Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 17
lesbók
Eftir Freystein Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
Þ
að var búið að segja
mér það að Sigurjón
Magnússon væri
óvenjubeinskeyttur
maður, gæti eiginlega
verið viðsjálsgripur til
viðtals. Hjá útgefanda hans, Bjarti,
segja þeir að hann hafi „ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum og
sé einkar lagið að láta viðmælendur
sína standa fyrir máli sínu, nú eða
einfaldlega á gati.“ Að hann sé ákveð-
inn og tali enga tæpitungu er rétt. En
viðsjáll reyndist hann mér ekki.
Hann tekur hlutina einfaldlega föst-
um tökum og þá sjálfan sig ekki sízt.
Ég þreifaði fyrir mér með spurn-
ingu um það hvernig hann vinnur
skáldverk sín.
„Yfirleitt byrja sögur mínar svo að
ég fæ einhverja hugmynd, ég sé fyrir
mér eitthvert atvik, heyri einhvern
hugsa eða tala og út frá þessu verður
sagan til. Í upphafi veit ég ekkert
hvernig sagan fer, hún spinnur sig
áfram og ég veit fátt fyrir. Svona var
þetta með Gaddavír. Ég lagði ekki
upp með neitt stórkostlegt plan, held-
ur einhverja óljósa hugmynd og út
frá henni hófst leitin að sögunni og
persónum hennar.“
– En nú fjallar sagan einum þræði
um mál, sem hafa farið hátt í þjóð-
félaginu síðustu misserin, sem eru
sifjaspell.
„Eflaust á sú umræða þátt í því að
þetta kemur upp á í sögunni, samtím-
inn orkar auðvitað á okkur öll. En
ástæðan fyrir því að þetta sam-
tímamein kemst að, þegar ég segi
þessa sögu, er eingöngu sú að það
þjónar sögunni. Ég er ekki að lýsa
neinni persónulegri afstöðu til mála;
hvorki sifjaspella eða annarra.
Að sumu leyti gerir það manni erf-
iðara fyrir að mál skuli vera ofarlega
á baugi, þá er afstaða manna skýr og
oft blönduð tilfinningasemi, svo það
bindur hendur manns fremur en
hitt.“
– Í bókinni birtist sagan afturábak.
Skrifaðir þú hana þannig?
„Já, ég skrifaði hana eins og hún er
sögð. Og hún er svona sögð einfald-
lega vegna þess að ég fann fljótt að
fyrsta atvikið sem ég lýsti var svo
seint í sögunni, að hún varð að vinda
sig afturábak. Sagan liggur þannig að
framvinda hennar kallaði á þessa að-
ferð.
Ef ég hefði farið hina leiðina hefðu
allir hlutir einhvern veginn lent á
skökkum stöðum og allar áherzlur
sögunnar þar með orðið rangar.“
– Gaddavír er stutt skáldsaga, ef
hægt er að leggja einhvern lengdar-
kvarða á skáldverk. Segir þetta eitt-
hvað um það hvort þú varst lengur
eða skemur að skrifa hana?
„Yfirleitt vinn ég frekar hægt. Að
hluta má rekja það til þess hversu
lengi ég er að finna söguna, ég villist
á leiðinni inn í ótal ranghala og ég er
oft búinn að vinna mjög lengi með
söguþráðinn þegar ég loksins finn að
ég er á réttri leið. Sagan verður því
mikil að vöxtum meðan ég er að finna
henni réttan farveg, en þegar hann er
fundinn fer að kvistast af henni og
söguþráðurinn að skýrast. Þá styttist
hún mjög.
Í eðli mínu er ég lítið fyrir að
lengja mál mitt, málalengingar og út-
úrdúrar eru mér ekki að skapi. Sumir
eru fyrir slíkt, en ekki ég. Samt lít ég
ekki á það sem neina dyggð að vera
stuttorður. Það er mér einfaldlega
inngróið að fleygja öllu burt sem ekki
þjónar sögunni beint.“
– Er niðurskurðurinn þér jafnerf-
iður og skriftirnar á undan?
