Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Síða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Síða 24
Símar: 660 4753 • 534 6250 www.tindur.is • tindur@internet.is • tindur@tindur.is Í Sögu jólanna er fjallað á ítarlegan hátt um jólahátíðina fyrr og síðar. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, lýsir því hvernig kirkjan breytti jólahaldi og mótaði nýtt helgihald, höfðingar svölluðu og almúginn dansaði en allir reyndu að tjalda því besta sem til var á hverju heimili. Gerð er grein fyrir hugmyndum fólks um jólavættir í myrkrinu. Sérstaklega er hugað að þróun hátíðarinnar síðustu hundrað árin sem hefur skipað henni svo sterkan sess í hugum okkar nútímafólks. Bókin er 300 bls í stóru broti, öll í lit, og skiptist í 17 kafla. 24 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Jón B. K. Ransu ransu@mbl.is M argir þekkja hug- myndir banda- ríska heimspek- ingsins og listgagnrýnand- ans Arthurs C. Danto þar sem hann gengur út frá því að sýning Andy Warhols á ná- kvæmum eftirmyndum af Brillo- kössum í Stable gallery í New York árið 1963 marki endalok myndlistar, sökum þess að ekki sé lengur hægt að greina listaverk frá venjulegum hlut nema út frá þeirri merkingu sem honum er gefið sem list. Í ný- legri bók The End of Art eftir bandaríska listgagnrýnandann Do- nald Kuspit, eru þessar hugmyndir um endalok listarinnar skoðaðar á ný en í ljósi þess að myndlist- armenn hafi guggnað í samkeppni við dægurmál. Þ.e. að heimspeki komi endalokum myndlistar ekkert við, eins og Danto lítur á það, held- ur hafi listamenn misst trúna á sjálfa sig og því kosið að laga listina að samfélaginu og dægurmálum þess. Hafi einkenni myndlistar þar af leiðandi þurrkast út eða orðið samdauna samfélaginu (því vest- ræna, að sjálfsögðu). Að því gefnu hefur Donald Kuspit grafið upp gamalt hugtak gjörningalista- mannsins Allans Kaprows; „post- art“, sem þýða má sem síð-list (list- in sem kemur á eftir listinni). Hvað er síð-list? Allan Kaprow sá það fyrir árið 1970, þegar hann hlustaði á beina útsendingu á samtölum á milli áhafnar í geimfarinu Appollo 13 og móðurstöðvarinnar í Houston, þeg- ar geimfarið sveif um stjórnlaust í tómi himingeimsins, að skapandi listir mundu víkja fyrir slíkum „raunveruleikaþáttum“. Að mati Kaprows voru þessi raunverulegu samtöl meira spennandi en nokkurt útvarpsleikrit og öll tæknihljóð og rofin sambönd eða þagnir áhrifa- meiri en nokkurt tónverk. Og þegar almenningur hefur aðgang að álíka raunverulegum atburðum er ekki lengur pláss fyrir skapandi listir í vestrænu samfélagi heldur ein- göngu síð-listir eða „postart“, þar sem listin fer í hlutverk raunveru- leika-gerningsins. Síð-list, eða ekki-list (non-art) eins og Donald Kuspit vill líka kalla hana, má rekja til tilbúinna hluta (ready-made) dada-listamannsins Marcels Duchamps snemma á síð- ustu öld, þegar hversdagslegur hlutur var settur fram sem list og hugmyndin gerð að megin efnivið listaverksins. Með popplist sjöunda áratugarins og þá aðallega harð- kjarna popplist (hardcore pop), einnig kallað neo dada, eru endalok myndlistar innsigluð þegar lista- menn, með Bandaríkjamanninn Andy Warhol fremstan í flokki, hófu að sækja í ytri gildi og þá glans- mynd sem vestrænt samfélag hafði gefið sjálfu sér. Listin var þá svipt allri