Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 14
Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is Ó laf Jóhann Ólafsson hafði lengi langað til að skrifa bók um ást- ina, ástarsambönd og samskipti fólks þar sem komið yrði að efn- inu með því sem næst beinum hætti. Hann taldi sig hinsvegar ekki tilbúinn til þess fyrr en núna, eða svo sagði hann mér þegar við settumst niður við eldhús- borðið heima hjá honum í New York fyrr í vik- unni og ræddum um nýjustu bók hans. Hún heitir Aldingarðurinn og er níunda bókin sem hann lætur frá sér. „Já, hugmyndin var að skrifa um ástina og koma nokkuð beint að efninu. Sumir hafa haldið því fram að allar sögur séu ástarsögur og það er kannski hægt að segja það að einhverju leyti, enda lita ástin og samskipti fólks líf flestra. En spurningin var hvernig ég ætti að skrifa um þetta og nálgast þetta,“ útskýrir hann. Formið sem varð fyrir valinu er smásagna- safn og er þetta annað smásagnasafn Ólafs Jó- hanns, en það fyrsta var jafnframt fyrsta bókin hans, Níu lyklar. Sögurnar í Aldingarðinum eru rammaðar inn af árinu og draga heiti sín af mánuðunum tólf. Þær tengjast hver annarri lauslega og þá fyrst og fremst að efninu til. „Ég lagði upp með þetta sem eitt allsherjar þema. Í Níu lyklum voru sögur sem ég hafði skrifað á svona tveimur, þremur árum og röt- uðu síðan inn í bók, en áttu ekki annað sameig- inlegt en að bera höfundi sínum vitni á þeim tíma sem þær voru skrifaðar. Þessi bók er ólík að því leyti að þegar ég settist niður var ég bú- inn að ákveða að skrifa um þetta efni nákvæm- lega. Á tímabili var ég að hugsa um að tengja sögurnar kannski eitthvað innbyrðis en svo fannst mér það bara billegt og óþarfi og ákvað að láta þær bara tengjast að efni og andrúms- lofti.“ Að vera einmana með einhverjum öðrum Sögurnar fjalla allar um ástarsambönd og sam- skipti fólks en einsemdin er samt sem áður ríkjandi tilfinning og einn af þeim þráðum sem liggja í gegnum bókina. Margar af persónunum geta ekki talað um það sem skiptir þær mestu máli og dregnar eru upp myndir af fólki sem virðist sannarlega einmana þó að það sé saman. „Já, það að vera einmana, en að vera samt ekki einn, er skemmtilegt viðfangsefni fyrir þá sem skrifa. Þetta er merkileg sýkólógía. Oft finnst fólki það aldrei eins einmana og þegar það er í sambandi við einhvern sem það nær ekki saman við. Fólk skilur að það sé einmana þegar það er eitt en áttar sig síður á því að það skuli vera hægt að vera einmana með ein- hverjum öðrum. Svo má auðvitað spyrja sig hvort þetta sé raunsætt. En þegar annað hvert hjónaband endar með skilnaði – er það ekki annars? – þá veltir maður auðvitað fyrir sér hvað það er sem gerist á milli fólks. Og oft er það kannski þetta sem er síðan eitthvað sem það getur ekki komið orðum að.“ Annað sem er áberandi eru atvik sem eiga sér stað eða leyndarmál sem koma upp á yf- irborðið og breyta öllu á milli fólks. Þessi ást- arsambönd virðast þannig mjög viðkvæm. „Það fer auðvitað alveg eftir því hvernig jarð- vegurinn er og undirlagið. Oft er eitthvað búið að vera að gerjast áður, ýmislegt er uppsafnað og þá var kannski bara tímaspursmál að eitt- hvað gerðist. Og í sumum tilfellum fer þá allt til fjandans en stundum má líka líta svo á að eitt- hvað gerist innra með fólki. Og það er ekki allt- af svo greinilegt hvað síðan gerist, lesandinn verður svolítið að ráða í það sjálfur. En maður sér þetta stundum hjá fólki. Eitthvað gerist, einhver uppákoma eða atvik verður til þess að það kemur að uppgjöri, annaðhvort innra með fólki eða á milli þess. Svo spyr fólk, hvað gerðist eiginlega? Og svarið liggur alls ekki í augum uppi, kannski vegna þess að það gerðist eitt- hvað innra með því og það var ekkert talað um það.“ Grundvöllur í lífi allra, þörfin fyrir að elska og vera elskaður Í bókinni eru oft nákvæmar lýsingar á persónu- legum hugsunum og tilfinningum. Var erfitt að skrifa um þetta efni? „Þetta eru náttúrlega dýpstu tilfinningar fólks. Að fólk sé fært um að þykja vænna um einhvern annan en sjálfan sig. Þessi krafa þjóð- félagsins og siðmenningarinnar að menn láti freistingarnar framhjá sér fara, myndi sam- band við eina manneskju, og fari ekkert út af því spori. Þessi grundvöllur í lífi og tilvist allra, þörfin fyrir að elska og vera elskaður. Og síðan spurningin: Hvað gerist þegar þetta er ekki til staðar? Hvernig er tómarúmið sem það skilur eftir? Þannig að jú, það var áskorun að skrifa um þetta. En ég hafði mjög gaman af því. Það var virkilega gaman að skrifa þessa bók.