Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 5
Nýlegur tækjabúnaður fornleifafræð-inga hér á landi hefur verið nefndur
sem hugsanleg lausn á mögulegum fjár-
skorti í framtíðinni en miklar framfarir
hafa orðið í rafrænni kortlagningu forn-
minja í jörðu. Orri telur þó að slík tækni
geti enn sem komið er ekki komið í stað
uppgraftar.
„Það er til ýmiss konar tækni sem gerir
fólki kleift að skoða fornleifar neð-
anjarðar, t.d. viðnámsmælar, segulmælar
og svokölluð jarðsjá sem byggist á rad-
artækni. Þessi tæki eru auðvitað misdýr
en við notum sumt af þessu töluvert hér á
landi. Viðnámsmælarnir hafa gefið sér-
staklega góða raun við tilteknar að-
stæður.
Það sem þessi tæki gera fyrst og fremst
að er að hjálpa manni að staðsetja rústir
og afmarka það svæði sem grafa þarf
upp. Þannig sparast tími og vinna sem
hefði annars farið í að grafa upp mun
stærra svæði. T.d. var búið að slétta alveg
yfir stórar bæjarrústir í Skálholti og í
fyrstu var ógjörningur fyrir fornleifa-
fræðinga að vita nákvæmlega hvar ætti
að grafa. Það sást ekki á yfirborðinu þótt
við hefðum um það óljósa hugmynd. Eftir
viðnámsmælingu sáum við hins vegar ná-
kvæmlega hvar væri skynsamlegast að
opna; en það er dýrt spaug að opna svæði
þar sem engar fornleifar eru og jafnvel
enn verra að missa af einhverju sem mað-
ur vissi ekki af.
Myndirnar sem koma á skjáinn gefa þó
aðeins óljósa hugmynd um hvernig vegg-
ir sneru og geta ekki komið í staðinn fyrir
sjálfan uppgröftinn nema einu upplýsing-
arnar, sem sóst er eftir, séu stærð og lega
bygginga. Ef menn vilja vita eitthvað að-
eins meira en að bygging sé undir sverði
þarf enn að grafa.“
Hjörleifur er líka efins um notagildi
slíkrar tækni. „Fjarkönnunartækni er
bara viðbót við þær aðferðir sem við höf-
um nú þegar yfir að búa. Við vissar að-
stæður getur hún hjálpað mönnum að
átta sig á hvort þörf sé að ráðast í frekari
rannsóknir en þú færð ekki margar vís-
bendingar með núverandi tækni. Með
tækniþróun og aukinni reynslu og þekk-
ingu á þessum aðferðum verða þær vita-
skuld markvissari en ég sé ekki fyrir mér
að neinskonar fjarkönnunartækni geti
komið í stað uppgrafta.“
Kristín var að mestu leyti sammála en
benti á að ómskoðun og viðnámsmæl-
ingar væru ekki upphaf og endir fjar-
kannana. „Ljósmyndataka að ofan er lík-
lega það nýjasta, þá sérstaklega þegar
leisertækni er beitt og myndirnar teknar
með gervihnetti frá sporbaug jarðar. Þró-
unin í heiminum hefur almennt verið sú
að fjarkönnunartækni er beitt í sífellt
meira mæli til að meta aðstæður og koma
í veg fyrir spjöll á viðkvæmum minjum,
það mun eflaust verða svipuð þróun hér á
landi. Það er hins vegar ógjörningur að
aldursmæla með þessum hætti, ekki er
hægt að skoða einstakar minjar og svo
framvegis. Tæknin mun því líklega helst
nýtast okkur til að meta hvort ráðast
þurfi í uppgrefti og til að greiða fyrir
framkvæmdum með fljótlegri hætti en
áður. Fyrst og fremst getum við notað
þessar upplýsingar til að fullvissa okkur
um að ekkert mikilvægt sé grafið á gefn-
um stað, ekki til að greina hvað kann að
leynast fyrir neðan.“
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 5
til frekari rannsókna. Það var einmitt tilfellið
með uppgröftinn við Aðalstræti en upphaflega
átti að byggja þarna hótel. Að vísu er það ekki
sérstaklega algengt hér á landi að það þurfi að
rannsaka fornleifar vegna framkvæmda, ein-
faldlega vegna þess að við búum á stóru landi,
fornleifar ekki á hverju strái og því oftast auð-
velt að sneiða hjá þeim við hönnun mann-
virkja.“
Kristín Huld telur að rannsóknir vegna
framkvæmda komi til með að hafa aukið vægi í
starfi fornleifafræðinga hér á landi í framtíð-
inni. „Fyrsta árið sem Fornleifavernd ríkisins
veitti leyfi til fornleifarannsókna, þ.e. árið
2002, voru tuttugu og tvö rannsóknarverkefni í
gangi sem má segja að hafi verið ’rannsóknir
rannsóknanna vegna’ eða vísindarannsóknir
en aðeins eitt svokallað markaðs- eða fram-
kvæmdatengt verkefni eða þjónusturannsókn.
