Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók| bækur Eftir Þormóð Dagsson þorri@mbl.is T ryggðarpantur heitir nýjasta skáldsaga Auðar Jónsdóttur og segir frá Gísellu, konu nær fertugu en þrí- tugu, sem verður skyndilega fjárþurfi eftir að hún uppgötvar að ríkulegur arfur ömmu sinnar, Gísellu eldri, er nánast upp- urinn. Hún býr ein í tvö hundruð fer- metra íbúð á besta stað í bænum sem hún erfði eftir ömmu sína og til að vinna bug á fjárhagserfiðleikum sínum ákveður hún að fá til sín með- leigjendur. Fyrir valinu verða þrjár ungar konur: Marta, Dasíma og Anna, en þeirri síðastnefndu fylgir jafnframt lítið stúlkubarn. Konurnar þrjár koma hver úr sinni áttinni og allar eiga þær það sameiginlegt að hafa átt undir högg að sækja í lífinu. Þessi ráðahagur er Gísellu vissu- lega erfiður biti að kyngja þar sem henni er mikið í mun að viðhalda sín- um siðum og venjum en á sama tíma finnst henni spennandi tilhugsun að hleypa nýju lífi inn í íbúðina. Til að komast hjá vandkvæðum sem að sambúðinni gæti hugsanlega fylgt setur hún leigjendum sínum nokkrar reglur. Í grófum dráttum tryggja reglurnar að húsráðandinn Gísella eigi alltaf lokaorðið í öllum deilum. Sambúðin fer afar vel af stað og er Gísella hæstánægð með konurnar þrjár sem skipta á milli sín þrifum og eldamennsku. Og hún tekur fljótlega sérstöku ástfóstri við litlu stelpuna hennar Önnu. Aftur á móti verður sambúðin smám saman erfiðari þeg- ar ýmis atriði í hegðun og umgengni kvennanna fara að ógna þeirri veröld sem Gísella hafði fram að þessu búið ein í. Til að takast á við þessa að- steðjandi ógn setur hún fleiri reglur en í stað þess að ástandið batni, breikkar gjáin á milli hennar og kvennanna þriggja. Bókin varpar fram ýmsum spurn- ingum varðandi mannleg samskipti í fjölmenningarlegum heimi og þá einkum í tengslum við árekstra inn- fæddra og aðfluttra. Þannig er sag- an að vissu leyti eins konar táknsaga um ákveðið þjóðfélagsástand sem fjölmiðlar í Evrópu hafa fjallað mikið um á undanförnum árum og er ný- lega orðið hávært deilumál hér á landi. Aðgát skal höfð Síðustu þrjú árin hefur Auður verið búsett í Kaupmannahöfn þar sem hún hefur einkum fengist við skriftir ásamt því að læra dönsku. Sem „inn- flytjandi“ í tungumálaskóla í Dan- mörku kynntist Auður fólki hvaðan- æva af úr heiminum og flest hafði það lent í einhverjum erfiðleikum sem aðkomufólk í landinu. Sögur og aðstæður þeirra voru að miklu leyti kveikjan að Tryggðarpanti. Myndirðu segja að umhverfið sem þú vinnur í hverju sinni komi mikið inn í þínar skriftir? „Alveg pottþétt. Það gefur mér ákveðna fjarlægð frá efninu að vinna erlendis og skapar jafnframt ákveð- in hughrif. Einnig koma vissir hlutir inn á borð til mín sem mér hefðu ekki borist öðruvísi. Ég skrifaði tvær skáldsögur þessi ár í Kaupmanna- höfn og held að þær hafi báðar orðið mun betri en ef ég hefði skrifað þær hér á Íslandi,“ segir Auður. Hugmyndin að Tryggðarpanti varð að miklu leyti til í Kaupmanna- höfn í tengslum við umræðuna þar um innflytjendur. Aftur á móti hafði Auður fengið áhuga á að skrifa bók um innflytjendur mun fyrr. „Fyrir mörgum árum kynntist ég fólki af alls konar þjóðerni í frysti- húsum á Íslandi; það harkaði mikið í mínum augum og fljótt kviknaði hjá mér áhugi á að fjalla um þetta efni. Fyrir nokkrum árum gerði ég atlögu að því að skrifa bók um tælenska konu á Íslandi en það var ekki fyrr en ég var komin til Kaupmannahafn- ar og hafði kynnst fólki frá mörgum þjóðum í opinberum málaskóla í einn vetur að það kom heilleg mynd á þessar pælingar hjá mér.“ Auður segir að harkan og mann- vonskan í umræðunni um innflytj- endur í Danmörku hafi komið sér mjög á óvart þegar hún kom þangað fyrir þremur árum. „Hvort sem um er að ræða hús- næði, trúarbrögð eða atvinnu þá er mikið talað um innflytjendur á mjög neikvæðan hátt og óþægilega oft er talað um ,,okkur“ versus ,,þá“ í dönskum fjölmiðlum, jafnvel þótt svonefndir innflytjendur séu Danir. Þessi umræða hrærði fljótlega í hausnum, enda nýstárleg fyrir mér. Umræðan um innflytjendur hefur undanfarið verið mál málanna í Dan- mörku en vonandi skánar hún sem fyrst. Hún hefur verið óþægilega harkaleg á köflum og hættulega laus við hugsunina „aðgát skal höfð í nærveru sálar“,“ segir Auður og minnist í því samhengi á teikning- arnar af Múhameð spámanni í Jyl- lands-Posten sem hún álítur drop- ann sem fyllti mælinn eftir langvarandi aðsúg að múslímum þar í landi. Gísellureglurnar Þegar hún byrjaði að skrifa Tryggð- arpant þá ákvað hún að sagan ætti að geta átt sér stað í mörgum evr- ópskum borgum en hvorki borgin né landið sem sagan gerist í eru nokk- urn tíma nefnd á nafn í