“ Og þá svona í framhaldinu: Hvert sækirðu hugmyndirnar þínar? Pælirðu mikið í fólki? „Já, ég geri það nú. Það er eitt af því sem mér þykir skemmtilegast að gera og er eitthvað sem ég hef alltaf gert. Fólk vekur mikla athygli hjá mér og áhuga, líf þess og hugsanir og svo fram- vegis …“ Ertu þá stöðugt að velta fyrir þér hvað fólk er að gera og hugsa? „Nei, nei. En samt. Stundum situr maður kannski og það þarf svo lítið til . maður þarf ekki annað en að sjá einhvers staðar manneskju sitja úti í horni og horfa út um glugga og fer þá að fabúlera. Hvað gæti hún verið að hugsa? Hvað gæti verið um að vera? Og hvað og hvað?“ Margar persónur bókarinnar eru Íslend- ingar sem eiga heima eða hafa átt heima í Bandaríkjunum og mörg samböndin eru sam- bönd Íslendinga og Bandaríkjamanna. Þjóðerni og hreyfanleg búseta, ef svo má segja, er þér greinilega ofarlega í huga. „Já … einhvern veginn liggur þetta í undir- meðvitundinni og kemur fram þegar maður fer að skrifa. Sjálf förum við mikið heim núna og erum mikið heima en það var ekki alltaf þannig, stundum leið miklu lengra á milli heimsókna. Þeir sem búa fjarri heimahögunum eiga auðvit- að í ákveðinni innri samræðu og spá þá í þjóð- erni og þá kannski ræturnar og hvar þær liggja og hvað gerist þegar maður er langt frá þeim. Svo fer viðhorfið til þessa alls auðvitað eftir manneskjunni og því hvaða hug fólk ber til staðarins þar sem það ólst upp. Sumum finnst fínt að fara í burtu. Maður hittir hérna fólk sem ólst upp … til dæmis einhvers staðar í Iowa… og finnst ekkert eins leiðinlegt og að fara aftur heim. Það kemur í smábæ þar sem því finnst ekkert um að vera og getur ekki beðið eftir því að sleppa burt eftir skylduheimsóknir. Ég held að það sé öðruvísi með okkur Íslend- inga. Ég hitti að minnsta kosti aldrei Íslending sem talar svona. Það eru einhverjar skrýtnar rætur sem að toga í okkur. Kannski er þetta sérstakt að einhverju leyti.“ Algengt að tilviljanir ráði för frekar en einhverjar ákvarðanir Í þessum sögum virðist oft sem að tilviljun ein ráði því hvar fólk sest að. Fólk fer af stað í ein- hverja átt með frekar óljósar hugmyndir, hittir svo kannski einhverja manneskju og sest síðan að eða ekki. Það virðast fáir vera með sér- staklega skýr plön. „Ég held að flest sé svona tilviljunum háð. Það hefur að minnsta kosti verið þannig í mínu lífi. Ég hef voða lítið planað. Kylfa hefur ráðið kasti frekar en einhverjar ákvarðanir. Og ég held að það sé ansi algengt. Sérstaklega þegar kemur að svona löguðu, þegar fólk verður ást- fangið og þarf að ná einhverskonar sam- komulagi um búsetu. Og þá endar fólk einhvers staðar sem hentar báðum – eða kannski hvor- ugum.“ Búið að berja mannfólkið til hlýðni öldum og árþúsundum saman Í bókinni má finna ýmiskonar hugleiðingar um karlmennsku. Í einni sögunni segir til dæmis af karlmanni sem þráir mjög heitt að eignast börn og sú óuppfyllta þrá hefur veruleg áhrif á hjónaband hans og sálarheill að því er virðist. „Já, þetta er greinilega eitthvað sem hvílir á honum. Maður hefur séð að fólk tekur því mjög misjafnlega þegar það getur ekki átt börn. Við erum þannig smíðuð, það er eitthvað í kerfinu sem lætur okkur finnast að við eigum eða verð- um að eignast börn. Fólk bregst ólíkt við þessu og ég held að þetta sé ekkert auðveldara fyrir karlmenn en fyrir konur.“ En karlmönnum finnst þeir kannski þurfa að bíta meira á jaxlinn út á við? „Já, og þetta er eins mikil bábilja og vitleysa Búið að berja mannfó Ólafur Jóhann Ólafsson „Ég held að flest sé svona tilviljunum háð. Það hefur að minnsta kosti verið þannig í mínu lífi. Ég hef voða lítið planað. Kylfa hefur ráðið kasti frekar en ein- hverjar ákvarðanir. “ „Það er náttúrlega búið að berja okkur mannfólkið til hlýðni og í ákveðinn farveg með trúar- brögðum og siðferðisboðskap og öllum fjandanum, öldum og árþúsundum saman,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson sem fjallar um ástina, ástarsambönd og samskipti fólks í nýju smá- sagnasafni, Aldingarðinum. Hér er rætt við hann um þessa hluti og skáldskapinn. 14 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók| bækur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.