Í ár eru hins vegar tuttugu þjónusturann-
sóknir í gangi og þrjátíu og tvær vísindarann-
sóknir, svo að hlutfallið hefur breyst og kemur
til með að halda áfram að breytast. Þjón-
usturannsóknir eru framkvæmdar í hvert sinn
sem vegir, byggingar eða virkjanir eru byggð-
ar. Landsvirkjum, vegagerðin og aðrir aðilar
hafa því lagt fram mikið og þarft fjármagn til
fornleifarannsókna undanfarið og gera má ráð
fyrir því að það haldi áfram.“
Fyrir utan markaðs- og framkvæmdarann-
sóknir segir Orri að íslenskum fornleifafræð-
ingum líka gengið mjög vel að fá styrki til
rannsókna sinna, bæði hér heima og erlendis.
„Starfsemi okkar stendur á mörgum fótum og
við sjáum ekki fram á neina mikla kreppu eða
samdrátt. Ekki er þó hægt að gera ráð fyrir að
við höldum áfram að sjá sömu aukningu og
undanfarin ár. Nýliðun verður hægari og það
verður erfiðara fyrir unga fornleifafræðinga
að afla sér reynslu.
Til langs tíma litið held ég þó að þetta muni
ekki hafa nein alvarleg áhrif á framþróun
fræðigreinarinnar. Hún fékk mikinn meðbyr
með Kristnihátíðarsjóði og hann mun nýtast
áfram. Öll þau stóru verkefni sem verið hafa í
gangi hérna hafa t.d. gert okkur kleift að
byggja upp stofnun eins og Fornleifastofnun
Íslands. Afraksturinn hefur líka skilað sér í
formi ’infrastrúktúrs’ og þeirrar miklu reynslu
sem við öðluðumst við að takast á við þessi
verkefni. Tækjabúnaður hefur einnig verið
byggður mikið upp og í dag erum við mun bet-
ur í stakk búin til að takast á við stórar rann-
sóknir en við vorum fyrir örfáum árum.“
Áhugi almennings
Með tilkomu fornleifasýningarinnar við Að-
alstræti má segja að ytri ímynd fornleifafræði
á Íslandi hafi fengið ákveðna styrkingu. Orri
og Kristín sögðust bæði vera mjög sátt við
rannsóknina sjálfa og sýninguna sem úr henni
varð.
„Þessari sýningu hefur verið afskaplega vel
tekið og þetta er gott dæmi um hvað hægt er
að gera ef viljinn er fyrir hendi,“ sagði Orri.
„Rannsóknin var hönnuð þannig að hún yrði
fullkláruð af styrktaraðilanum, Reykjavík-
urborg, og það á tiltölulega skömmum tíma.
Þannig á þetta auðvitað að vera. Niðurstöð-
unum var skilað hratt og örugglega til almenn-
ings og það hafði í för með sér jákvæða um-
fjöllun um fornleifar.“
Hjörleifur var sem áður sagði verkefn-
isstjóri sýningarinnar og sagðist ákaflega sátt-
ur við hvernig til tókst. „Við settum okkur það
markmið við gerð sýningarinnar að slaka alls
ekki á kröfum við fræðilegt innihald en setja
það hins vegar fram á aðgengilegan og spenn-
andi hátt. Þetta er ekki gamli þurri papp-
írsfróðleikurinn, sem gat oft verið fráhrind-
andi, heldur nútímaleg aðferð til að gera
fornleifar áhugaverðar fyrir almenning. Við
höfum fengið afskaplega jákvæð viðbrögð og
fjöldi fólks, þá sérstaklega erlendir ferða-
menn, hafa skilið eftir þakkir sínar í sérstakri
gestabók sem liggur frammi. Svona lagað á að
geta dregið að túrista ef það er vel kynnt og
sett fram á aðgengilegan hátt fyrir almenning.