„Hann er mikil nostursvinna, svo
mikil nákvæmnisvinna að sagan er
lengi að taka á sig einhverja mynd.“
– Þú hefur ekki alltaf notað þessi
vinnubrögð?
„Nei, þetta var öðruvísi þegar ég
skrifaði söguna um Kristmann Guð-
mundsson. Ég kortlagði hana í smáu
sem stóru áður en ég hóf skriftir,
enda var ég bundinn af lifandi fyr-
irmynd og staðreyndum. Gerð þeirr-
ar sögu varð því til á undan sögunni
sjálfri, ef svo má segja.
En fyrstu bækurnar mínar vann ég
með líkum hætti og Gaddavír.“
– Hvernig líður þér svo þegar sag-
an er búin?
„Lokavinnan, þegar handritið er
gert klárt fyrir prentun, reynir á mig,
mér finnst hún afskaplega erfið. Og
yfirleitt allt þetta útgáfuferli. Fyrir
prentunina finnst mér ég aldrei gera
nógu vel. Mér finnst alltaf einhverju
ábótavant.
En þegar bókin er komin út skipti
ég mér ekkert af henni, les hana aldr-
ei og opna hana varla heldur.“
– Af hverju er það?
„Ég las einu sinni viðtal sem Matt-
hías Johannessen, að ég held, átti við
William Faulkner, sem sagðist aldrei
opna bækur eftir sig. Þegar Matthías
spurði af hverju sagðist Faulkner
alltaf verða fyrir vonbrigðum.
Þetta skildi ég mjög vel.“
– Tekur þú þá engan þátt í upp-
lestrum og öðru kynningarstarfi, sem
rithöfundum er uppálagt þessa dag-
ana?
„Jú, ég kemst ekki hjá því þótt ég
stilli slíku í hóf. En ég er jú í þessu
eins og aðrir.“
– Ertu kominn með nýtt á prjón-
ana?
„Þegar ég lauk við Kristmann
byrjaði ég á annarri sögu, sem bygg-
ist líka á heimildavinnu. Hún varð svo
mikil að umfangi að ég treysti mér
ekki til þess að klára hana í einni lotu,
svo ég lagði hana til hliðar og kláraði
þess í stað Gaddavír, sem þá var farin
að sækja stíft á mig.
Nú þegar Gaddavír er frá bíður
mín þetta verk.“
– Viltu segja mér hvað það er?
„Nei. Það er ekki tímabært. En þó
get ég sagt að þetta er breið fjöl-
skyldusaga frá öldinni sem leið og
sögusviðið er bæði hér á Íslandi og
víðar í álfunni.“
– Bókin um Kristmann og Gadda-
vír eru ólík verk eins og þú hefur lýst.
Á Gaddavír sér engar fyrirmyndir?
„Nei, hér er ekki stuðzt við skjal-
festa atburði eða lifandi fólk, en eitt-
hvað samt.
Fyrir mörgum árum sá ég það haft
eftir bandaríska leikritaskáldinu Sam
Sheppard að þegar hann virti fyrir
sér afskekkt sveitabýli setti oft að
honum óhug við tilhugsunina um allt
það illa sem þrifist gæti á slíkum
stöðum. Þetta fyndi hann aldrei í fjöl-
menninu. Sjálfur hef ég alltaf haft dá-
lítið svipaða tilfinningu gagnvart
sveitinni og hver veit nema einhver
slík hugsun sé uppspretta sögunnar,
ég bara veit það ekki.“
– Af hverju Gaddavír?
„Gaddavír er mjög svo áþreif-
anlegur, og þannig átti nafnið að
vera. Annars máttu ekki spyrja
meira um þetta!“ segir Sigurjón fljót-
mæltur, hann merkir að spurningin
um stigmata, syndina og sáluhjálpina
er komin fram á varir mínar. Gott og
vel! Ég get vel látið lesandanum duga
að heyra þessar hugsanir mínar og
vendi bara mínu kvæði í kross; kem
að öðru lykilatriði í sögunni; tónlist-
inni.
