Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 13 VIÐ ERUM ÖLL ÁBYRG Stjórnmál varða hagsmuni okkar allra. Hér býður þekktur og vin- sæll stjórnmálamaður upp á rökræður þar sem komið er víða við og fjallað um mikilvægustu og umdeildustu mál samtímans sem allir þurfa að taka afstöðu til. Bókin er hvalreki fyrir áhugafólk um stjórnmál, enda sjaldgæft að íslenskir forystumenn í þjóð- málum leggi spilin á borðið með þessum hætti. Við erum öll ábyrg fyrir því að standa vörð um lífsgæðin, samfélagið, náttúruna og umhverfið. Steingrímur J. Sigfússon er glöggur stjórnmálamaður og skemmtilegur and- stæðingur. Hann er góður penni og sér hlutina í öðru ljósi en mörg okkar, sem oft skapar góðan grundvöll til skoðanaskipta. Þótt við séum á öndverðum meiði keppum við öll að því að skapa betra samfélag og ég er stolt af því að geta talið Steingrím meðal minna bestu vina í pólitíkinni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir EINSTÆÐUR HEIMUR Í munkríkinu Aþos stendur tíminn í stað. Aþos er ekki ein- ungis sérstakt fyrir staðsetningu og náttúrufegurð heldur hefur engin kona stigið þar fæti síðan ríkið var stofnað 963. Sigurður A. Magnússon rithöfundur hefur tvívegis heimsótt Aþos með löngu millibili. Hér segir hann frá ferðum sínum um þessar ævintýraslóðir eins og honum einum er lagið. ------------------------------------------------------------------ SÖLKUKORN NJÓTUM AÐVENTUNNAR; KVEIKJUM Á KERTUM OG FINNUM OKKUR KYRRLÁTA STUND. --------------------------------------------------------------------- salkaforlag.is Sími: 552-1122 Aþo s e r á hei ms min jask rá UN ESC O Sigurður A. Magnússon var nýlega sæmdur heiðursorðu gríska lýðveldisins fyrir störf í þágu grískrar menningar undanfarin 55 ár. Ævar Örn er orðinn býsna slyngur reyfarahöfundur og dregur enga dul á hvert hann sækir fyrirmyndirnar; í smiðju þeirra sænsku hjóna Sjö- valls og Wahlöö. Trúr þeim anda skapar hann sögusvið úr hversdagslífinu í kringum aðalpersónurnar í nýrri glæpasögu sinni, Sá yðar sem syndlaus er …, heim- ilislíf rannsóknarlögreglu- mannanna Stefáns, Katrínar og Árna, einkum búsorgir þeirra og ástalíf. Eða skort á því síðarnefnda. Fléttan sjálf snýst um dauðan ræf- ilskarl sem legið (setið) hef- ur dauður á annað ár þegar andlátið loks uppgötvast og það er strax ljóst að hann hefur ekki látist af eðlilegum orsökum. Rannsóknin litast að sjálfsögðu af því að langt er um liðið frá því verknaðurinn var fram- in en smám saman koma kurlin til graf- ar og morðinginn finnst og í anda ís- lenskra glæpa er hvorki hátt risið á morðingjanum sjálfum né ástæðum hans fyrir gjörningnum. Ævar Örn segir söguna í þeim stíl sem segja má að einkenni hann; hisp- urslaus og kaldranalegur, hversdags- legur með slangurívafi, hann tekur staf- setningu ekki ýkja hátíðlega þegar beinar ræður eiga í hlut og nýtir óspart málfar til að gæða persónur sínar sér- einkennum. Ekki verður annað sagt en flestar þeirra falli í þekktar skúffur formúlureyfarans, vondi kallinn hylur illsku sína undir yfirborði gæsku, væsk- illinn er sannarlega væskill, handrukk- arinn er sjálfum sér líkur, löggurnar eru a) hlýlegur en harður í horn í taka, b) kynþokkafull en ekkert lamb að leika sér við, c) klaufskur en vel meinandi, d) kjaftfor og fordómafullur en líka vel meinandi. Sögusviðið er annars vegar blokk- arhverfi í Breiðholti og hins vegar sam- komustaður sértrúarsafn- aðar í Kópavogi. Æðstipresturinn Magnús ásamt sjónvarpsstjór- anum bróður sínum dregst inn í morðmálið og á tímabili lítur helst út fyrir að löggunum muni takast að koma stærsta eiturlyfjasmyglara lands- ins undir lás og slá en hann er háll sem áll þó feitur sé og sér við flest- um brögðum íslensku lög- reglunnar og virðist bara hafa gaman af. Ævar Örn hefur greinilega líka haft gaman af því að flétta þessa sögu því hann er orðmargur og helsti galli bókarinnar er hversu endurtekningasöm hún er, klifað er á smáatriðum rannsóknarinnar í löngum samtölum á milli lögreglumann- anna, sömu atburðum lýst frá sjón- arhornum fleiri en eins og fleiri en tveggja, og þó höfundur kunni mætavel þá list að flétta söguna og gæða hana lífi og spennu þá rís þessi langa frásögn tæpast undir sjálfri sér allt til