Sem dæmi má nefna að við erum enn að vinna í
því að betrumbæta heimasíðu Aðalstræt-
isverkefnisins og í framtíðinni vonumst við til
þess að hún geti orðið öflugt verkfæri fyrir
skóla, fræðimenn og hvern þann sem hefur
áhuga á sögu okkar Íslendinga. Það er alltaf
mikilvægt að niðurstöður rannsókna skili sér
til þjóðarinnar og séu vel kynntar.“
Orri segir gríðarlegan áhuga fyrir forn-
leifafræði á Íslandi. „Viðhorfið er almennt
mjög jákvætt. Það er breyting frá því fyrir um
tuttugu árum. Þegar ég var að byrja að grafa
kom fólk oft upp að okkur og skammaðist yfir
því hverskonar vitleysu væri nú verið að eyða
almannafé í! Slík viðhorf heyrir maður einfald-
lega ekki lengur. Þvert á móti segja flestir,
sem gefa sig á tal við okkur í dag, að þeim þyki
of litlu fjármagni varið til rannsókna af þessu
tagi. Það ríkir mikill skilningur á starfi okkar,
bæði hjá almenningi og stjórnvöldum. En
kannski vantar aðeins upp á fagmennskuna
hjá ráðamönnum hvað varðar sjálfar fram-
kvæmdirnar.“
Orri hefur ákveðnar kenningar um þessa
hugarfarsbreytingu sem hann segir að átt hafi
sér stað á undanförnum tuttugu árum.
„Að hluta til er það líklega velmegun. Okkur
finnst við frekar hafa efni á þessu en áður.
Þetta eru auðvitað dýrar rannsóknir. Ég held
að allir geri sér grein fyrir því. Ferða-
mannastraumurinn hefur líka klárlega haft
áhrif. Hugtakið “menningartengd ferðaþjón-
usta“ hefur verið tískuorð í nokkur ár og menn
sjá þar fyrir sér mörg tækifæri. Það væri hægt
að styrkja ferðaþjónustu hér á landi umtals-
vert með sýningum og upplýsingagjöf um
framtíðina og þar hefur fornleifafræði auðvitað
mikilvægu hlutverki að gegna. Ég held að sýn-
ingin við Aðalstræti komi til með að sýna mjög
vel hvað þetta er mikilvægt og hvað hægt er að
gera. Við getum líka tekið mörg dæmi frá út-
löndum um hvernig það borgar sig að verja
peningum í þessa hluti, gera þá vel og tryggja
að niðurstöðurnar skili sér. Það skilar sér síð-
an í tekjum fyrir þjóðarbúið.“
Þó að Kristín sé sammála Orra og Hjörleifi
hvað varðar aukinn áhuga almennings á forn-
leifum varar hún við því að fólk átti sig ekki
alltaf á þeim verðmætum sem felast í slíkum
minjum. „Það er oft talað um torfhús sem
moldarkofa, þó að þetta hafi verið ósköp fram-
bærileg timburhús með góðri einangrun í
formi torfs. Í stað þess að varðveita og halda
upp á þær fjölmörgu fornleifar sem við eigum
til, líklegast eru um tvö hundruð þúsund slíkir
staðir víðsvegar um landið, á fólk það til að
reisa eftirlíkingar sem byggjast ekki endilega
á neinum vísindalegum grunni. Þetta verða
síðan fornleifar í hugum fólks á meðan ekki
fæst fjármagn til að halda við og kynna raun-
verulegar fornminjar sem oft liggja undir
skemmdum. Ég tel eðlilegra að nýta þær minj-
ar sem við höfum, frekar en að ráðast í að
reyna að endurskapa eitthvað sem aldrei var
til.“
Víða liggja leirker brotin
Uppgreftir síðustu ára dreifðust eins og áður
sagði jafnt um landið en samkvæmt Orra voru
þeir misstórir og umfangsmiklir.
