og upp úr miðri 19. öld voru reist allmörg stæðileg hús í Reykjavík, sem báru nöfn stórra borga í Evrópu. Um þetta leyti voru Íslendingar að rísa úr öskustónni og farnir að gera tilkall til meira sjálfstæðis frá hinu danska valdi. Ef til vill var þessi hefð, þ.e. að nefna stór hús eftir stórum borgum, ómeð- vituð leið til að nálgast meginlandið úr þeirri einangrun, sem við bjuggum við á þessari eyju. Jane Mary andaðist árið 1851, eins og áð- ur getur. Var hún jarðsett í kirkjugarðinum við Suðurgötu skammt frá sálnahliðinu. Björn Th. Björnsson rithöfundur ritaði 1981 bók er nefnist Minningarmörk í Hólavalla- kirkjugarði. Fróðleg bók aflestrar. Björn staldraði m.a. við grafreit Jane Mary og lýs- ir ævi hennar á skilmerkilegan hátt. Hins- vegar gætir að mati undirritaðs nokkurs misskilnings er höfundur segir í lokin, að Jane Mary hafi verið gift Mouritz Biering, sem hafi verið afkomandi þýskra gyðinga, sem fengu að setjast að í Danmörku. Und- irritaður eyddi allmiklum tíma og fyrirhöfn í að leita upphafs Bieringsættar á Íslandi og komst að annarri niðurstöðu. Samkvæmt heimildum mínum á ættin rætur sínar að rekja til bóndabæjar í Viborgaramti á Jót- landi. Heitir sá bær Beringgaarden eða Ber- ingbær. Er bærinn staðsettur í þorpinu Bjerring skammt fyrir norðan Bjerringbro. Elstu heimildir ná aftur til miðrar 16. aldar en þá bjó á bænum bóndi og kráarhaldari að nafni Jens Andersen. Beringbær er enn á sínum stað og hefur ávallt verið í eigu sömu ættar, en þó ekki í beinan karllegg. Í dag er rekin á bænum bændagisting og hefur reyndar verið allt frá því á miðri 16. öld a.m.k. og varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi ásamt með Herdísi konu minni að gista bæ- inn sumarið 1992. Það er sérstætt, að þeir sem hafa búið á bænum hafa aldrei tekið upp ættarnafnið Bering, en það hafa hins- vegar flestir gert, sem hafa flust á brott frá bænum. Ritháttur ættarnafnsins hefur verið með ýmsu móti, Bering, Biering, Bjerring, Bierring, Bjering og nafnið oft skrifað með mismunandi móti innan sömu fjölskyldu. Áð- urnefndur Jens Andersen bóndi á Beringbæ var langafi Vitusar Bering aðmíráls í flota Péturs mikla Rússakeisara. Við hann er kennt Beringssund og Beringshaf, en Vitus varð fyrstur hvítra manna til að lenda skipi sínu við strendur Alaska og helga keis- aranum landið. Bandaríkjamenn keyptu síð- an Alaska af Rússum fyrir lítinn pening upp úr miðri 19. öld. Til gamans má einnig geta Jens Bering, sem var sonarsonur Jens And- ersen. Kona Jens átti við barnsnauð að stríða. Gekk hann þá út á akur og bað til guðs og heilags Péturs að hún mætti verða léttari. Hét hann því jafnframt, að ef hann eignaðist syni, skyldu þeir skírðir nafninu Pétur. Og þeir urðu reyndar 12, allir skírðir Pétur og skráðir sem slíkir í kirkjubækur. Pétursnafnið hefur síðan gengið eins og rauður þráður í gegn um ættina og í dag bera t.d. tveir meðlimir ættarinnar hér á landi þetta nafn, bróðir minn og dóttursonur hans. Margir meðlimir Bieringsættar og að- ilar tengdir þeim eru jarðsettir í kirkjugarð- inum. Má til dæmis nefna afa minn Pétur W. Biering og konu hans Louise Norðfjörð. H.C.J. Biering verslunarstjóra í Borgarnesi, bróður Péturs og konu hans Elísabetu Lin- net, Moritz, son Péturs og Luisu og konu hans Þorbjörgu, Kristínu dóttur hans og eiginmann hennar Peter Petersen (oft nefndur Bio-Petersen) og loks foreldra mína, Henrik Biering kaupmann og konu hans Olgu Astrid Hansen. Ég geng oft um Suðurgötugarðinn mér til hvíldar, afþreyingar og fróðleiks. Það er ótrúlega fróðlegt að ganga á milli grafreita, rifja upp sögu ætta og tengja þær saman. Í Fjársjóður fróðleiks Kirkjugarðurinn við Suðurgötu er fjársjóður fróðleiks um erlendar ættir á Íslandi. Hér er grafist fyrir um Biering-ættina í garðinum. Í kirkjugarðinum „Í kirkjugarðinum við Suð- urgötu stendur stór járnkross fyrir aftan sálnahliðið. Ber hann nafnið James Robb en engin ártöl né aðrar upplýsingar.