„Já, ég var óperuunnandi. Reynd-
ar lifði ég meira og minna í óperum í
áratug. Ég hlustaði iðulega á óperur í
margar klukkustundir á hverjum
degi. Þetta gekk svo langt að það var
farið að hafa umtalsverð áhrif á líf
mitt. Eitt sinn þegar konan mín kom
heim úr vinnunni að kvöldlagi gekk
ég á móti henni og fór allt í einu að
syngja. Þá rann það upp fyrir mér að
líf mitt var orðið að óperu.
Ég varð að hætta, eins og drykkju-
maður sem á ekkert annað val en láta
áfengi eiga sig.“
– Hlustar þú þá ekki á óperur nú-
orðið?
„Nei. Nú hlusta ég frekar á Dylan
eða Hank Williams.“
– Var það þér þá einhver léttir að
skrifa tónlistina inn í söguna í Gadda-
vír?
„Þetta er veröld sem ég þekki, til-
finningar sem ég þekki, nautn sem ég
þekki.
Þetta kemur fram víða í bókinni,
sagan er víða stungin óperuminnum,
stórum og smáum. Þessi stóru eru til
dæmis úr Tannhauser og Hollend-
ingnum fljúgandi og svo eru önnur
minni með.
Ég leyfi mér líka smátiktúrur; á
tveimur eða þremur stöðum nota ég
eitthvað sem líkja mætti við wagner-
ísk leiðarstef, þetta eru svona orða-
strófur, sem sverja sig í ætt við lýs-
ingar úr eldri bókum mínum.
En þetta er nú bara fyrir mig. Ég
hugsa ég eigi engan svo heitan aðdá-
anda að hann átti sig á þessu!“
Hér hlær Sigurjón Magnússon. Í
eina skiptið, sem hann bregður svip í
þessu samtali.
Út frá óljósri hugmynd
hefst leitin að sögunni
Morgunblaðið/Ásdís
Beinskeyttur Sigurjón Magnússon skrifaði söguna afturábak af því að
framvinda hennar kallaði á þá aðferð. Hann segir sér einfaldlega inngróið
að fleygja öllu burt, sem ekki þjónar sögunni beint.
Gaddavír heitir ný skáldsaga Sig-
urjóns Magnússonar. Hún er ólík
síðustu bók hans um Kristmann
Guðmundsson (Borgir og eyðimörk
2003), en sver sig í ætt við þær
fyrri; Góða nótt Silja (1999) og Hér
hlustar aldrei neinn (2000).
Upphaf nýjustu bókar Steinars
Braga minnir sláandi á sögur um
Sherlock Holmes, spæjarann sem
þurfti jafnvel ekki einu sinni að fara
út af eigin heimili í Baker-stræti til að
leysa flóknustu ráðgátur. Sögumað-
urinn, Muggur Maístjarna, er á köldu
rigningarkvöldi staddur í íbúð við
Laugaveg, ásamt leynispæjaranum
Steini Steinarr, sem horfir út á göt-
una og tottar pípuna sína líkt og
spæjara er siður. Inn dettur maður
sem Steinn sér strax af sínu gífurlega
innsæi að er farþegi af skemmti-
ferðaskipinu Heiminum, sem statt er
í Reykjavíkurhöfn, en skipið siglir
hring eftir hring í kringum jörðina.
Náunginn tilkynnir að skelfilegir at-
burðir séu yfirvofandi á skipinu og
Steinn og Muggur ákveða að stíga
um borð og kanna málin. Og það er
líkt og við manninn mælt, um leið og
einkaspæjarinn og
skrásetjarinn eru
komnir um borð hefst
atburðarás sem sýnir
að ekki er allt með
felldu á skipinu. Þar
leika morðingi og jafn-
vel hryðjuverkamaður
lausum hala, en sögu-
þráð ætla ég ekki að tí-
unda frekar.