„Stærstu rannsóknirnar voru tvímælalaust
á biskupsstólunum tveimur, í Skálholti og á
Hólum. Síðan voru einnig stórir uppgreftir á
Kirkjubæjarklaustri, Skriðuklaustri, í Reyk-
holti, á Gásum og á Þingvöllum. Auk þess var
töluvert um minni verkefni, t.d. uppgrefti á
vorþingstöðum víðsvegar um landið og kuml-
um sem einnig er að finna um land allt.
Vísindalegt framlag einstakra verkefna er
erfitt að meta að svo komnu máli, enda úr-
vinnslan að mestu leyti eftir. Auðvitað eru
þetta þó allt stórmerkileg verkefni sem munu
skila merkilegum niðurstöðum. Ég held að
enginn vafi sé á því. Hins vegar má velta því
fyrir sér hvort fengist hafi besta nýting á þess-
um peningum. Var t.d. snjallt að grafa bæði í
Skálholti og á Hólum? Á báðum stöðum hefur
aðallega verið grafið eftir nýlegri minjum, sem
sagt frá nítjándu, átjándu og sautjándu öld og
það sem fundist hefur þarna er ákaflega svip-
að, enda eru þetta mjög líkir staðir, hvort-
tveggja biskupsstólar. En þetta eru einu bisk-
upsstólarnir sem við eigum og álitamál hvort
snjallt hafi verið að grafa á þeim báðum á sama
tíma, sá uppgröftur verður jú ekki endurtek-
inn.“
Hjörleifur vill einnig minna á að í uppgrefti
felst alltaf ákveðin eyðilegging. „Flestar forn-
leifarannsóknir eyðileggja það sem verið er að
skoða, sem undirstrikar hversu mikilvægt það
er að vanda hverja rannsókn og fullvinna hvert
verkefni. Menn þurfa að vera íhaldssamir. Það
skiptir gríðarlega miklu máli að velja vel og
beita ýtrustu aðferðum sem völ er á í hvert
sinn.“
Hingað til hafa flestar íslenskar fornleifa-
rannsóknir snúið að miðöldum en Orri segir
mikilvægt að afla heimilda um nýlegri tímabil
til að bæta við þá þekkingu sem ritheimildir
geyma.
„Það er vissulega ákveðin breyting fólgin í
því að rannsaka seinni aldir. Áherslan var allt-
af mest á víkingaöldina. Nýverið fengum við
hins vegar tækifæri til að grafa mjög mikið í
leifum frá sautjándu, átjándu og nítjándu öld.
Þótt eftir eigi að setja gögnin í vísindalegt
samhengi stendur fornleifafræði þess tímabils
skyndilega á traustum fótum eftir margra ára-
tuga vanrækslu.
Við búum sem betur fer við það hér á Íslandi
að eiga mikið af góðum ritheimildum og mönn-
um hefur til skamms tíma fundist alveg nóg að
skoða þær. Það tókst þó ótrúlega vel að sann-
færa stjórnvöld um að full þörf væri á að rann-
saka þennan tíma nánar. Við teljum að finna
megi fjölmargt sem ekki kemur fram í ritheim-
ildum og að við getum þannig gefið annað sjón-
arhorn á fortíðina.
Einnig skiptir máli fyrir ferðaþjónustuna að
við fáum úr þessu gripi og byggingar sem hægt
er að sýna. Það er að mörgu leyti auðveldara að
miðla upplýsingum um fortíðina þegar fólk hef-
ur eitthvað slíkt í höndunum. Það verður meira
spennandi heldur en þurr texti.“
Alvöruvísindagrein
Að lokum forvitnaðist blaðamaður um það
hvernig viðmælendur sæju fyrir sér úrvinnslu
og rannsóknir næstu ára. Hvað varðar úr-
vinnslu þeirra gagna sem nú þegar liggja fyrir
segir Orri: „Það er hægt að vinna á marg-
víslegan hátt,“ segir hann, „fara styttri og
lengri leiðir. Til dæmis er hægt að gera grein
fyrir helstu niðurstöðum á tiltölulega stuttum
tíma. En alvöru vísindaleg úrvinnsla er mikið
verk. Það fer síðan eftir fjármagninu hversu
langan tíma slíkt tekur og hve margir geta tek-
ið þátt.
