Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 7
miðjum garðinum er t.d. langur grafreitur, en þar hvíla Jónas Jónassen landlæknir og kona hans, hálfsystir Hannesar Hafstein ráðherra, dóttir Péturs Havstein amtmanns á Möðruvöllum og fyrstu konu hans. Við hlið þeirra hvílir amtmannsfrú Kristjana Hav- stein, þriðja kona Péturs amtmanns og móð- ir Hannesar Hafstein. Við hlið hennar hvíla fjórar dætur hennar, en þrjár þeirra munu hafa látist úr berklum. Veglegan legstein á kjörstað má finna til minningar um Þorleif Repp, sem dvaldi meiri hluta ævi sinnar í Danmörku en mátti ekki til þess hugsa að hvíla í danskri mold. Þorleifur mun hafa þjáðst af því sem nefnist í dag „Tourettes- heilkenni“, sem einkennist af undarlegum og yfirdrifnum kækjum, mismunandi gerðar. Þorleifur var með þeim ósköpum fæddur, að ef hann reiddist illa, fékk hann óstöðvandi hlátursköst. Eitt sinn er Þorleifur hafði ný- verið hafið nám í bókmenntum við Kaup- mannahafnarháskóla, var hann viðstaddur doktorsvörn. Þorleifur stóð þá upp í miðju kafi og vakti athygli á því, að dokt- orsritgerðin væri stolin frá þýskum vísinda- manni. Doktorsefnið hafði einfaldlega þýtt ritgerðina yfir á dönsku og flutt hana sem sína. Þetta endaði vitaskuld með ósköpum. Sjö árum síðar varði Þorleifur svo eigin rit- gerð, en þá vildi ekki betur til en svo, að andmælandinn var nákominn ættingi unga mannsins, sem hafði farið illa að ráði sínu. Honum var einnig kunnugt um vandamál Þorleifs, notfærði sér það og reitti hann vís- vitandi til reiði, þannig, að Þorleifur fékk eitt af sínum óstöðvandi hlátursköstum og var rekinn á brott úr salnum með skömm. Eftir þetta lagði Þorleifur mikið hatur á Dani, stofnaði fjölda tímarita þar sem hann skammaðist út í Dani og allt sem danskt var. Samt mun það aldrei hafa hvarflað að hon- um að flytja heim fyrr en kom að endalok- um. Af ótal mörgu fleiru er að taka, en nú er mál að linni. Þess má þó geta, að Suður- götugarðurinn er einnig óþrjótandi fróð- leikshít um stjórnmál og frelsisbaráttu Ís- lendinga á öndverðri 19. öld og í upphafi þeirrar 20., en það er önnur saga og lengri og verður ekki rakin hér. Höfundur er læknir. hann hafa lagst af eftir að Sigurður féll frá (1874), og ekki er vitað að nein flík úr honum hafi varðveist. Hins vegar liggur eftir Sigurð í handriti löng og mikil samantekt um íslenska karlmannsbúninga fram til 1400. Er ritsmíð þessi í eigu Þjóðminjasafns Íslands og varð- veitt þar.  Prentuð rit Auðuns, Jón. Sigurður Guðmundsson málari. Reykjavík, 1950. Guðjónsson, Elsa E. „Til gagns og fegurðar. Sitthvað um störf Sigurðar málara Guðmundssonar að búningamálum,“ Hugur og hönd. Rit Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1988. Reykjavík, 1988. B. 26–31. Guðmundsson, Sigurður. „Um kvennbúnínga á Íslandi að fornu og nýju,“ Ný félagsrit, 17:1–53, 1857. Helgason, Jón. Þeir sem settu svip á bæinn. Reykjavík, 1954. Helgesen, Helgi Einarsson. „Æfiágrip Sigurðar málara Guðmundssonar,“ Minningarit eptir Sigurð Guðmundsson málara. Reykjavík, 1875. Bls. 3–10. Ólason, Páll Eggert. Íslenzkar æviskrár [skammst. ÍÆ], I–V. Reykjavík, 1948–1952. Þorleifsson, Heimir, ritstj. Saga Reykjavíkurskóla, I. Nám og nemendur. Reykjavík, 1975. Þorleifsson, Heimir, ritstj. Saga Reykjavíkurskóla, II. Lífið í Lærða skólanum. Reykjavík, 1978. Þórðarson, Matthías. „Bréfaviðskipti Jóns Sigurðssonar for- seta og Sigurðar Guðmundssonar málara 1861–1874, með athugasemdum og skýringum,“ Árbók Hins íslenzka forn- leifafélags 1929. Reykjavík, 1929. Bls. 34–107. Óprentaðar heimildir Guðjónsson, Elsa E., „Rekonstrueret mandsdragt“ í idem, „Islandske nationaldragter, tradition og rekonstruktion“ (1987). Handrit. Erindi flutt á norrænni búningaráðstefnu í Esbo, Finnlandi. 