dulúð og steig inn á svið hvers- dagsleikans. En áður hafði mynd- listarsköpun verið leið til að hverfa frá hversdagsleikanum í átt til æðri vitundar og fegurðar, þótt sam- félagsleg málefni hefðu alls ekki verið útilokuð sem viðfangsefni myndlistarmanna. Í síð-list hefur dægurmenning tekið við af hámenningu, einsleitni tekið við af sjálfræði, gegnsæi tekið við af dulúð og efnisleg gildi hafa tekið við af andlegum gildum. Um- fram allt þá býr síð-list ekki yfir „fegurð“. Í harðkjarna popplist miðast „fegurð“ við félagslega ímynd en ekki náttúrulega fegurð. En slíka fegurð hafa listamenn m.a. leitað eftir í handverki. Þ.e. að leitast við að fullkomna handverk, ná fram andanum í efninu, til vitnis um full- komnun sköpunarverksins. Í harð- kjarna popplist var hins vegar not- ast við vinnubrögð er þekktust í iðnaði eða auglýsingagerð. Lista- menn leituðu útvortis í tísku og dægurflugur í stað þess að leita inn- vortis í eigin upplifun. Viðskipti og skemmtun Í þessu má þó ekki gleyma að myndlist er líka á sinn hátt speg- ilmynd ríkjandi viðhorfa manna, þótt hún kunni jafnframt að varpa nýrri sýn á þau, og popplistin sýndi vissulega fram á breytt viðhorf. Hún svaraði og ögraði háleitum markmiðum með því að sýna og samlagast neyslumenningu og ímyndardýrkun. En popplistinni hefur síðan hvorki verið svarað né ögrað til baka í neinum mæli og sú list sem á eftir kemur, konseptlist, yfirtökulist, popp-súrrealismi, popp- mínimalismi, neo-konseptlist, og hvað þetta heitir nú allt saman, er í raun afsprengi popplistar. Jafnvel nýi expressjónisminn (nýi tjástíllinn) á níunda áratugnum var tengdur popplistinni þótt að lista- menn hafi sótt að einhverju leyti í að tjá tilfinningar í efni. Þeir gerðu það með uppreisnarhug líkt og pönkarar sem risu gegn Led Zep- pelin og Pink Floyd. Auk þess varð nýi expressjónisminn til þess að markaðsmál fóru að skipta sköpum í myndlistinni. Eitthvað sem Andy Warhol hafði einmitt lagt grunninn að. Vinsælir málarar urðu eins og dægurlaga- eða kvikmyndastjörnur og galleríistar urðu sem útgefendur eða framleiðendur. „Art is business and entertain- ment“ (List er viðskipti og skemmt- un) sagði Warhol. Þannig hefur list- in líka þróast frá popplist til okkar tíma og er eflaust í sögulegum há- punkti nú þegar raunveruleikaþætt- irnir Art star hafa bæst í hópinn af eftirlíkingum á American idol- þáttunum. Í Art star hamast 8 myndlistarmenn, sem voru valdir af hundruðum umsækjenda, við að sannfæra galleríistann Jeffrey Deitch, eiganda Deitch Projects í New York, um að halda sýningu á verkum þeirra. Og eins og með álíka raunveruleikaþætti þá kemst bara einn að. Tilvist Art star-þáttanna sýnir hve myndlistarmaður samtímans er í raun undirgefinn markaðshyggju. Í dag er það galleríistinn sem hefur valdið og vitið og hann veit að það borgar sig ekki að skapa eitthvað sem gerir kröfur á að maður gefi sig að því. Ekki í myndlist frekar en í dægurlagasmíðum eða kvikmynda- gerð. Það þarf fyrst og fremst að búa til ímynd og athygli. Og þá er lítið pláss fyrir andleg gildi eða náttúrulega fegurð. Efnisleg gildi og félagslegar ímyndir halda list- markaðnum mettuðum með sumar-, haust-, vetrar- og vortísku. Máttur fegurðar Arthur C. Danto lýsir yfir endalok- um listarinnar á forsendum þess að listin í dag krefjist