enda. Bestu hlutar sögunnar og þeir sem staðfesta að Ævar Örn er ágætur höf- undur á þessu sviði eru þegar honum tekst hvað best upp með lýsingar á sál- arástandi lögreglumanna; hversdags- legar áhyggjur þeirra og mannlegir eig- inleikar bjóða lesandanum að samsama sig þeim fremur en glæponunum. Og það tekst mætavel. Glæpir og búsorgir BÆKUR Glæpasaga Eftir Ævar Örn Jósepsson, Uppheimar 2006, 357 bls. Sá yðar sem syndlaus er … Hávar Sigurjónsson Ævar Örn Jósepsson Mannlegur breyskleiki og brestir – þetta eru lykilorð í nýjustu skáldsögu Pauls Austers, Brestum í Brooklyn. Með öðrum orðum mennskan, í öllu sínu veldi, sem stundum einkennist af fífl- dirfsku en oftar fíflaskap, botn- lausri lágkúru en stundum reisn, óþverraskap, óheiðarleika, sín- og hefnigirni en mun oftar af furðulega mikilli góðmennsku og fyrirgefn- ingu. Titillinn vísar sem sagt til dag- legs lífs ákveðins hóps af fólki í Brooklyn-bæjarhlutanum í New York en sögu þessa fólks segir Nat- han Glass, sem kominn er á heima- slóðir eftir fimmtíu og sex ára fjar- veru til að setjast í helgan stein, eins og hann segir. Hann safnar at- vikssögum um mannlega bresti, skráir þær á bréfsnifsi og setur í hirslur, og segir þær okkur og persónum og leikendum í bókinni. Utan um þessar örsögur er síðan örlagasaga hans sjálfs, og dóttur hans Rachel, en einkum frændsystkina hans, Toms og Auroru, og Lucy dóttur hennar. Ýmsir fleiri úr hverfinu, og víðar að, t.d. boldangskonur og drottningar, koma við sögu. Brestir í Brooklyn, í afburðagóðri þýðingu Jóns Karls Helgasonar, er í stuttu máli grípandi og skemmtileg mannlífskönnun sem ferðast upp og niður allan tilfinningaskalann, frá (stopulli) hamingju til (botnlausrar) óhamingju. Þótt sag- an byrji á orðunum „Ég var að leita að rólegum stað til að deyja á“ er frásögnin af þessu grát- broslega brölti okkar í lífinu á fyndnum nótum, þótt yfrið sé af sviplegum endalokum og per- sónulegum harmleikjum í guðlausum heimi þar sem manneskjan er á valdi „yfirvofandi“ tilvilj- ana. Þegar upp er staðið eru Brestir í Brooklyn lofgjörð til þessa fáránlega lífs og leitarinnar að samastað í tilverunni. Paul Auster er vinsæll höfundur hér á landi og Brestir í Brooklyn er sjötta bókin sem kemur út í íslenskri þýðingu. Það væri forvitnilegt að kanna hversu mikil áhrif hann hefur haft á ís- lenska höfunda, einkum karla, en þau eru án efa töluverð. Skrif Austers eru gjarnan þannig að frásögnin afhjúpar sjálfa sig og tækni sína. Textinn fjallar þannig um bókmenntir; um það athæfi að skrifa og, kannski einna helst, um það að vera rithöfundur (einnar eða níutíu bóka). Það er nánast eins og frásögnin treysti sér ekki lengur til að standa algerlega á eigin fótum og þurfi því að afsaka sig: Hér er ég, texti um (aðra) texta. Vísanir í heimsbókmenntir og bók- menntakanónuna (meistaraverkin og meistarana, langflestir karlar) eru einnig þáttur í þessu hlutskipti sjálfsmeðvitaðra bókmennta, í með- förum Austers og margra annarra. Það telst svo til kraftaverka/ skáldskapar að frásögnin, „góð saga“, virðist þrátt fyrir þetta oftast nær lifa af. Í Brestum í Brooklyn er með öllu gufuð upp fjarlægðin og jafnvel svalinn sem einkenndi sérstaklega fyrstu bækur höfundar, frá og með New York-þríleiknum að telja. Skáldsagan er óður til Brooklyn- eða New York-búa, af tilefni sem lesanda verður ljóst fyrr eða síðar, og Auster (eins og sögumaðurinn Nat- han Glass) leyfir sér að vera meyr og tilfinn- ingaríkur. Það mætti jafnvel kalla söguna meló- dramatíska og á stundum jaðrar hún við að vera einum of „sentimental“. Á heildina litið er tilfinningasemin algjörlega við hæfi. Einn af fáum brestum í snilli höfundar er kannski að finna í kaflanum um heimkomu Auroru (s. 231) en ýmislegt þar, eins og fundur hennar með „guðsmanninum“ Bob og móníkuleg „kænska“ hennar í því sambandi, er ósannfær- andi og skringilega berort; eins og maður sé allt í einu staddur í allt annarri bókmenntategund. Lokakaflarnir bæta hins vegar fyrir þetta og endirinn á bókinni er sterkur. Barið í bresti BÆKUR Þýdd skáldsaga Eftir Paul Auster. Bókaútgáfan Bjartur, 2006. 272 bls. Brestir í Brooklyn Geir Svansson Paul Auster

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.