bókinni. Ástæðuna fyrir því segir hún vera að aðstæður geti verið mismunandi í ólíkum borgum og hún vilji ekki ein- blína á staðbundin átök. „Ég ákvað þess vegna að nota þessa ónefndu borg. Þetta er evr- ópsk borg, mátulega stór, og þar sem ég hef sögusviðið á þennan hátt lá beint við að ljá söguhetjunum upp- diktaða menningarheima í farteskið. Þá laumaðist ég til að krydda frá- sögnina með því að styðjast eilítið við sögur frá fyrrum skólafélögum og vinum,“ útskýrir Auður. Því eru lýsingarnar á menningarheimum Önna, Dasímu og Mörtu frekar óræðar en á sama tíma er eitthvað mjög kunnuglegt við þær. Það er t.d. ýmislegt í fari í Önnu sem bendir til þess að hún sé frá Íslandi en þó er það aldrei sagt beinum orðum. „Þetta er svolitið „absúrd“ saga. Það sem hún byggir hvað mest á er innblásið af reglum sem t.d. danska ríkistjórnin hefur sett innflytj- endum. Í sögunni semur Gísella hús- reglur í þessum dúr,“ útskýrir Auð- ur. „Gísellureglurnar“ svokölluðu ganga meira og minna út að leigj- endurnir lagi sig að hennar siðum og venjum; hún hefur ótvíræð yfirráð yfir heimilinu. En þessu fyr- irkomulagi fylgir viss togstreyta á milli þess að halda og að fá. Á stund- um finnst henni að hún hafi himin höndum tekið að fá leigjendur. Hún kann yfirleitt vel við félagskapinn og ekki skemmir fyrir að konurnar eru afar lunknar við eldamennsku. Þá færir litla dóttir Önnu henni ómælda gleði og hamingju. En að sama skapi fær Gísella á tilfinninguna að hún sé að glata heimili ömmu sinnar og þar með bakgrunni sínum. Þessi togstreita Gísellu speglar ansi vel það ástand sem er í Evrópu og víðar þar sem talað er um inn- flytjendur sem vandamál á sama tíma og sóst er eftir erlendu vinnu- afli. „Þegar fyrirkomulagið gagnast henni þá er Gísella mjög ham- ingjusöm en svo þarf mjög lítið til að hún verði óánægð,“ heldur Auður áfram. „Hún virðist ekki gera ráð fyrir hinu mannlega í sambúðinni og hún er mjög fljót að gefast upp. Hún gefur leigjendum sínum aldrei tæki- færi til að nálgast hennar veröld á eigin forsendum. Það sem er hennar verður ætíð hennar og það sem er þeirra verður þeirra. Konurnar eru henni framandi og hún passar sig á því að verða ekki vinkona þeirra. Og einmitt það sýnir mannfyrirlitn- inguna í henni. Ef hún hefði treyst leigjendum sínum þá hefði hugs- anlega verið hægt að bjarga þessari sambúð. Í staðinn setur hún ákveðna skilmála og gefur þeim aldrei tæki- færi á því að lifa í trausti.“ Landneminn „Á sama tíma spyr Gísella hvorki spurningu um fortíð sína eða for- feður - og þaðan af síður veltir hún stöðu sinni fyrir sér,“ heldur Auður áfram. „Hún býr í þessum tvöhundr- uð fermetrum vegna þess að þar ólst hún upp en á sama tíma er hún án tengsla við lífið utan þeirra. Allt sitt hefur hún erft eftir ömmu sína og í rauninni lifir hún hennar lífi. For- eldrar hennar fluttu til annarrar heimsálfu en Gísella hangir enn í gömlum viðhorfum sem eru löngu orðin úrelt. Hún saknar þeirra engu að síður. Amma hennar var landne- mafrú og landneminn er gjarnan sá sem valdið hefur. Amman stóð fyrir Þegar mannúðin hverfur Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir sendi nýverið frá sér skáldsöguna Tryggðarpantur sem Mál og menn- ing gefur út. Þetta er fyrsta út- gefna verkið hennar eftir að hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaun- in í fyrra fyrir skáldsöguna Fólkið í kjallaranum. Blaðamaður hitti Auði á kaffihúsi við Skólavörðustíginn og fræddist um nýja verkið og áhrif bókmenntaverðlauna. Auður Jónsdóttir „Höfundar hljóta að hafa leyfi til að prófa hitt og þetta og gera nýja hluti. Það væri ferlegt ef maður ætlaði að fara að fylgja eftir einhverju sem skaffaði honum verðlaun. Síðan eru aldrei allir á eitt sáttir um verðlaun. Maður fær sjö hundruð þúsund krónur og svo klapp á bakið. Það er auðvitað stórfínt en allt fárið er búið viku síðar. “ » „Þetta er svolitið „absúrd“ saga. Það sem hún byggir hvað mest á er innblásið af reglum sem t.d. danska ríkistjórnin hefur sett innflytjendum. Í sögunni semur Gísella húsreglur í þessum dúr,“ út- skýrir Auður. „Gísellureglurnar“ svokölluðu ganga meira og minna út að leigjendurnir lagi sig að hennar siðum og venjum; hún hefur ótvíræð yfirráð yfir heimilinu. En þessu fyrirkomulagi fylgir viss togstreyta á milli þess að halda og að fá. Á stundum finnst henni að hún hafi himin höndum tekið að fá leigjendur. Hún kann yfirleitt vel við félagskapinn og ekki skemmir fyrir að konurnar eru afar lunkn- ar við eldamennsku. […] En að sama skapi fær Gís- ella á tilfinninguna að hún sé að glata heimili ömmu sinnar og þar með bakgrunni sínum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.