Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Page 1
Laugardagur 25. 11. 2006 81. árg. lesbók TOM WAITS ER EINSTAKUR „MIKIÐ AF ÞESSU VAR TÝNT OG GRAFIÐ, OG EINA SPÓLU ÞURFTI ÉG AÐ LEYSA ÚT MEÐ MÚTUM TIL PÍPULAGNINGAMANNS Í RÚSSLANDI“ >> 3 Víst eru þeir ólíkir Bono og Eminem, en báðir heimsfrægir milljónungar » 19 En það mikilvægasta er að sjálf- sögðu að í ritun þessarar bókar fel- ast bókmenntasöguleg tíðindi því ekki hafa áður komið út fræðilegar ævisögur þessara tveggja jöfra ís- lenskra bókmennta,“ segir Soffía Auður Birgisdóttir í ýtarlegum rit- dómi í Lesbók í dag um bók Hall- dórs Guðmundssonar, Skáldalíf, en í henni eru raktar saman ævisögur skáldanna Gunnars Gunnarssonar og Þórbergs Þórðarsonar. Soffía Auður segir að hug- myndin um að stefna þessum tveimur rithöfundum saman í eina bók gangi furðanlega vel upp hjá Halldóri. Hún segir að bókin sé mjög vel skrifuð og því einkar læsileg og fræðimennskan sé vönd- uð. „Óhætt er að fullyrða að með bókum sínum um þá Halldór Lax- ness [sem kom út 2003], Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðarson hefur Halldór Guðmundsson skip- að sér í fremstu röð íslenskra ævi- sagnaritara og verður vonandi framhald á vinnu hans á þessu sviði því ennþá eru fjölmargar ævi- sögur íslenskra bókmenntamanna og kvenna óskrifaðar,“ segir Soffía Auður enn fremur. Glæpasaga eða ekki? „Er virkilega hægt að lesa Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins sem þá glæpasögu sem hún gefur sig út fyrir að vera á káputexta? Tjahh, menn skulu allavega gera ráð fyrir að glæpasagan sé vel dulbúin.“ Þannig kemst Þórdís Gísladóttir að orði í lok dóms síns um skáldsögu Steinars Braga, Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins. Þórdís gefur bók Steinars Braga mjög góða dóma, segir að þar sé skapaður magnaður heimur þar sem mýgrútur furðulegra persóna hafi hreiðrað um sig. » 12 Bókmennta- söguleg tíðindi Halldór Guðmundsson „Í fremstu röð íslenskra ævisagnaritara.“ Skáldalíf eftir Halldór Guðmundsson lofuð Það að efast aldrei um eigin rétt er bæði grunnhyggið og varhugavert,“ segir Auður Jónsdóttir í viðtali í Lesbók í dag um nýja skáldsögu sína, Tryggðapant, en hún fjallar um innflytjendur með táknrænum hætti. Hún segir að umræðan um innflytjendur á Íslandi og víðar sé vanþroskuð og að svo virðist sem mannúðina skorti í viðhorfum fólks. „Þegar mannúðin hverfur verðum við að dýrum,“ segir hún og bætir við: „Við eigum forfeður sem námu hér land og við fæddumst hér. En það réttlætir engan veginn ásakanir gagnvart fólki sem hefur komið til Íslands að vinna, meðal annars því íslenskir vinnuveitendur þurfa vinn- andi hendur frá fleiri löndum.“ Ætternið leynir sér ekki Skáldsaga Auðar, Fólkið í kjall- aranum, kom nýlega út í danskri þýðingu og hefur hlotið góða dóma þar í landi. Sagði einn gagnrýnandi að það leyndi sér ekki hverra manna Auður væri en hún er afabarn Hall- dórs Laxness. Auður segist afar ánægð með við- tökurnar en hún er nú flutt til Barcelona eftir þriggja ára búsetu í Kaupmannahöfn. » 10 Að efast aldrei um eigin rétt Ný skáldsaga Auðar Jónsdóttur fjallar um innflytjendur Morgunblaðið/ÞÖK Auður Jónsdóttir „Hvort sem um er að ræða húsnæði, trúarbrögð eða atvinnu er mikið talað um innflytjendur á mjög neikvæðan hátt.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.