Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 19 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Það er líklega fátt meira viðeig-andi á þessum tíma ljóss og friðar sem nú nálgast en að kynna sér kirkju- lega eða kristi- lega lesningu, þótt efalítið freisti spennusögur og afþreyingarbók- menntir margs lesandans meira í hinu árlega jóla- bókaflóði. Biblían á 100 mínútum í þýðingu Jakobs F. Ásgeirssonar sem kom út fyrir skömmu hjá Bóka- félaginu Uglu virðist engu að síður gera það gott á sölulistum um þessar mundir og er líklega gott dæmi um þann mikla hraða sem einkennir samfélagið. Að öllum hraða sleppt- um á fyrsta rit Hólarannsókn- arinnar eftir Rúnu K. Tetzschner, Nytjar í nöfnum – örnefni í ná- grenni Hóla í Hjaltadal, sem Þjóð- minjasafnið gefur út , svo örugglega eftir að reynast áhugaverð lesning fyrir sagnfræðiáhugafólk, rétt eins og Ríki og kirkja – uppruni og þró- un þjóðkirkjuhugtaksins eftir Sig- urjón Árna Eyjólfsson sem Hið ís- lenska bókmenntafélag gefur út.    Íslenskir listamenn og rithöfundarættu þá einnig að geta fallið í kramið hjá mörgum, en bókin Í húsi listamanns, sem kemur út hjá Bókafélaginu Uglu og er eftir Jakob F. Ás- geirsson, geymir svipmyndir af sumum mætustu 20. aldar lista- mönnum og rit- höfundum lands- ins. Af þeim má nefna listmálarana Finn Jónsson og Svavar Guðnason, myndhöggvarann Sigurjón Ólafsson og rithöfundinn Guðberg Bergsson.    Tengsl, tilfinningar og lýsingar ámannlegu eðli – jafnvel í sinni firrtustu mynd – koma víða fyrir í skáldsagnaforminu. Í nýjustu og jafnframt annarri skáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl, Eitur fyrir byrj- endur, sem Nýhil gefur út, er fjallað um samlífi þeirra Herdísar og Halldórs sem tapar hæfileik- anum til að fara út úr húsi. Óvenjulegir ein- staklingar koma líka fyrir í smá- sagnasafni Óskars Magnússonar, Borðaði ég kvöldmat í gær? Þetta er fyrsta bók Óskars, sem áður hef- ur starfað bæði sem hæstarétt- arlögmaður og fréttastjóri. Í Borð- aði ég kvöldmat í gær? dregur Óskar fram svipmyndir af fólki sem allir kannast við í aðstæðum þar sem hið skemmtilega og óvenjulega í fari fólks nýtur sín í sögum sem ýmist eru alvarlegar eða bráðfyndnar.    Þær eru þá ófáar ljóðabækurnarsem koma út fyrir þessi jól, þótt þær fái sjaldnast sömu athygli og skáld- og ævisögurnar. Úr hópi ljóðabókanna má þó nefna Innviði – Ljóð 1975–2006 sem er komin út hjá Deus og geymir heildarljóðasafn Bjarna Bernharðs, og hjá Eddu út- gáfu kemur út ljóðabókin Ég stytti mér leið framhjá dauðanum eftir Einar Má Guðmundsson, sem er hans fyrsta ljóðabók í rúman áratug.    Að lokum skal þess getið að beiðniHáskólaútgáfunnar að það er dr. Aðalheiður Guðmundsdóttir sem á veg og vanda af útgáfu bókarinnar Strengleikar, sem sagt var frá í síð- asta dálki. BÆKUR Rúna K. Tetzschner Óskar Magnússon Jakob F. Ásgeirsson Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Bækurnar um systurnar óstýrilátu Snuðru og Tuðru eftir Iðunni Steinsdóttur eru börnum og foreldrum þjóðarinnar vel kunnar en þær komu fyrst út árið 1991 með teikningum Gunnars Karlssonar. Nýverið voru bækurnar endur- útgefnar hjá Sölku með nýjum myndskreyt- ingum eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur. Snuðra og Tuðra eru „hræðilega óþægar, skít- ugar og tættar, alltaf að rífast og brúka munn“. Vissulega eru stúlkurnar erfiðar viðureignar og foreldrum þeirra ber ekki alveg saman um hvernig eigi að ala þær upp. Pabbinn hefur áhyggjur af uppeldinu en mamman vill meina að reynslan sé besti kennarinn. Og í lok hverrar bókar hafa þær lært eitthvað nýtt. Þetta eru afar skemmtilegar og fyndnar bæk- ur sem halda áfram að skemmta kynslóð eftir kynslóð. En á tímum pólitískrar rétthugsunar er eitthvað í þessum bókum sem skýtur skökku við. Þá er sérstaklega forvitnilegt að skoða kynjahlutverkin í bókin, þ.e.a.s. hlutverk móð- urinnar annars vegar og föðurins hins vegar. Heimilislífinu er þannig háttað að faðirinn vinn- ur á hafrannsóknarskipi er yfirleitt úti á sjó og tekur því takmarkað þátt í uppeldi dætranna. Þá sjaldan að hann er í landi tautar hann fyrir munni sér að stelpunum veiti ekki af ofurlítilli tilsögn en gerir ekkert meira í því. Móðirin er aftur á móti heimavinnandi og elur því dæturnar að mestu leyti upp sjálf eftir eigin sannfæringu. Faðirinn hefur lítið sem ekkert með uppeldi dætra sinna að gera og það verður að teljast frekar einkennilegt að birta þannig föðurímynd í barnabók á þessum síðustu og verstu. En þessi heimilismynd er í sjálfu sér ekki það einkenni- legasta við bækurnar heldur eru aðstæðurnar sums staðar ýktar svo mjög að útkoman verður einfaldlega hlægileg. Þá meina ég hlægileg eins og svartur húmor er hlægilegur og ég efast um að lítil börn skilji hann svona almennt séð. Gott dæmi um þetta er að finna í bókinni Snuðra og Tuðra halda jól en í henni birtast gamlar og tímaskakkar staðalmyndir foreldra- hlutverkanna í sinni ýktustu mynd. Snuðra og Tuðra vakna spenntar á aðfangadag og ætla að hjálpa móður sinni við jólaundirbúninginn. Á annarri hverri síðu hrópa þær á móður sína um hitt og þetta og er langt í frá að þær auðveldi henni undirbúninginn. Á einum stað draga þær upp jólasveinsjakka sem þær vonast til að pabbi þeirra muni klæðast um kvöldið. Þegar þær sjá að jakkinn er rifinn hafa þær engar áhyggjur; mamma gerir við hann. Og hrópin halda áfram þegar þær biðja mömmu um að krulla á sér hár- ið, gefa sér góða lykt, binda á sig slaufu, hjálpa sér í kjólinn, laga blúnduna og finna skó og sokka. Aldrei kalla þær á pabba sinn. Og loksins þegar þær eru orðnar fínar birtist pabbinn, sparibúinn og glaður. Mamman er aftur á móti enn í „eldhúskjólnum“ með „ljóta skuplu“ um hárið. „Mamma þó!,“ segir Snuðra þá og Tuðra bætir við: „Alltaf ert þú síðust af öllum.“ Þegar þau setjast svo við jólamatinn á mamman fullt í fangi með að sinna stelpunum þar til hún sofnar að lokum ofan í diskinn sinn. Þá tekur pabbinn mömmuna í fangið og ber hana í sófann. Stúlk- urnar sjá loksins að sér og bjóðast til að vaska upp eftir matinn. Lærðu þær þarna þá lexíu að mömmunni eru takmörk sett, sérstaklega þegar hún þarf að sjá um þær ein og á sama tíma búa til jólin. Einhvern veginn er það aldrei í mynd- inni að pabbinn aðstoði hana við undirbúninginn. Og hvar var hann eiginlega þangað til hann birt- ist skyndilega sparibúinn í tæka tíð fyrir mat- inn? Þessi ýkta