Ég get nefnt sem dæmi að enn á eftir að
klára stóra uppgrefti sem voru í gangi á ní-
unda áratugnum, á Stóru-Borg, Bessastöðum
og í Viðey. Það gekk mjög illa að fá fjármagn
til að vinna úr þeim rannsóknum, líklega vegna
þess að stjórnvöld á þeim tíma höfðu hreinlega
ekki skilning á gildi þess að klára svona rann-
sóknir. Sú tilfinning er mjög sterk að upp-
gröfturinn sé málið og pappírsvinnan á eftir sé
formsatriði og jafnvel óáhugaverð. Það er þó
reginmisskilningur og það er hreinlega verið
að henda peningum ef lagt er í uppgröft en
ekkert gert með gögnin í kjölfarið.
Annars langar mig að segja það um framtíð
fornleifafræði á Íslandi að þegar ég byrjaði
fyrir um tuttugu árum höfðu margir miklar
áhyggjur af því hvert stefndi. Hlutirnir hafa
gerbreyst á stuttum tíma og kristnihátíð-
arsjóðsverkefnin hafa verið punkturinn yfir i-
ið í þeirri þróun. Þetta hefur gert íslenska
fornleifafræði að alvöruvísindagrein og alvöru-
starfsgrein.
Núna eru atvinnuhorfur í þessu fagi góðar
og frá árinu 2002 hefur farið fram kennsla í
fornleifafræði við Háskóla Íslands sem er gríð-
arlega mikilvægt fyrir framtíðina. Við eigum í
dag mjög góðan hóp af fornleifafræðingum á
heimsmælikvarða, sterkum vísindamönnum
sem munu halda áfram að fá vísindastyrki.
Einnig höfum við mjög góðan hljómgrunn í
samfélaginu og fólk er almennt sammála um
að rannsóknir okkar séu eftirsóknarverðar og
geti skilað mörgu til baka til samfélagsins. Ef
vel tekst til með að klára kristnihátíðarsjóðs-
verkefnin mun það gefa greininni enn meiri
meðbyr og ýta undir frekari vöxt.“
Lokaorð Hjörleifs voru á þá leið að hann
væri bjartsýnismaður að eðlisfari og sæi ekk-
ert nema jákvæð teikn á lofti hvað framtíðina
varðaði. „Skilningur stjórnvalda og almenn-
ings á mikilvægi fornleifarannsókna hefur tek-
ið stakkaskiptum og það þarf eitthvað mikið og
sorglegt að gerast til að sá árangur tapist.
Fornleifafræðingar eru kannski ekki alltaf
mjög flinkir við að koma niðurstöðum sínum á
framfæri til almennings en ég vonast til þess
að internetið muni koma að miklum notum þar
í náinni framtíð. Skrásetning forminja er síðan
það allra mikilvægasta verkefni sem fornleifa-
fræðingar hafa fyrir höndum hér á landi. Þar
sem uppgreftir eru eðli sínu samkvæmt fram-
kvæmdir sem eyðileggja út frá sér geta minjar
og þekking hreinlega glatast ef það tefst eða
jafnvel mistekst að vinna úr gögnunum og
koma þeim á framfæri tímanlega. Mér skilst
sem betur fer að þessa dagana sé skuldbinding
þess efnis að verkefni verði kláruð ein af for-
sendum fyrir veitingu leyfa til rannsókna. Að-
haldvið leyfisveitingu er meira en áður.“
Kristín var hjartanlega sammála mati Hjör-
leifs á mikilvægi þess að skrá fornleifar hér á
landi og lokaorð hennar bera þess vott. „Forn-
leifaskráning er grundvöllur allra fornleifa-
rannsókna.. Það hefur aldrei farið fram heild-
arskráninga allra fornleifa hérlendis þannig að
við vitum ekki hve margar þær eru. Forn-
leifaskráning er sá þáttur fornleifarannsókna
sem nauðsynlegt er að leggja áherslu á næstu
árin. Það er einungis búið að skrá um tuttugu
prósent af landinu og því mikil vinna fyrir
höndum næstu ár og áratugi.“
a á Íslandi
Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óþarfi? Þarf ef til vill ekki að grafa?
Tækni og
aðferðafræði