heimspekilegrar nálgunar sem merkir þá að kenn- ingin um list sé mikilvægari en upp- lifunin á henni. Danto er einn af þessum heimspekingum sem hefur tileinkað sér líkan Renes Descartes; „Ég hugsa þess vegna er ég“ sem gerir hann frekar takmarkaðan þegar kemur að listum þar sem hann nálgast hana út frá hug- myndalegum skilningi, ekki skyn- rænum. Donald Kuspit er hins veg- ar talsmaður skynrænnar upplifunar og gengur þar með út frá líkaninu; „Ég upplifi þess vegna er ég“. En Kuspit er líka á sinn hátt takmarkaður og gerir sig sekan um íhaldssemi. Leitar lausna eingöngu með því að horfa til baka sem kem- ur glöggt í ljós þegar hann talar um bjargvætti myndlistar eða hina „nýju gömlu meistara“ (new old masters) sem eru málarar á borð við Sean Scully, Jenny Saville, Michael David og Odd Nerdrum. Einhvers staðar hljóta þessir tveir þættir, sá skynræni og hug- myndalegi, að eiga að mætast í list- um, því listamaður þarf hug- myndalega örvun til að halda áhuga og þroskast í list sinni þótt það sé af og frá að list sé fyrirbæri sem okk- ur beri að skilja með rökrænum hætti. Listaverk hefur síðan þann möguleika að höfða til skynrænnar upplifunar á fagurfræðilegum for- sendum. Fyrir skömmu las ég grein í The Village Voyce þar sem að gagnrýn- andinn Jerry Saltz velti fyrir sér hvort myndlist hefði getu til að breyta heiminum. Í greininni vitnar Saltz í Antonio Cassese sem var kviðdómari í réttarhöldum í Haag yfir stríðsglæpamönnum fyrrver- andi Júgóslavíu. Eftir að hlusta á vitnisburði fórnarlamba hélt Cas- sese jafnan til „Mauritshuis“ þar hann settist fyrir framan „tvo af fal- legustu hlutum sem gerðir hafa ver- ið“, eins og Saltz orðaði það, en það eru málverkin „Stúlka með perlu- eyrnalokk“ og „Útsýni yfir Delft“ eftir Johannes Vermeer. Aðspurður út í þessar ferðir sínar svaraði Cas- sese; „Þessi málverk voru gerð til að lækna sársauka.“ Mannkynið mun óneitanlega tapa miklu ef álíka fegurð og Cassese hefur skynjað í þessum málverkum ætlar alfarið að víkja fyrir tíma- bundinni ímynd og tísku. En lista- menn gætu verið til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Þ.e. að viðhalda mikilvægi fegurðar í samfélagi sem upphefur ímynd og tísku ofar öllu. En ef listin er samdauna þessu sama samfélagi og er jafnvel bara hversdagslegt markaðsfyrirbæri innan þess eða skemmtun, þá er hún kannski, eftir allt saman, búin að missa marks. Einu sinni var myndlist Snemma í tíð póstmódernismans, eða á níunda áratug síðustu aldar, komu fram hugmyndir um að myndlist stæði á erfiðum tímamót- um sem kynni að leiða til endaloka hennar og að við værum jafnvel vitni að þessum endalokum þá þeg- ar. Nú hefur þessi hugmynd fengið á sig eilítið nýja mynd og hugtakið „postart“ eða síð-list verið dregið fram til að skilgreina list á okkar tímum. Höfundur er myndlistarmaður og myndlistargagnrýnandi. Málverk sem læknar sársauka Stúlka með perlu eyrnalokk eftir Vermeer. » Tilvist Art star- þáttanna sýnir hve myndlistarmaður sam- tímans er í raun und- irgefinn markaðs- hyggju. Í dag er það galleríistinn sem hefur valdið og vitið og hann veit að það borgar sig ekki að skapa eitthvað sem gerir kröfur á að maður gefi sig að því. Ekki í myndlist frekar en í dægurlagasmíðum eða kvikmyndagerð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.