“ Eftir Elsu E. Guðjónsson Í grein sinni „Um kvennbúnínga á Ís- landi að fornu og nýju,“ í Nýjum fé- lagsritum 1857 skrifaði Sigurður málari Guðmundsson um búning ís- lenskra karlmanna að hann skamm- aðist sín af því að hann væri Íslend- ingur og einn af karlmönnunum að „ljósta upp þeim óhróðri“ að hann væri ekki „umtals verður sem þjóðbúníngur“. Í fyrstu beindist enda starfsemi Sigurðar að búningamálum, þ.e. á árunum 1859–1870, einvörðungu að kvenbúningum, en á þeim árum tóku konur upp hátíðabúning, hinn svonefnda skautbún- ing, sem hann vann upp úr gamla faldbún- ingnum (1859–1860), og annan búning með skauti, kyrtilinn sem hann kallaði svo, léttari hátíðabúning sem hann hannaði 1870. Að því starfi loknu sneri hann sér að því að koma á þjóðlegum búningi fyrir karlmenn. Elsta heimild sem að þessu lýtur mun vera bréf sem Sigurður skrifar Jóni Sigurðssyni forseta í nóvember 1871. Í því segist hann meðal annars vera viss um að karlmenn mundu taka upp „af sjálfu sér, meir eða minna, fornbúnínginn,“ ef til væri ritgerð um búninga karla í fornöld sem hægt væri að styðjast við, og að menn tali „margir um það, einkum í seinni tíð“. Undir lok júlí 1872 skrif- ar hann Steingrími Thorsteinsson að búið sé „að búa til 5–6“ karlmannsbúninga, og upp úr miðjum september er karlmannsbúningi hans lýst að nokkru í bréfi sem Ólafur Sigurðsson í Ási skrifar honum, en Ólafur hefur séð hann á skólapilti, Páli Vigfússyni, sem kom norður. Segir hann Sigurði álit sitt á búningnum, lofar sumt en lastar annað: Eg er búinn að fá að sjá Þjóðbúninginn þinn eða ykkar. Páll Vigfússon kom hér á honum. Mér líka stuttbux- urnar í mörgu tilliti vel, en þó sé eg, að þær eru skjól- litlar um legginn í vetrarhörkum, svo menn þurfa þá að vera í þrennum sokkum ef vel á að fara; en við … slátt eru þær góðar, … en treyjan og vestið lízt mér ekki vera eins hentugt á þessu kalda landi okkar, eg vil hafa á þeim dálítinn kraga, því það er hentugra; það má vera standkragi ef vill, eg er ekki svo fastur við flákragana. Hugsaðu um þetta. Eg veit að þú vilt fylgja því gamla sem mest, en þegar nú á að fara að taka upp búninginn, vil eg láta laga hann um leið og fella burt það ljótasta og óhentugasta. Sumarið næsta á eftir, þ.e. 1873, minnist Sigurður í bréfi til séra Sigurðar Gunn- arssonar á Hallormsstað á fáein atriði bún- ingsins sem hann segist hafa „ráðið mönnum til að taka upp,“ og sé hinn sami og hér tíðkaðist á 16. og 17. öld. … Um karlmannsbún- ínginn erum við að mestu samdóma – enn aðgæt- andi er að hann er enn þá í barn dómi brækurnar verða að vera tölu vert víðar séu þær með þessu lægi samt géta þær orðið ofvíðar – enn þraungu stutt brækurnar með klaufinni og hnopponum þikja mér bæði ljótar og óhentugar, og stirðlegar. Enn segir Sigurður í bréfinu að þetta sé „sá búningur sem kvenpeisan og kvenhúfan“ eru „beinlínis komin af,“ og að búningur þessi sé „því mest samkynja við kvenbúningana báða, en karlmanns og kvenbúningarnir eiga ætíð sem mest að eiga saman“. Vorið 1874 víkur Sigurður aftur að búningi karla í bréfi, líklega til Páls Vigfússonar sem fyrr er getið, og fjallar um skikkju við bún- inginn. Lýsir hann gerð karlmannsskikkju sem hlýtur að eiga að tilheyra karlmannsbún- ingi hans. Skrifar hann raunar um tvær mis- munandi gerðir af skikkjum eftir því hvort nota ætti þær eingöngu í bæjum eða einnig sem ferðaflík. Í æviágripi Sigurðar prentuðu 1875 skrifar Helgi Helgesen, að hann sé „höfundur hins nýja þjóðbúnings karlmanna, er nokkrir stúd- entar og skólapiltar hafa gengið á um nokkur ár“. Munu enda einu þekktu myndir af bún- ingnum vera þrjár af sex ljósmyndum sem teknar voru vorið 1873 af bekkjardeildum Lærða skólans. Sést búningurinn þar á fjór- um, ef til vill fimm skólapiltum af alls sextíu og einum. Piltarnir eru í fremur stuttri, víðri treyju, einhnepptri uppi við hálsmálið, og liggur þar út á hvítur kragi, líklega skyrtuk- raginn. Undir treyjunni eru tveir þeirra í ein- hnepptu vesti, en tveir í hvítri skyrtu einvörð- ungu. Fremur víðar buxurnar ná rétt niður fyrir hné, en þar fyrir neðan eru ýmist einlitir dökkir eða hringjaðir, dökkir og ljósir sokkar. Piltarnir eru með sokkabönd og á íslenskum skóm. Ljóst er að karlmannsbúningur Sigurðar náði hvorki vinsældum né útbreiðslu. Mun Þjóðlegur karlmannsbúningur 1872 Skólapiltar í 4. bekk Síðari deild, í Lærða skólanum vorið 1873. Pilturinn yst til hægri, Zóp- hónías Halldórsson, síðar prestur, mun vera í karlmannsbúningi Sigurðar málara. Um karlmannsbúning Sigurðar Guðmundssonar málara

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.