hlutverkaskipan í þessari bók er svo á skjön við alla umræðu um foreldra og upp- eldi barna að sagan kemur óneitanlega hlægi- lega fyrir sjónir. Og svipað má segja um aðrar bækur í seríunni þar sem Snuðra og Tuðra ham- ast í móður sinni og pabbinn er hvergi sjáan- legur. Bækurnar hljóta að vekja upp spurningar hjá börnunum sem lesa þær. Er þetta dæmigert fjölskyldulíf og er þetta hinn dæmigerði faðir? Pabbi Snuðru og Tuðru » Þetta eru afar skemmtilegar og fyndnar bækur sem halda áfram að skemmta kynslóð eftir kynslóð. En á tímum póli- tískrar rétthugsunar er eitthvað í þessum bókum sem skýtur skökku við. ERINDI Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is V arla er hægt að hugsa sér ólíkari menn en þá Paul David Hewson og Marshall Bruce Mathers III, sá fyrrnefndi heimsþekktur fyrir tónlist sína og eins mikils metinn fyrir starf sitt í þágu fátækra víða um heima, aðallega í Afríku, og sá síðarnefndi heimsþekktur fyrir tónlist sína og alræmdur fyr- ir glannalegar yfirlýsingar og harkaleg átök við barnsmóður sína. Hewson, sem tók sér lista- mannsnafnið Bono er heittrúaður og trúin er mjög sýnileg í textum hans með hljómsveitinni U2, en Eminem trúir eiginlega ekki á neitt nema sjálfan sig. Fyrir stuttu komu út á íslensku bækur um þessa listamenn báða, annars vegar viðtalsbók franska blaðamannsins Michka Assayas við Bono, sem heitir Bono um Bono, og hinsvegar bók Anthony Bozza um Eminem, sem heitir ein- faldlega Eminem. Bókina um Bono þýddi Orri Harðarson en Eiríkur Örn Norðdahl bókina um Eminem. Víst eru þeir ólíkir Bono og Eminem, en báðir heimsfrægir milljónungar. Segja má að mæður þeirra Bono og Eminem hafi verið helstu áhrifavaldar þeirra þegar list- sköpun var annars vegar. Þannig rekur Bono það hvaða áhrif það hafði á hann þegar móðir hans varð bráðkvödd er hann var fjórtán ára: „Í alvöru talað þá held ég að sköpunarkraftur minn hafi fyrst byrjað fyrir alvöru þegar ég var fjórtán ára og veröldin hrundi,“ hefur Assayas eftir Bono í bókinni og áfallsins sér víða stað í textum hans. Úr textum Eminems má aftur á móti lesa það að hans helsta vandamál hafi verið að móðir hans skuli ekki hafa dáið, enda var drifkraftur hans framan af bræði út í hana vegna uppeldisins, lyfjaneyslu hennar og drykkju og rótleysisins sem piltur þurfti að glíma við, aukinheldur sem mótsagnirnar í bandarísku samfélagi hafa verið honum áleitið yrkisefni – þversagnirnar í amer- íska draumnum, en Eminem er einmitt holdtekja hans. Saga menningarkima Bókin um Eminem er ekki eiginleg ævisaga, frekar saga menningarkimans sem mótaði hann og hvaða áhrif hann hafði síðan á hiphopheiminn. Fyrir vikið skautar Bozza nokkuð yfir æviatriði pilts en eyðir því meira púðri í að greina um- hverfi hans og þjóðfélagsstrauma. Sú mynd sem dregin er upp af Bono í bók Assayas er helgimynd og þó spurningarnar séu oft nærgöngular og Bono svari skilmerkilega, trúir maður ekki alveg á dýrlinginn Bono, hann er eiginlega of góður til að geta verið til, of heið- arlegur til að maður trúi honum. Hér spilar vit- anlega inní að allaf skín í gegn hve Assyas er hrifinn af viðmælandanum og hve honum finnst gott að baða sig í ljómanum sem stafar af