4. ágúst, 1987. Lbs. 1830 4to. Bréf frá Sigurði Guðmundssyni, að líkindum til Páls Vigfússonar. 6. maí 1874. Þjms. mms. fol. 266. Spjald með 6 ljósmyndum af bekkj- ardeildum Lærða skólans í Reykjavík 1873. Þjms. SG:02:112. Bréf frá Ólafi Sigurðssyni í Ási til Sig- urðar Guðmundssonar. 21. september 1872. Þjms. SG:02:215. Bréf frá Sigurði Guðmundssyni til séra Sigurðar Gunnarssonar á Hallormsstað. 2. júlí 1873. Þjms. SG:02:230. Bréf frá Sigurði Guðmundssyni til Stein- gríms Thorsteinsson í Kaupmannahöfn. 26. júlí 1872. Þjms. SG:05:3, „Um Islendska karlmanna búnínga til 1400.“ Höfundur er fyrrverandi deildarstjóri Textíl- og búningadeildar Þjóðminjasafns Íslands. Eftir Ólaf Þórðarson olafur@dingaling.net S ett hefur verið fram tillaga um bogadregna brú yfir Öxará við Drekkingarhyl, þar sem miðju brúarinnar vantar vegna gliðn- unar og í raufina er sett glergólf svo horfa megi í ána fyrir neðan. Eftirfarandi er skoðun mín: Nýja brúin þyk- ir mér nokkuð áhugaverð hvað varðar eigin- konsept og slíkt, þó varla sé hugmyndin meist- araverk og frekar rýr í útfærslu. Það getur verið allt í lagi að brú sé með ryði og handriðin létt í sýn. Það er þó lítil ástæða að fara í svona burðarstrúktúrs-leikfimi á þessum stað. Nústandandi brú er með kassalaga formum og tilheyrir ákveðnu tímabili í íslenskri brúar- smíðasögu. Hún er massíf eins og klettarnir í bakgrunni og í vissum skilningi áhugaverður brútal mínímalismi, skúlptúr þar sem sterkur steypumassi vegur upp brúarhaftið á móti kletti andspænis. Náttúran á fyrst og fremst að njóta sín og nústandandi brú, sem var gerð fyrir lýðveld- ishátíðina 1944, fellur mun betur að umhverf- inu en þessi rauðbrúna verkfræðilega tillaga. Bogastrúktúr með ósýnilegum „keystone“ er eins ó-íslenskur og hægt er að vera. Þetta er því í raun meira tilvísun í klassískan fornald- ararkitektúr Suður-Evrópu og léttleikinn sem slíkur er meira fyrir ákveðið annað umhverfi, s.s. kauphallir, verslunarhús eða annað létt- strúktúrs umhverfi. Segjum sem svo að hug- myndin gangi upp með „gliðnunina“, hvernig þætti mönnum ef manngerður gervigoshver yrði reistur við hliðina á Geysi? Ég er ekki sannfærður um að verið sé að fjárfesta í neinu eða bæta umhverfi Öxarár. Gestir eru að koma til að skoða og ganga um einstakt og stórbrotið náttúrufyrirbæri; kletta, stórgrýti, grasbala, Öxará og hyl sem hefur með ofbeldi gegn kvenfólki að gera. Það kemur enginn þarna til að horfa í gegnum gler niður í á. Bílfær vegur og bílfær brú er einnig tíma- skekkja og föst í hugsun um gamla veginn sem áður lá þarna niður. Það er eðlilegt að menn hugsi þannig en ég vil bara benda á að göngu- leið er það sem þetta umhverfi er – og verður. Annaðhvort er keyrt þarna niður eða ekki. Það má líka velta því fyrir sér hvers vegna göngu- leiðin sneiðir í dag framhjá hyl þar sem konum var drekkt fyrir smávægilegar ástæður. Gönguleiðin á að fara alveg niður að hylnum og setja hann í þann sess sem hann