Það er ekkert nýtt
að skip séu notuð sem
umgjörð um sviðsetta
veröld. Svo farið sé
hálfa öld aftur í tímann
má nefna módernísku
söguna Strandið eftir Hannes Sigfús-
son, sem kom fyrst út 1955, en þar er
stéttskipt samfélag fjölmargra þjóða
skapað um borð í olíuskipi sem
strandar við Ísland. Bækurnar tvær
eru vissulega ólíkar en í báðum end-
urspeglast samtíminn í lífinu um borð
í skipi sem siglir um höfin. Sá er þó
munurinn að tími módernismans og
kalda stríðsins er, þrátt fyrir að ekki
sé liðinn lengri tími, gjörólíkur og
víðs fjarri okkar velferð-
armettuðu og póstmód-
ernísku tímum, sem ein-
kennast ekki síst af
sýndarveruleika, fjöl-
miðlavæðingu og síð-
kapítalisma. Steinar
Bragi skapar magnaðan
heim í skipinu þar sem
mýgrútur furðulegra
persóna hefur hreiðrað
um sig. Margir eiga sér
fast heimili um borð,
aðrir eru ferðalangar
sem búa þar í skamman
tíma. Þarna eru menn í
endalausu fríi þótt
stundum taki fólk sér frí frá fríinu,
stígi á land og fari í leyfi frá skemmt-
analífi skipsins, þar sem diskur með
tónlist af 100 laga lista Heimsins
hljómar stöðugt í öllum almennum
rýmum. Persónurnar eru margar
nafntogaðar og kunnar úr okkar
raunveruleika, sumar jafnvel mik-
ilvægar fyrir mannkynssöguna. Stöð-
ugt er vísað til veruleika okkar þar
sem fólk sem við þekkjum ekkert,
getur fyrir tilstilli fjölmiðla verið mik-
ilvægur hluti lífs okkar og við getum
jafnvel upplifað sem nánari okkur en
þá sem við umgöngumst mest.
Steinar Bragi er vandvirkur höf-
undur, svo vandvirkur að tala má um
nostur. Lesandi hnýtur varla um
nokkra misfellu. Stíllinn er að hluta
eftiröpun misgóðra þýðinga glæpa-
sagna sem skrifaðar voru í kringum
aldamótin þarsíðustu og einkennist
m.a. af margmálum yfirlætistóni og
þéringum. En Steinar Bragi skellir
jafnframt fimlega inn talmáli dagsins
í dag þar sem minnst er á úthverf-
akrakka og bjánahroll. Það er í raun
magnað hvernig honum tekst að gæla
við margnotað glæpasagnaform, en
endurnýja það jafnframt gjörsamlega
og með brakandi ferskum hætti. Ég
velti því reyndar stöðugt fyrir mér
við lesturinn hvort virkilega væri inn-
stæða fyrir öllu saman, hvort einhver
meining væri með fáguðu orðfærinu
og þéringunum, hvort þetta væri
kannski allt eitt holrými og höfund-
urinn væri að afvegaleiða mig með vel
flúruðu afþreyingarandleysi skreyttu
merkingarlausum táknum á borð við
hvítar nellikur. Lesandanum er út í
gegn boðin þátttaka í allskonar leikj-
um. Hvaða þýðir það þegar Steinn
segir spekingslega: „Morð eru alltaf
viðkvæm“ (69)? Og hvaða hlutverkum
gegnir allt þetta nafntogaða fólk?
Stundum er það augljóst, líkt og þeg-
ar fyrsta glasabarninu, Louise Joy
Brown skýtur upp í eigin persónu, en
hvers vegna heitir móttökustúlkan
Siri Hustvedt? Er lykilinn kannski að
finna í lokasenunni þar sem fé-
lagarnir fara með síðasta erindi
kvæðisins, Í draumi sérhvers manns,
eftir nafna leynispæjarans, um leið og
þeir yfirgefa Heiminn jafn innilega
hlæjandi og sænsku úthverfafeðg-
arnir, Einar Áskell og pabbi hans, eru
gjarna í lok hverrar sögu?
Er virkilega hægt að lesa Hið stór-
fenglega leyndarmál Heimsins sem
þá glæpasögu sem hún gefur sig út
fyrir að vera á káputexta? Tjahh,
menn skulu allavega gera ráð fyrir að
glæpasagan sé vel dulbúin.
„Við höfum skapað heim sem hentar okkur“
BÆKUR
Skáldsaga
Eftir Steinar Braga. 306 bls. Bjartur
2006.
Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins
Þórdís Gísladóttir
Steinar Bragi