Bono. (Vonskublettina í hjarta Bonos má sjá annars staðar, til dæmis þegar hann svarar gagnrýni frá Ali Farka Toure á einkar óviðfelldinn og hroka- fullan hátt í viðtali við Assyas sem birtist í Times í byrjun þessa árs.) Miklu púðri er eytt í störf Bonos að líkn- armálum. Honum hefur orðið vel ágengt í þeim efnum, enda kann Bono að beisla almennings- álitið og nota til að berja á stjórnmálamönnum. Eminem hefur annað í hyggju, hans góðgerð- arstarf felst í því að bjarga sjálfum sér, að safna eins miklu fé – ef marka má texta rappara er ekkert eftirsóknarverðara en að komast yfir pen- inga, nema þá það að eyða peningum. Fjölmargir litir félagar Eminems og sam- herjar í rappinu fengu að kenna á því, urðu undir í stríðinu, hvort sem þeir voru skotnir fyrir að vera á vitlausum stað á vitlausum tíma, en þeir féllu í orrustu um gangstéttarhellur. Eminem var þó öðruvísi, hann var hvítur. Hvítt rusl Eins og Bozza rekur söguna er Eminem dæmi um það hve hegðun og framkoma eru mikilvægur þáttur í kynþáttavitund vestan hafs, hann sé eig- inlega svartur vegna þess að hann klæðist eins og blökkumaður, hagar sér eins og slíkur og rappar eins, Wigger kalla menn slíka fýra. Þetta er hálf kjánalegt viðhorf, enda má færa að því gild rök að ferill Eminems hafi þróast eins og hann gerði að stórum hluta vegna þess að hann er hvítur. Ekki er ástæða til að frýja honum hæfileika, Eminema er með bestu textasmiðum og röppurum sem fram hafa komið vestan hafs, en þó hann sé vissulega „hvítt rusl“, White Trash, eru textar hans allt öðruvísi en litra félaga hans, heimssýnin önnur. Bozza er nett uppskrúfaður og sjálfumglaður, sólginn í að koma þekkingu sinni að, og fyrir vik- ið er textinn full stirðbusalegur á köflum, en um leið verður bókin meira en bara heimild um Em- inem, hún er gott yfirlit yfir sögu tónlistarinnar og lífsstílsins sem mótaði hinn unga Marshall Mathers. Assayas kemur úr annarri átt, evrópskur blaðamannastíll er annars konar en amerískur, fágaðri og sífellt í leit að djúpri merkingu, oft reyndar þar sem ekkert slíkt er að finna. Honum er mjög tamt að blanda sjálfum sér í samtalið svona rétt til að minna á að hann sé nú merki- legur karl, þekki Bono og allt. Það er líka gaman að því hvernig málfar á bók- unum speglar umfjöllunarefnið. Þýðing Eiríks Arnar Norðdahl frískleg og óhefluð, vaðandi í slangri og kæruleysislegum setningum – hæfir umfjöllunarefninu einkar vel. Orri Harðarson fer aðrar leiðir, textinn settlegri og þýðingin vand- aðri, svona rétt eins og maðurinn sem rætt er við. Fulltrúar tveggja heima Segja má að mæður þeirra Bono og Eminem hafi verið helstu áhrifavaldar þeirra þegar list- sköpun og innblástur er annars vegar, móðir Bo- nos fyrir að hafa dáið þegar hann var fjórtán ára, en móðir Emninems fyrir að hafa ekki dáið. Saga þeirra Eminems og Bonos er sögð í tveimur bókum, annars vegar samtalsbók við Bono þar sem hann segir allt af létta og hins vegar bók um Eminmem þar sem fókusinn er á umhverfinu sem hann er sprottinn úr og menningarkimanum sem hann tilheyrir. Reuters Bono Paul David Hewson, eða Bono. Reuters Eminem Marshall Mathers III, eða Eminem.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.