skipar í þjóð- armeðvitundinni. Réttarbarátta kvenna á sér langa sögu og þessi hylur er hluti af henni. Svo ekki sér maður nauðsyn á að smíða áberandi burðarfræði-meistaraverk þarna. Brúarhafið er það stutt og umhverfið sjálft býður einfaldlega ekki upp á verkfræðitrix. Þetta á að vera göngubrú og þá má í framhaldi af því spyrja hvers vegna að hafa hana svona breiða og ekki bara smágerða látlausari göngubrú, þá rétt við vatnsborðið. Þá kemst fólk nær Öxará en að horfa í gegnum eitthvað rykugt gler, sú landslags-upplifun er hvort eð er yfirdrifin með rútuútsýni á 100 kílómetra hraða. Það má líka setja spurningarmerki við hlaðna garðinn, sem heldur veginum að brúnni. Með því að gera brúna smágerðari – og sem göngubrú – þá þarf ekki þennan hlaðna steinvegg, sem hvort eð er má alveg missa sig. Það má vel fjarlægja þessa aðkeyrslugrús sitt hvorum megin brúarinnar og færa umhverfið í upprunalegra horf með fallegum göngustíg sem liðast um náttúrulegt umhverfi gjárinnar. Göngustíg á svo ekki að gera beinan eins hvern annan bílveg. Hann getur hlykkjast bet- ur um staðinn og þarf ekki að ríghalda í þessa leiðinda beinu aksturslínu sem í þessu tilviki sniðgengur hylinn. Ný brú á að virða þetta umhverfi og vera eins látlaus og hægt er, göngustígur þarf að hlykkjast niður á hylinn og á auðvitað ekki að vera skoðaður sem bílvegur. Clinton hefur gott og gaman af því að labba þarna niður eins og hver annar, hvers vegna á að hanna nýja akst- ursbrú fyrir óæðri enda einhvers heið- ursmanns þegar allir njóta þess best að ganga þarna niður hvort eð er? Það nægir að leyfa hreyfihömluðum að fá aðgang að yndislegri rigningunni, sólinni, rokinu og yfirþyrmandi hamraveggjunum. Þeir sem koma þarna að skoða eru sann- arlega ekki búnir að fljúga yfir Atlantshaf og á Þingvöll til að skoða einhverja brú, heldur náttúruna sem á að njóta sín fram yfir allt ann- að. Öll hönnun á að taka mið af þessu, fylgja landinu og gefa skoðendum kost á að njóta náttúrulegra mynda til hins ýtrasta. Því á að skoða þetta mál út frá umhverfinu sem fyrir er. Svo til að gera langt mál stutt segi ég að annaðhvort hafa núverandi brú í sínu formi og spara peninga, eða þá færa umhverfi hylsins nær upprunalegu horfi og losna við mölina sitt hvorum megin og hanna fallegan göngustíg sem liðast um legu gilbotnsins, með látlausri brú alveg við vatnsborðið. Þá þarf ekkert gler eða svona gliðnunar-líkingu sem er (óvart?) eins og hún sé að reyna að forðast fortíðina. Persónulega myndi ég því nálgast þessa hönnun út frá allt annarri hugsun. Að fylgja landinu „Þeir sem koma þarna að skoða eru sannarlega ekki búnir að fljúga yfir Atlantshaf og á Þingvöll til að skoða ein- hverja brú, heldur náttúruna sem á að njóta sín fram yfir allt annað. Öll hönnun á að taka mið af þessu, fylgja landinu og gefa skoð- endum kost á að njóta náttúrulegra mynda til hins ítrasta. Því á að skoða þetta mál út frá umhverfinu sem fyrir er.“ Þingvallanefnd hefur birt myndir af nýrri brúartillögu á Öxará við Drekkingarhyl. Til- lagan er eftir Manfreð Vilhjálmsson arkitekt. Greinarhöfundi þykir tillagan áhugaverð þótt ekki sé hún meistaraverk og fremur rýr í útfærslu. Höfundur er arkitekt og listamaður í New York, FAÍ, og kennari í iðnhönnun; Rhode Island Scho- ol of Design. Brúin yfir Öxará MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.